Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 11:11 Strandgestir njóta lífsins við Palma á Mallorca, einni Baleareyja. Spænsk stjórnvöld vilja undanþágu fyrir Balear- og Kanaríeyjar frá breskri sóttkví og benda á að tíðni smita þar sé lægri en á Bretlandi. AP/Joan Mateu Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. Ákvörðun Breta um að setja Spán aftur á lista yfir áhættusvæði tók gildi á sunnudag en aðeins var tilkynnt um hana með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Margir breskir ferðalangar þurfa því að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna sem þeir reiknuðu ekki með þegar þeir héldu að heiman, þar á meðal Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands, hefur aflýst öllum flugferðum til meginlands Spánar til 9. Ágúst en ætlar að halda áfram ferðum til Kanarí- og Baleareyja. Gripið hefur verið til nýrra sóttvarnaráðstafana á næturklúbbum, börum og ströndum á Spáni eftir að hópsýkingar komu upp á slíkum stöðum, sérstaklega í Katalóníu og Aragón-héraði. Áhyggjur eru af því að önnur bylgja faraldursins sé í uppsiglingu en Spánn er á meðal þeirra ríkja sem hafa farið einna verst út úr honum til þessa með fleiri en 28.000 dauðsföll. Bretar um fjórðungur ferðamanna til Spánar Ríkisstjórn Spánar fullyrðir engu að síður að hún hafi stjórn á faraldrinum og vilja að ákveðin svæði verði undanþegin sóttkví á Bretland, þar á meðal Kanaríeyjar og Baleareyjar sem eru enn háðari ferðamennsku en önnur svæði Spánar. Mikið er í húfi fyrir ferðamannaiðnaðinn og spænskan efnahag enda komu um átján milljónir breskra ferðamanna til Spánar í fyrra, um fjórðungur allra ferðamanna þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamannaiðnaðurinn leggur til um 11% af vergri landsframleiðslu Spánar. Helen Whately, aðstoðarheilbrigðisráðherra Bretlands, segir þó ekki standa til að taka áhættu á að smituðum fjölgi aftur eftir þær fórnir sem almenningur hefur fært undanfarna mánuði. Í Katalóníu hafa yfirvöld skipað um fjórum milljónum manna að halda sig heima, þar á meðal í Barcelona. Quim Torra, forseti héraðsstjórnarinnar, sagði í dag að mögulega yrði gripið til enn harðari aðgerða fækki nýjum smitum ekki næstu tíu dagana. Norsk stjórnvöld hafa skipað fyrir um tíu daga sóttkví fyrir ferðalanga sem koma frá Íberíuskaga. Í Frakklandi og Belgíu hvetja yfirvöld ferðamenn til þess að hætta við sumarleyfi í Barcelona og ströndunum í kringum borgina. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. Ákvörðun Breta um að setja Spán aftur á lista yfir áhættusvæði tók gildi á sunnudag en aðeins var tilkynnt um hana með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Margir breskir ferðalangar þurfa því að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna sem þeir reiknuðu ekki með þegar þeir héldu að heiman, þar á meðal Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands, hefur aflýst öllum flugferðum til meginlands Spánar til 9. Ágúst en ætlar að halda áfram ferðum til Kanarí- og Baleareyja. Gripið hefur verið til nýrra sóttvarnaráðstafana á næturklúbbum, börum og ströndum á Spáni eftir að hópsýkingar komu upp á slíkum stöðum, sérstaklega í Katalóníu og Aragón-héraði. Áhyggjur eru af því að önnur bylgja faraldursins sé í uppsiglingu en Spánn er á meðal þeirra ríkja sem hafa farið einna verst út úr honum til þessa með fleiri en 28.000 dauðsföll. Bretar um fjórðungur ferðamanna til Spánar Ríkisstjórn Spánar fullyrðir engu að síður að hún hafi stjórn á faraldrinum og vilja að ákveðin svæði verði undanþegin sóttkví á Bretland, þar á meðal Kanaríeyjar og Baleareyjar sem eru enn háðari ferðamennsku en önnur svæði Spánar. Mikið er í húfi fyrir ferðamannaiðnaðinn og spænskan efnahag enda komu um átján milljónir breskra ferðamanna til Spánar í fyrra, um fjórðungur allra ferðamanna þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamannaiðnaðurinn leggur til um 11% af vergri landsframleiðslu Spánar. Helen Whately, aðstoðarheilbrigðisráðherra Bretlands, segir þó ekki standa til að taka áhættu á að smituðum fjölgi aftur eftir þær fórnir sem almenningur hefur fært undanfarna mánuði. Í Katalóníu hafa yfirvöld skipað um fjórum milljónum manna að halda sig heima, þar á meðal í Barcelona. Quim Torra, forseti héraðsstjórnarinnar, sagði í dag að mögulega yrði gripið til enn harðari aðgerða fækki nýjum smitum ekki næstu tíu dagana. Norsk stjórnvöld hafa skipað fyrir um tíu daga sóttkví fyrir ferðalanga sem koma frá Íberíuskaga. Í Frakklandi og Belgíu hvetja yfirvöld ferðamenn til þess að hætta við sumarleyfi í Barcelona og ströndunum í kringum borgina.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira