Ennio Morricone er látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2020 07:16 Ennio Morricone á verðlaunahátíð í Mílanó á Ítalíu á síðasta ári. Getty Ítalska tónskáldið Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Morricone er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa samið tónlista við fjölda kvikmynda og vann hann til Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlistina við The Hateful Eight, kvikmynd Quentin Tarantino, eftir að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna fimm sinnum áður. Varð hann þá elsti maðurinn til að vinna til Óskarsverðlauna í „keppnisflokki“, það er þar sem verðlaun fyrir ævistarf eru undanskilin. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir tónlistina í kvikmyndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena, og jafnframt hlotið heiðursverðlaun fyrir ævistarf árið 2007. Morricone er mögulega þekktastur fyrir tónlistina í spagettívestrum Sergio Leone, þ.á.m. svokallaðri Dollaratrílógíu, þ.e. A Fistful of Dollars frá árinu 1964, For a Few Dollars More frá árinu 1965 og The Good, the Bad and the Ugly frá árinu 1966. Allar skörtuðu þær Clint Eastwood í aðalhlutverki sem „Nafnlausi maðurinn“. Einnig er tónlist hans úr spagettívestranum Once Upon a Time in the West úr smiðju sama leikstjóra víðþekkt. Leone sagði tónlist Morricone „ómissandi“ og fékk hann iðulega til að semja hana áður en upptökur hófust til að geta útfært upptökurnar út frá framlagi tónskáldsins. Í Róm, heimabæ Morricone, var hann einfaldlega þekktur sem „Maestro“. Hann samdi tónlist fyrir rúmlega 500 kvikmyndir á ferlinum, þar má til dæmis nefna Cinema Paradiso, The Battle of Algiers, The Thing, The Mission, The Untouchables, Mission to Mars, Bugsy, In the Line of Fire, Ripley's Game og svo The Hateful Eight. Hér að neðan má heyra lag sem Morricone gerði í samstarfi við Joan Baez árið 1971 fyrir kvikmyndina Sacco & Vanzetti, ásamt fleiri vel þekktum lögum eftir tónskáldið. Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Menning Tónlist Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira
Ítalska tónskáldið Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Morricone er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa samið tónlista við fjölda kvikmynda og vann hann til Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlistina við The Hateful Eight, kvikmynd Quentin Tarantino, eftir að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna fimm sinnum áður. Varð hann þá elsti maðurinn til að vinna til Óskarsverðlauna í „keppnisflokki“, það er þar sem verðlaun fyrir ævistarf eru undanskilin. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir tónlistina í kvikmyndunum Days of Heaven, The Mission, The Untouchables, Bugsy og Malena, og jafnframt hlotið heiðursverðlaun fyrir ævistarf árið 2007. Morricone er mögulega þekktastur fyrir tónlistina í spagettívestrum Sergio Leone, þ.á.m. svokallaðri Dollaratrílógíu, þ.e. A Fistful of Dollars frá árinu 1964, For a Few Dollars More frá árinu 1965 og The Good, the Bad and the Ugly frá árinu 1966. Allar skörtuðu þær Clint Eastwood í aðalhlutverki sem „Nafnlausi maðurinn“. Einnig er tónlist hans úr spagettívestranum Once Upon a Time in the West úr smiðju sama leikstjóra víðþekkt. Leone sagði tónlist Morricone „ómissandi“ og fékk hann iðulega til að semja hana áður en upptökur hófust til að geta útfært upptökurnar út frá framlagi tónskáldsins. Í Róm, heimabæ Morricone, var hann einfaldlega þekktur sem „Maestro“. Hann samdi tónlist fyrir rúmlega 500 kvikmyndir á ferlinum, þar má til dæmis nefna Cinema Paradiso, The Battle of Algiers, The Thing, The Mission, The Untouchables, Mission to Mars, Bugsy, In the Line of Fire, Ripley's Game og svo The Hateful Eight. Hér að neðan má heyra lag sem Morricone gerði í samstarfi við Joan Baez árið 1971 fyrir kvikmyndina Sacco & Vanzetti, ásamt fleiri vel þekktum lögum eftir tónskáldið.
Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Menning Tónlist Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira