Hiti á landinu í dag verður á bilinu 10 til 20 stig. Hlýjast verður á Suðausturlandi. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Vestanlands verður súld eða dálítil rigning, en annars skýjað og stöku skúrir um landið norðaustanvert síðdegis.
Hér má sjá veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofunni:
Á mánudag: Hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar lítilsháttar rigning eða skúrir. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig.
Á þriðjudag: Suðaustlæg átt 3-8 m/s. Víða lítilsháttar rigning, en úrkomuminna A-lands. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag: Fremur hæg suðlæg átt og rigning. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast V-lands.
Á fimmtudag: NA-læg eða breytileg átt og rigning. Hiti breytist lítið.
Á föstudag: Útlit fyrir áframhaldandi NA-læga átt og dálitla rigningu í flestum landshlutum.