Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 09:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í setti Víglínunnar. Vísir/arnar Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. EBIT Icelandair, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, hafi þannig verið neikvæð um 100 til 110 milljónir bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Icelandair sendi bráðabirgðaútreikningana til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kringum 21 milljarð króna. Í orðsendingu Icelandair til Kauphallarinnar segir að félagið hafi mátt þola töluverðar búsifjar af völdum kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana með minnkandi eftirspurn. Icelandair hafi hins vegar gripið til aðgerða strax við upphaf farsóttarinnar til að takmarka útgjöld félagsins „og fylgist áfram grannt með stöðunni.“ Icelandair hyggst senda frá sér lokauppgjör annars fjórðungs þann 27. júlí næstkomandi. Samningaviðræður þokast áfram Jafnframt er drepið á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair, sem félagið segist stefna að í ágúst. Eins og greint var frá í gær stefnir Icelandair á að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samningar við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokist áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. EBIT Icelandair, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, hafi þannig verið neikvæð um 100 til 110 milljónir bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Icelandair sendi bráðabirgðaútreikningana til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kringum 21 milljarð króna. Í orðsendingu Icelandair til Kauphallarinnar segir að félagið hafi mátt þola töluverðar búsifjar af völdum kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana með minnkandi eftirspurn. Icelandair hafi hins vegar gripið til aðgerða strax við upphaf farsóttarinnar til að takmarka útgjöld félagsins „og fylgist áfram grannt með stöðunni.“ Icelandair hyggst senda frá sér lokauppgjör annars fjórðungs þann 27. júlí næstkomandi. Samningaviðræður þokast áfram Jafnframt er drepið á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair, sem félagið segist stefna að í ágúst. Eins og greint var frá í gær stefnir Icelandair á að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samningar við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokist áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira