Segjast hafa breytt orðalagi að beiðni FFÍ fyrir undirritun Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 15. júlí 2020 14:32 Úlfar Steindórsson stjórnarformaður Icelandair og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður. Það sé því ekki rétt að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu, líkt og fram kom í tilkynningu sem stjórn og samninganefnd FFÍ sendi félagsmönnum sínum eftir að skrifað var undir samninginn í lok júní. Vísir greindi frá því í dag að stjórn og samninganefnd FFÍ hefði sent félagsmönnum sínum tilkynningu þar sem gengist var við mistökum við undirritun kjarasamningsins. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum, annars vegar ákvæði um aukafrídag flugfreyja 60 ára og eldri og hins vegar svokallaða sex daga reglu. Einnig sagði í tilkynningunni að samninganefnd Icelandair hefði ekki verið reiðubúin að gera þær breytingar á orðalagi sem FFÍ teldi nauðsynlegar. Þá hefðu það jafnframt verið mikil vonbrigði að Icelandair hafi hafnað beiðni um leiðréttingu. Í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu um tilkynningu FFÍ er því hafnað að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu. Umræddar breytingar á orðalagi hafi jafnframt ekki haft áhrif á merkingu ákvæðanna en „sýna glögglega að þessi atriði voru vel ígrunduð af hálfu Flugfreyjufélagsins áður en gengið var til undirritunar,“ segir í svari Icelandair. Icelandair segir fyrra ákvæðið, sem varðar minni vinnuskyldu þeirra flugfreyja sem náð hafa ákveðnum aldri og starfsreynslu, hafa verið hluta af þeim tilboðum sem samninganefnd Icelandair lagði fram á síðustu vikum samningalotunnar. „Ákvæðið var skýrt orðað og engin ástæða til að ætla að það hafi verið misskilið,“ segir Icelandair. Í aðdraganda undirskriftar samningsins þann 25. júní hafi komið fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins. Samninganefnd Icelandair hafi orðið við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu á orðalagi og skrifað hafi verið undir samninginn með því orðalagi. Hitt ákvæði samningsins sem fjallað er um í fréttinni varðar fjölda samfelldra vinnu- og hvíldardaga. Icelandair segir samninganefnd sína hafa lagt mikla áherslu á að ákvæði um vinnu- og hvíldartíma flugfreyja yrði samræmt samsvarandi ákvæðum í samningi flugmanna félagsins, „enda torveldar það mjög skipulagningu flugs að þessar reglur skuli ekki vera samhljóma,“ segir Icelandair. Þetta, líkt og fyrra ákvæðið, hafi verið kynnt félagsmönnum FFÍ í framhaldi af tilboði Icelandair sem lagt var fram 10. maí síðastliðinn. „Eins og með fyrra ákvæðið sem fjallað var um í fréttinni kom fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins fyrir undirritun. Samninganefnd Icelandair varð við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu og var skrifað undir samninginn með því orðalagi sem Flugfreyjufélagið hafði óskað eftir,“ segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Icelandair segist hafa orðið við beiðni Flugfreyjufélags Íslands um breytingu á orðalagi áður en kjarasamningur milli félaganna var undirritaður. Það sé því ekki rétt að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu, líkt og fram kom í tilkynningu sem stjórn og samninganefnd FFÍ sendi félagsmönnum sínum eftir að skrifað var undir samninginn í lok júní. Vísir greindi frá því í dag að stjórn og samninganefnd FFÍ hefði sent félagsmönnum sínum tilkynningu þar sem gengist var við mistökum við undirritun kjarasamningsins. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum, annars vegar ákvæði um aukafrídag flugfreyja 60 ára og eldri og hins vegar svokallaða sex daga reglu. Einnig sagði í tilkynningunni að samninganefnd Icelandair hefði ekki verið reiðubúin að gera þær breytingar á orðalagi sem FFÍ teldi nauðsynlegar. Þá hefðu það jafnframt verið mikil vonbrigði að Icelandair hafi hafnað beiðni um leiðréttingu. Í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu um tilkynningu FFÍ er því hafnað að Icelandair hafi neitað að verða við beiðni um leiðréttingu. Umræddar breytingar á orðalagi hafi jafnframt ekki haft áhrif á merkingu ákvæðanna en „sýna glögglega að þessi atriði voru vel ígrunduð af hálfu Flugfreyjufélagsins áður en gengið var til undirritunar,“ segir í svari Icelandair. Icelandair segir fyrra ákvæðið, sem varðar minni vinnuskyldu þeirra flugfreyja sem náð hafa ákveðnum aldri og starfsreynslu, hafa verið hluta af þeim tilboðum sem samninganefnd Icelandair lagði fram á síðustu vikum samningalotunnar. „Ákvæðið var skýrt orðað og engin ástæða til að ætla að það hafi verið misskilið,“ segir Icelandair. Í aðdraganda undirskriftar samningsins þann 25. júní hafi komið fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins. Samninganefnd Icelandair hafi orðið við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu á orðalagi og skrifað hafi verið undir samninginn með því orðalagi. Hitt ákvæði samningsins sem fjallað er um í fréttinni varðar fjölda samfelldra vinnu- og hvíldardaga. Icelandair segir samninganefnd sína hafa lagt mikla áherslu á að ákvæði um vinnu- og hvíldartíma flugfreyja yrði samræmt samsvarandi ákvæðum í samningi flugmanna félagsins, „enda torveldar það mjög skipulagningu flugs að þessar reglur skuli ekki vera samhljóma,“ segir Icelandair. Þetta, líkt og fyrra ákvæðið, hafi verið kynnt félagsmönnum FFÍ í framhaldi af tilboði Icelandair sem lagt var fram 10. maí síðastliðinn. „Eins og með fyrra ákvæðið sem fjallað var um í fréttinni kom fram athugasemd frá samninganefnd Flugfreyjufélagsins um endanlegt orðalag ákvæðisins fyrir undirritun. Samninganefnd Icelandair varð við beiðni Flugfreyjufélagsins um þessa breytingu og var skrifað undir samninginn með því orðalagi sem Flugfreyjufélagið hafði óskað eftir,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01 Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Fundi FFÍ og Icelandair lokið án samnings Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á sjötta tímanum í dag án samnings. 14. júlí 2020 18:01
Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. 10. júlí 2020 19:20
Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun