Fullyrðingar verkalýðsleiðtoga um undirboð „algjör þvæla“ Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 12:02 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hann segir rangt að félagið sé að lækka laun í nýjum samningum, það muni standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks en farið sé fram á meira vinnuframlag. „Það er ekki verið að lækka laun. Það er verið að standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks gegn meiri vinnu. Félagið er áfram að bjóða bestu kjör sem þekkjast í kringum okkur,“ sagði Bogi. Hann segir slíkar hagræðingaraðgerðir vera nauðsynlegar fyrir fyrirtækið. Það sé engin leið fyrir íslenskt flugfélag að vera í verðsamkeppni við félög sem hafa mun lægri rekstrarkostnað og á alþjóðlegum mælikvarða verði Icelandair alltaf lítið í heildarsamhenginu. Stór hluti rekstrarkostnaðar sé kostnaður sem félagið hefur ekki stjórn á og því þurfti að semja skynsamlega um þann kostnað sem félagið getur haft eitthvað um að segja. Það hafi þó aldrei komið til greina að færa störf annað. „Okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú hefur verið að vinna á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Bogi og bætti við að það hefði ekki einu sinni komið til tals. Fjármálaeftirlitið hljóti að skoða ummæli verkalýðshreyfingarinnar Eftir að tilkynnt var um einhliða viðræðuslit Icelandair á föstudag stigu margir verkalýðsleiðtogar fram og gagnrýndu framkomu fyrirtækisins. Var félagið gagnrýnt fyrir að ætla að ganga freklega fram í viðræðunum og skerða kjör flugfreyja um of. Bogi hafnar þeim málflutningi. „Við höfum heyrt verkalýðsleiðtoga tala um allskonar hluti sem varla eru svaraverðir. Ágætis hugmyndir en hafa ekki komið á borðið hjá ykkur, til dæmis erlendar áhafnaleigur,“ sagði Bogi í viðtalinu, greinilega ósáttur við framgöngu margra í fjölmiðlum undanfarna daga. „Þessar fullyrðingar verkalýðsleiðtoga undanfarna daga eru varla svaraverðar, að við séum í félagslegum undirboðum og erlendar starfsmannaleigur, þetta er náttúrulega bara algjör þvæla.“ Hann sagði það vera með „algjörum ólíkindum“ að hlusta á ummæli margra. Það stæði ekki steinn yfir steini í málflutningi verkalýðsforystunnar og hann gerði ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið myndi skoða meinta „skuggastjórnun“ varðandi óháða stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Vísaði hann þar til ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þar sem hann sagðist ætla að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir myndu beita sér fyrir því að sjóðurinn myndi sniðganga frekari fjárfestingar í félaginu. „Það eru bara ákveðin sárindi innan míns félags. Við erum með tæplega þúsund félagsmenn í VR sem dæmi. Ef við erum að reyna að bjarga félaginu þá er formaður VR að reyna að fella félagið. Þannig líta félagsmenn á þetta sem eru að starfa hjá okkar félagi.“ Kjaramál Icelandair Sprengisandur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hann segir rangt að félagið sé að lækka laun í nýjum samningum, það muni standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks en farið sé fram á meira vinnuframlag. „Það er ekki verið að lækka laun. Það er verið að standa vörð um ráðstöfunartekjur fólks gegn meiri vinnu. Félagið er áfram að bjóða bestu kjör sem þekkjast í kringum okkur,“ sagði Bogi. Hann segir slíkar hagræðingaraðgerðir vera nauðsynlegar fyrir fyrirtækið. Það sé engin leið fyrir íslenskt flugfélag að vera í verðsamkeppni við félög sem hafa mun lægri rekstrarkostnað og á alþjóðlegum mælikvarða verði Icelandair alltaf lítið í heildarsamhenginu. Stór hluti rekstrarkostnaðar sé kostnaður sem félagið hefur ekki stjórn á og því þurfti að semja skynsamlega um þann kostnað sem félagið getur haft eitthvað um að segja. Það hafi þó aldrei komið til greina að færa störf annað. „Okkar markmið númer eitt, tvö og þrjú hefur verið að vinna á íslenskum vinnumarkaði,“ sagði Bogi og bætti við að það hefði ekki einu sinni komið til tals. Fjármálaeftirlitið hljóti að skoða ummæli verkalýðshreyfingarinnar Eftir að tilkynnt var um einhliða viðræðuslit Icelandair á föstudag stigu margir verkalýðsleiðtogar fram og gagnrýndu framkomu fyrirtækisins. Var félagið gagnrýnt fyrir að ætla að ganga freklega fram í viðræðunum og skerða kjör flugfreyja um of. Bogi hafnar þeim málflutningi. „Við höfum heyrt verkalýðsleiðtoga tala um allskonar hluti sem varla eru svaraverðir. Ágætis hugmyndir en hafa ekki komið á borðið hjá ykkur, til dæmis erlendar áhafnaleigur,“ sagði Bogi í viðtalinu, greinilega ósáttur við framgöngu margra í fjölmiðlum undanfarna daga. „Þessar fullyrðingar verkalýðsleiðtoga undanfarna daga eru varla svaraverðar, að við séum í félagslegum undirboðum og erlendar starfsmannaleigur, þetta er náttúrulega bara algjör þvæla.“ Hann sagði það vera með „algjörum ólíkindum“ að hlusta á ummæli margra. Það stæði ekki steinn yfir steini í málflutningi verkalýðsforystunnar og hann gerði ráð fyrir því að Fjármálaeftirlitið myndi skoða meinta „skuggastjórnun“ varðandi óháða stjórnarmenn í lífeyrissjóðum. Vísaði hann þar til ummæla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þar sem hann sagðist ætla að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir myndu beita sér fyrir því að sjóðurinn myndi sniðganga frekari fjárfestingar í félaginu. „Það eru bara ákveðin sárindi innan míns félags. Við erum með tæplega þúsund félagsmenn í VR sem dæmi. Ef við erum að reyna að bjarga félaginu þá er formaður VR að reyna að fella félagið. Þannig líta félagsmenn á þetta sem eru að starfa hjá okkar félagi.“
Kjaramál Icelandair Sprengisandur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45