Erlent

Ákæra gefin út í 35 ára gömlu óupplýstu morðmáli

Andri Eysteinsson skrifar
Earl Wilson hefur verið handtekinn grunaður um morðið á Paul Aikman í september 1985.
Earl Wilson hefur verið handtekinn grunaður um morðið á Paul Aikman í september 1985. Oklahoma Department of Corrections

Sígarettustubbar og fingraför sem fundust á vettvangi morðsins á Paul Aikman árið 1985 hafa orðið til þess að hinn 55 ára gamli Earl Wilson hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa stungið Aikman til bana.

Aikman var myrtur í september 1985 á áningarstað milli tveggja stærstu borgar ríkisins Oklahoma, Oklahomaborg og Tulsa. Sönnunargögnin sem um ræðir voru rannsökuð og borin saman við DNA gagnagrunn sem skilaði engri niðurstöðu og hefur málið því verið óupplýst.

Nú hafa gögnin verið rannsökuð að nýju og skiluðu þær rannsóknir árangri. Aftur var DNA af sígarettustubbnum borið saman við gagnagrunn sem nú skilaði samsvörun að lokum passaði fingrafar sem fundið var á vettvangi við fingraför Wilson þegar hann var handtekinn.

„Þó að mál séu óupplýst í þrjátíu og fimm ár þýðir það ekki að enginn eigi að bera ábyrgð,“ sagði ríkissaksóknari Oklahoma Mike Hunter.

„Í 35 ár hefur fjölskylda Paul Aikman þjáðst þar sem þau hafa ekki vitað hver ber ábyrgð á morðinu á Aikman. 35 ár eru liðin en við höfum ekki gleymt Paul. Þökk sé vísindunum og lögreglumönnum höfum við borið kennsl á morðingja Paul Aikman,“ sagði Ricky Adams stjórnandi hjá ríkissaksóknaraembætti Oklahoma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×