Bók um „hættulegasta mann heims“ rauk út á fyrsta degi Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 07:55 Bókin fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og dregur upp dökka mynd af honum og uppeldi hans. Vísir/Getty Bók Mary Trump seldist í næstum milljón eintökum og situr í efsta sæti metsölulista Amazon eftir fyrsta dag í sölu. Sló hún met hjá útgefanda en alls 950 þúsund eintök seldust á fyrsta degi. Bókin fjallar um æsku Trump, uppeldi hans og hvernig fjölskylda hans hafði áhrif á þann mann sem hann er í dag. Bókin ber titilinn „Too Much and Never Enough: How My Family Created the World‘s Most Dangerous Man“, sem mætti þýða sem „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann heims“. Í bókinni fer Mary yfir samband Trump við föður sinn Fred Trump, sem jafnframt er afi Mary en hún er dóttir Freds Trump yngri. Segir hún afa sinn vera siðblindan eineltissegg sem kramdi alla góðmennsku og samkennd úr þeim sem umgengust hann, en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Þá dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta í bókinni og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi bókarinnar eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Mary hefur farið í þónokkur viðtöl vegna útgáfu bókarinnar eftir dómsúrskurðinn. Í viðtali við Washington Post sagði hún ekkert vafamál að forsetinn væri rasisti. Það væri skýr afleiðing uppeldisins, en í fjölskyldunni hefði það viðgengist að viðhafa fordóma í garð gyðinga og nota niðrandi orð um svart fólk. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Bók Mary Trump seldist í næstum milljón eintökum og situr í efsta sæti metsölulista Amazon eftir fyrsta dag í sölu. Sló hún met hjá útgefanda en alls 950 þúsund eintök seldust á fyrsta degi. Bókin fjallar um æsku Trump, uppeldi hans og hvernig fjölskylda hans hafði áhrif á þann mann sem hann er í dag. Bókin ber titilinn „Too Much and Never Enough: How My Family Created the World‘s Most Dangerous Man“, sem mætti þýða sem „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann heims“. Í bókinni fer Mary yfir samband Trump við föður sinn Fred Trump, sem jafnframt er afi Mary en hún er dóttir Freds Trump yngri. Segir hún afa sinn vera siðblindan eineltissegg sem kramdi alla góðmennsku og samkennd úr þeim sem umgengust hann, en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Þá dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta í bókinni og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi bókarinnar eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Mary hefur farið í þónokkur viðtöl vegna útgáfu bókarinnar eftir dómsúrskurðinn. Í viðtali við Washington Post sagði hún ekkert vafamál að forsetinn væri rasisti. Það væri skýr afleiðing uppeldisins, en í fjölskyldunni hefði það viðgengist að viðhafa fordóma í garð gyðinga og nota niðrandi orð um svart fólk.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52