Malaríu- og HIV-lyf drógu ekki úr dánartíðni Covid-sjúklinga Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2020 20:16 Malaríulyfið hydroxychloroquine er á meðal þeirra lyfja sem kannað hefur verið hvort að virki sem meðferð gegn Covid-19. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur stöðvað tilraunir með malaríu- og HIV-lyf eftir að þau reyndust ekki bæta lífslíkur Covid-19-sjúklinga á sjúkrahúsum. Nýtt met yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita á heimsvísu var sett í dag þegar fleiri en 212.000 manns greindust smitaðir síðasta sólarhringinn. Bráðabirgðaniðurstöður úr tilraununum bentu til þess að malaríulyfið hydroxychloroquine og HIV-lyfjablanda lopinavir og ritonavir hefðu lítil eða engin áhrif til þess að draga úr dánartíðni sjúklinga sem lagðir eru inn á sjúkrahús með Covid-19. Tilraunum með lyfin í forvarnarskyni og fyrir sjúklinga sem ekki þarf að leggja inn á sjúkrahús halda áfram, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Greint var frá 212.326 nýjum smitum á heimsvísu síðasta sólarhringinn í dag og hafa þau aldrei verið fleiri. Mesta fjölgunin varð í Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi. Um fimm þúsund manns láta nú lífið af völdum veirunnar á dag. Alls hafa nú fleiri en ellefu milljónir manna smitast í faraldrinum og um hálf milljón manna látið lífið. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að tilraunir með bandaríska veirulyfið remdesivir gegn Covid-19 haldi áfram. Búist sé við fyrstu niðurstöðum á næstu tveimur vikum. Sameinuðu þjóðirnar Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afturkalla tímabundið leyfi við notkun malaríulyfja við Covid-19 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur afturkallað tímabundið leyfi sem stofnunin gaf við notkun á lyfjunum hydroxychloroquine og chloroquine gegn Covid-19 sjúkdóminum. 15. júní 2020 21:32 Draga til baka umdeilda rannsókn á malaríulyfi Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum. 5. júní 2020 12:21 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur stöðvað tilraunir með malaríu- og HIV-lyf eftir að þau reyndust ekki bæta lífslíkur Covid-19-sjúklinga á sjúkrahúsum. Nýtt met yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita á heimsvísu var sett í dag þegar fleiri en 212.000 manns greindust smitaðir síðasta sólarhringinn. Bráðabirgðaniðurstöður úr tilraununum bentu til þess að malaríulyfið hydroxychloroquine og HIV-lyfjablanda lopinavir og ritonavir hefðu lítil eða engin áhrif til þess að draga úr dánartíðni sjúklinga sem lagðir eru inn á sjúkrahús með Covid-19. Tilraunum með lyfin í forvarnarskyni og fyrir sjúklinga sem ekki þarf að leggja inn á sjúkrahús halda áfram, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Greint var frá 212.326 nýjum smitum á heimsvísu síðasta sólarhringinn í dag og hafa þau aldrei verið fleiri. Mesta fjölgunin varð í Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi. Um fimm þúsund manns láta nú lífið af völdum veirunnar á dag. Alls hafa nú fleiri en ellefu milljónir manna smitast í faraldrinum og um hálf milljón manna látið lífið. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að tilraunir með bandaríska veirulyfið remdesivir gegn Covid-19 haldi áfram. Búist sé við fyrstu niðurstöðum á næstu tveimur vikum.
Sameinuðu þjóðirnar Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afturkalla tímabundið leyfi við notkun malaríulyfja við Covid-19 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur afturkallað tímabundið leyfi sem stofnunin gaf við notkun á lyfjunum hydroxychloroquine og chloroquine gegn Covid-19 sjúkdóminum. 15. júní 2020 21:32 Draga til baka umdeilda rannsókn á malaríulyfi Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum. 5. júní 2020 12:21 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Afturkalla tímabundið leyfi við notkun malaríulyfja við Covid-19 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur afturkallað tímabundið leyfi sem stofnunin gaf við notkun á lyfjunum hydroxychloroquine og chloroquine gegn Covid-19 sjúkdóminum. 15. júní 2020 21:32
Draga til baka umdeilda rannsókn á malaríulyfi Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum. 5. júní 2020 12:21
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“