Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 11:41 Halla Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri ASÍ. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir félagið aldrei hafa viljað semja við Flugfreyjufélag Íslands heldur hafi markmiðið alltaf verið að „brjóta stéttarfélag flugfreyja á bak aftur“ til þess að ganga í augun á fjárfestum. „Það sem er hræðilegast við aðgerðir Icelandair er að þær voru þaulskipulagðar,“ skrifar Halla um málið. Hún segir það oft gleymast í umræðunni að þjóðin sé stærsti bakhjarl félagsins í gegnum lífeyrissjóði og ofan á það bætist ríkisstuðningur. Hún segir upplýsingar frá Icelandair benda til þess að launakostnaður flugfreyja sé um sjö prósent af rekstrarkostnaði. Það hafi því verið pólitísk ákvörðun að slíta viðræðunum sem snúist minna um kostnað. „Það er því pólitísk, ekki peningaleg, ákvörðun að ráðast gegn þeim af slíku offorsi. Niðurbrotstilraunum verður svarað af fullri hörku,“ skrifar Halla og bætir við að réttindi launafólks séu grunnur að allri almennri velferð á Íslandi. Munu beina því til lífeyrissjóða að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði ákvörðun Icelandair að slíta viðræðunum vera ótrúlega ósvífni og vanvirðingu gagnvart starfsfólki. Í samtali við fréttastofu í gær sagðist hún ekki vita dæmi þess að slíkt hefði komið upp á íslenskum vinnumarkaði. „Ég veit ekki fordæmi þess að félag ætli að fara svona gegn eigin starfsfólki og í rauninni að þrýsta niður launum einhliða,“ sagði Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún sagði ASÍ gera þá kröfu að hvorki lífeyrissjóðir né stjórnvöld taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Það væri ábyrgð þeirra að styðja ekki við fyrirtæki sem færu svo „freklega gegn starfsfólki og vinnumarkaðnum“. „Ég get ekki séð annað en að félagið sé þarna að fara mjög illa að ráði sínu ef að þeir ætla að njóta trausts og trúnaðar fólks til þess að fara í hlutafjárútboð.“ Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. Hún segir félagið aldrei hafa viljað semja við Flugfreyjufélag Íslands heldur hafi markmiðið alltaf verið að „brjóta stéttarfélag flugfreyja á bak aftur“ til þess að ganga í augun á fjárfestum. „Það sem er hræðilegast við aðgerðir Icelandair er að þær voru þaulskipulagðar,“ skrifar Halla um málið. Hún segir það oft gleymast í umræðunni að þjóðin sé stærsti bakhjarl félagsins í gegnum lífeyrissjóði og ofan á það bætist ríkisstuðningur. Hún segir upplýsingar frá Icelandair benda til þess að launakostnaður flugfreyja sé um sjö prósent af rekstrarkostnaði. Það hafi því verið pólitísk ákvörðun að slíta viðræðunum sem snúist minna um kostnað. „Það er því pólitísk, ekki peningaleg, ákvörðun að ráðast gegn þeim af slíku offorsi. Niðurbrotstilraunum verður svarað af fullri hörku,“ skrifar Halla og bætir við að réttindi launafólks séu grunnur að allri almennri velferð á Íslandi. Munu beina því til lífeyrissjóða að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði ákvörðun Icelandair að slíta viðræðunum vera ótrúlega ósvífni og vanvirðingu gagnvart starfsfólki. Í samtali við fréttastofu í gær sagðist hún ekki vita dæmi þess að slíkt hefði komið upp á íslenskum vinnumarkaði. „Ég veit ekki fordæmi þess að félag ætli að fara svona gegn eigin starfsfólki og í rauninni að þrýsta niður launum einhliða,“ sagði Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún sagði ASÍ gera þá kröfu að hvorki lífeyrissjóðir né stjórnvöld taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Það væri ábyrgð þeirra að styðja ekki við fyrirtæki sem færu svo „freklega gegn starfsfólki og vinnumarkaðnum“. „Ég get ekki séð annað en að félagið sé þarna að fara mjög illa að ráði sínu ef að þeir ætla að njóta trausts og trúnaðar fólks til þess að fara í hlutafjárútboð.“
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45