FRÍ frestar mótum og varar við frekari röskun Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 15:15 Hilmar Örn Jónsson setti mótsmet á Meistaramóti Íslands á Akureyri um síðustu helgi. Óvissa ríkir um frekara mótahald í sumar. mynd/frí Frjálsíþróttasamband Íslands hefur frestað mótum vegna tilmæla um að íþróttaviðburðum verði frestað til 10. ágúst hið minnsta. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundi í dag að biðlað væri til íþróttahreyfingarinnar að fresta öllum íþróttaviðburðum til 10. ágúst. FRÍ hugðist halda Meistaramót Íslands í fjölþraut, sem og MÍ öldunga, um þarnæstu helgi en þeim mótum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá FRÍ er vakin athygli á því að um verulega röskun geti orðið að ræða á öllu mótahaldi það sem eftir sé ársins 2020. Iðkendur og aðildarfélög geti ekki gengið að því vísu að mótahald gangi eftir. Enn er á dagskrá að bikarkeppni FRÍ, fyrir fullorðna sem og fyrir 15 ára og yngri, fari fram 15. ágúst. Mótin eiga að fara fram á Selfossvelli. Tilkynning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands: Frjálsíþróttasamband Íslands vill í ljósi þeirra tilkynninga sem borist hafa frá stjórnvöldum, nú í lok júlí, um almanna- og sóttvarnir svo og samkomutakmarkanir s.s. 2 metra regluna vekja athygli á að um verulega röskun getur orðið að ræða er varðar mótahald í frjálsum íþróttum það sem eftir er ársins 2020. Endurskoðuð mótaskrá 2020 er því enn og aftur frekar til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið gangi eftir s.s. stórmót í ágúst. Taka verður stöðuna á degi hverjum í ljósi aðstæðna og heimilda. Á sama hátt verður frjálsíþróttahreyfingin að búa sig undir að ársþingi FRÍ sem halda á í Hafnarfirði 11. og 12. september verði frestað fyrirvaralaust. FRÍ vill einnig hvetja alla til að fara eftir og virða þær reglur sem settar hafa verið m.a. um gildandi samkomuhindranir og huga að því að virða þær leiðbeiningar sem settar eru fram um mótahald og æfingar íþróttafélaga. FRÍ vill jafnframt minna á mikilvægi þess að aðildarfélögin sinni stjórnsýslu sinni t.d. rafrænt og haldi áfram ótrauð þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf raskist. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er. Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur frestað mótum vegna tilmæla um að íþróttaviðburðum verði frestað til 10. ágúst hið minnsta. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundi í dag að biðlað væri til íþróttahreyfingarinnar að fresta öllum íþróttaviðburðum til 10. ágúst. FRÍ hugðist halda Meistaramót Íslands í fjölþraut, sem og MÍ öldunga, um þarnæstu helgi en þeim mótum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá FRÍ er vakin athygli á því að um verulega röskun geti orðið að ræða á öllu mótahaldi það sem eftir sé ársins 2020. Iðkendur og aðildarfélög geti ekki gengið að því vísu að mótahald gangi eftir. Enn er á dagskrá að bikarkeppni FRÍ, fyrir fullorðna sem og fyrir 15 ára og yngri, fari fram 15. ágúst. Mótin eiga að fara fram á Selfossvelli. Tilkynning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands: Frjálsíþróttasamband Íslands vill í ljósi þeirra tilkynninga sem borist hafa frá stjórnvöldum, nú í lok júlí, um almanna- og sóttvarnir svo og samkomutakmarkanir s.s. 2 metra regluna vekja athygli á að um verulega röskun getur orðið að ræða er varðar mótahald í frjálsum íþróttum það sem eftir er ársins 2020. Endurskoðuð mótaskrá 2020 er því enn og aftur frekar til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið gangi eftir s.s. stórmót í ágúst. Taka verður stöðuna á degi hverjum í ljósi aðstæðna og heimilda. Á sama hátt verður frjálsíþróttahreyfingin að búa sig undir að ársþingi FRÍ sem halda á í Hafnarfirði 11. og 12. september verði frestað fyrirvaralaust. FRÍ vill einnig hvetja alla til að fara eftir og virða þær reglur sem settar hafa verið m.a. um gildandi samkomuhindranir og huga að því að virða þær leiðbeiningar sem settar eru fram um mótahald og æfingar íþróttafélaga. FRÍ vill jafnframt minna á mikilvægi þess að aðildarfélögin sinni stjórnsýslu sinni t.d. rafrænt og haldi áfram ótrauð þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf raskist. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er.
Tilkynning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands: Frjálsíþróttasamband Íslands vill í ljósi þeirra tilkynninga sem borist hafa frá stjórnvöldum, nú í lok júlí, um almanna- og sóttvarnir svo og samkomutakmarkanir s.s. 2 metra regluna vekja athygli á að um verulega röskun getur orðið að ræða er varðar mótahald í frjálsum íþróttum það sem eftir er ársins 2020. Endurskoðuð mótaskrá 2020 er því enn og aftur frekar til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið gangi eftir s.s. stórmót í ágúst. Taka verður stöðuna á degi hverjum í ljósi aðstæðna og heimilda. Á sama hátt verður frjálsíþróttahreyfingin að búa sig undir að ársþingi FRÍ sem halda á í Hafnarfirði 11. og 12. september verði frestað fyrirvaralaust. FRÍ vill einnig hvetja alla til að fara eftir og virða þær reglur sem settar hafa verið m.a. um gildandi samkomuhindranir og huga að því að virða þær leiðbeiningar sem settar eru fram um mótahald og æfingar íþróttafélaga. FRÍ vill jafnframt minna á mikilvægi þess að aðildarfélögin sinni stjórnsýslu sinni t.d. rafrænt og haldi áfram ótrauð þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf raskist. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er.
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sjá meira
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59
Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07
Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn