Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2020 13:45 Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra vegna skimunar á landamærum í júní. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar kemur í humátt á eftir honum. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sakar bæði hana og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi. „Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí,“ skrifar Kári í grein sinni, sem birtist á Vísi nú síðdegis. ÍE hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Kári rekur þennan feril í grein sinni og gagnrýnir svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að hafa, að mati Kára, ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunarinnar. „Við féllumst á að taka þátt í byrjun (ekki til eilífðarnóns), en þegar við urðum ekki vör við neinar raunverulegar áætlanir um að einhver tæki við af okkur sem hefði til þess burði urðum við óróleg, vegna þess að án þess að sjá fyrir endann á okkar framlagi gátum við ekki réttlætt að halda þessu áfram vegna þess að okkar dagvinna felst í allt öðru,“ skrifar Kári. Setur ríkisstjórninni afarkosti Þá birtir Kári tölvupóstsamskipti sín við forsætisráðherra. Í bréfi sem dagsett er 1. júlí síðastliðinn og stílað á ríkisstjórn Íslands segir hann að ÍE geti ekki sinnt skimunum mikið lengur. Þá leggur hann til að komið sé á fót sérstakri stofnun, Faraldsfræðistofnun Íslands, til að takast á við faraldur á borð við þann sem enn geisar, og býður jafnframt fram húsnæði ÍE undir starfsemina til að byrja með. Kári sakar þær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um virðingarleysi gagnvart starfi Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Kári setur ríkisstjórninni því næst afarkosti; ef hún lýsi því ekki yfir að strax verði ráðist í að stofna „svona apparat“ neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sóttvarna. Katrín svarar Kára þremur dögum síðar og segir ríkisstjórnina munu taka til skoðunar, sem og frekari úrvinnslu, tillögu hans um sérstaka faraldsfræðistofnun. Ákveðið hafi verið að ráða verkefnastjóra undir yfirstjórn sóttvarnalæknis, sem skila muni tillögum til ríkisstjórnarinnar eins fljótt og auðið er. Kári tekur í grein sinni fálega í svar Katrínar og segir ljóst að henni þyki vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ „Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur, framlagi okkar og því verkefni sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Grein Kára má nálgast í heild hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Sjá meira
Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sakar bæði hana og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi. „Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí,“ skrifar Kári í grein sinni, sem birtist á Vísi nú síðdegis. ÍE hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Kári rekur þennan feril í grein sinni og gagnrýnir svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að hafa, að mati Kára, ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunarinnar. „Við féllumst á að taka þátt í byrjun (ekki til eilífðarnóns), en þegar við urðum ekki vör við neinar raunverulegar áætlanir um að einhver tæki við af okkur sem hefði til þess burði urðum við óróleg, vegna þess að án þess að sjá fyrir endann á okkar framlagi gátum við ekki réttlætt að halda þessu áfram vegna þess að okkar dagvinna felst í allt öðru,“ skrifar Kári. Setur ríkisstjórninni afarkosti Þá birtir Kári tölvupóstsamskipti sín við forsætisráðherra. Í bréfi sem dagsett er 1. júlí síðastliðinn og stílað á ríkisstjórn Íslands segir hann að ÍE geti ekki sinnt skimunum mikið lengur. Þá leggur hann til að komið sé á fót sérstakri stofnun, Faraldsfræðistofnun Íslands, til að takast á við faraldur á borð við þann sem enn geisar, og býður jafnframt fram húsnæði ÍE undir starfsemina til að byrja með. Kári sakar þær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um virðingarleysi gagnvart starfi Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Kári setur ríkisstjórninni því næst afarkosti; ef hún lýsi því ekki yfir að strax verði ráðist í að stofna „svona apparat“ neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sóttvarna. Katrín svarar Kára þremur dögum síðar og segir ríkisstjórnina munu taka til skoðunar, sem og frekari úrvinnslu, tillögu hans um sérstaka faraldsfræðistofnun. Ákveðið hafi verið að ráða verkefnastjóra undir yfirstjórn sóttvarnalæknis, sem skila muni tillögum til ríkisstjórnarinnar eins fljótt og auðið er. Kári tekur í grein sinni fálega í svar Katrínar og segir ljóst að henni þyki vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ „Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur, framlagi okkar og því verkefni sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Grein Kára má nálgast í heild hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Sjá meira