Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 10:23 Flugmóðurskipin USS Ronald Reagan og USS Nimitz á siglingu í Suður-Kínahafi fyrr í mánuðinum. Sjóher Bandaríkjanna/Samantha Jetzer Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. Þar að auki saka Ástralar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Yfirlýsingin mun án efa leiða til frekari vandræða í samskiptum ríkjanna, sem hafa farið versnandi að undanförnu. Þá er yfirlýsingin í samræmi við stöðu Bandaríkjanna, sem ítrekuð var fyrr í mánuðinum. Ríkisstjórn Donald Trump hefur sömuleiðis hafnað tilkalli Kína. Sjá einnig: Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Yfirvöld Kína hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja lögsögu sína ná upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Þar að auki eru rík fiskimið þar og aðrar náttúruauðlindir eins og jarðgas og jafnvel olía. Tilkallið byggir á korti frá 1947. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkall Kína til hafsvæðisins sem um ræðir væri ólöglegt. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um mikla hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Vopnum hefur verið komið þar fyrir og hafa eyjur verið byggðar upp fyrir flotastöðvar og herflugvelli. Í yfirlýsingu Ástrala hafna þeir einnig ummælum yfirvalda Kína um að tilkall ríkisins til Paracel og Spratly eyjanna njóti alþjóðlegs stuðnings. Engin ummerki séu um það og er sérstaklega vísað í mótmæli Víetnam og Filippseyja gegn tilkallinu. Ástralar hvetja Kínverja og aðra sem að deilunum koma að leysa þeir með friðsömum hætti og í samræmi við alþjóðalög. Samkvæmt frétt Guardian eru Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, og Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, varnarmálaráðherra, á leið til Bandaríkjanna þar sem þær munu funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mark Esper, varnarmálaráðherra. The #AUSMIN2020 consulatations come at a critical time. Looking forward to meeting with @SecPompeo @EsperDoD & @lindareynoldswa for talks on working together to maintain #IndoPacific security & prosperity. https://t.co/Xlr9KHvhj0— Marise Payne (@MarisePayne) July 24, 2020 Bandaríkin hafa reglulega siglt herskipum um svæðið með því markmiði að tryggja frjálsar siglingar um það en því hafa Kínverjar tekið illa. Yfirvöld Kína hafa lagt til að Bandaríkin hætti því og segja siglingarnar ógna friði á svæðinu. Því hefur jafnvel verið hótað að bandarískum herskipum verði grandað. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum, með auknum umsvifum Kínverja í Kyrrahafinu og víðar. Kínverjar hafa varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og hafa fjárveitingar til hersins verið auknar til muna á undanförnum árum. Nútímavæðingin hefur gengið hratt fyrir sig og verið tiltölulega ódýr en það segja hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vera vegna þess að Kínverjar hafi getað vegna kaupa þeirra og þjófnaðar á tækni frá öðrum ríkjum. Þannig hafi Kínverjum jafnvel tekist að taka fram úr Bandaríkjunum á einhverjum sviðum. Suður-Kínahaf Ástralía Kína Bandaríkin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. Þar að auki saka Ástralar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Yfirlýsingin mun án efa leiða til frekari vandræða í samskiptum ríkjanna, sem hafa farið versnandi að undanförnu. Þá er yfirlýsingin í samræmi við stöðu Bandaríkjanna, sem ítrekuð var fyrr í mánuðinum. Ríkisstjórn Donald Trump hefur sömuleiðis hafnað tilkalli Kína. Sjá einnig: Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Yfirvöld Kína hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja lögsögu sína ná upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Þar að auki eru rík fiskimið þar og aðrar náttúruauðlindir eins og jarðgas og jafnvel olía. Tilkallið byggir á korti frá 1947. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkall Kína til hafsvæðisins sem um ræðir væri ólöglegt. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um mikla hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Vopnum hefur verið komið þar fyrir og hafa eyjur verið byggðar upp fyrir flotastöðvar og herflugvelli. Í yfirlýsingu Ástrala hafna þeir einnig ummælum yfirvalda Kína um að tilkall ríkisins til Paracel og Spratly eyjanna njóti alþjóðlegs stuðnings. Engin ummerki séu um það og er sérstaklega vísað í mótmæli Víetnam og Filippseyja gegn tilkallinu. Ástralar hvetja Kínverja og aðra sem að deilunum koma að leysa þeir með friðsömum hætti og í samræmi við alþjóðalög. Samkvæmt frétt Guardian eru Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, og Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, varnarmálaráðherra, á leið til Bandaríkjanna þar sem þær munu funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mark Esper, varnarmálaráðherra. The #AUSMIN2020 consulatations come at a critical time. Looking forward to meeting with @SecPompeo @EsperDoD & @lindareynoldswa for talks on working together to maintain #IndoPacific security & prosperity. https://t.co/Xlr9KHvhj0— Marise Payne (@MarisePayne) July 24, 2020 Bandaríkin hafa reglulega siglt herskipum um svæðið með því markmiði að tryggja frjálsar siglingar um það en því hafa Kínverjar tekið illa. Yfirvöld Kína hafa lagt til að Bandaríkin hætti því og segja siglingarnar ógna friði á svæðinu. Því hefur jafnvel verið hótað að bandarískum herskipum verði grandað. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum, með auknum umsvifum Kínverja í Kyrrahafinu og víðar. Kínverjar hafa varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og hafa fjárveitingar til hersins verið auknar til muna á undanförnum árum. Nútímavæðingin hefur gengið hratt fyrir sig og verið tiltölulega ódýr en það segja hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vera vegna þess að Kínverjar hafi getað vegna kaupa þeirra og þjófnaðar á tækni frá öðrum ríkjum. Þannig hafi Kínverjum jafnvel tekist að taka fram úr Bandaríkjunum á einhverjum sviðum.
Suður-Kínahaf Ástralía Kína Bandaríkin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira