„The Rock“ eignaðist XFL og hjálpaði fyrrum eiginkonu sinni að skrifa söguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 16:30 Dwayne Johnson ætlar sér að bjarga XFL-atvinnumannadeildinni og er með fyrrum eiginkonu sína með sér í liði. EPA/CARSTEN KOALL XFL-deildin var sett á laggirnar af Vince McMahon, stjórnarformanni WWE, en menn þar á bæ urðu að hætta leik í vor og lýsa yfir gjaldþroti vegna kórónuveirufaraldursins Dwayne „The Rock“ Johnson hefur nú keypt deildina af Vince McMahon ásamt viðskiptafélaga sínum og fyrrum eiginkonu sinni Dany Garcia en með þeim er einnig fjárfestingafélagið RedBird sem er í eigu Gerry Cardinale. Þessir þrír aðilar borguðu samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala fyrir XFL-deildina eða meira en tvo milljarða íslenskra króna. Samningar náðust skömmu áður en bjóða átti deildina upp. „Það er Hollywood endir á söluferlinu okkar og við tekur nýr spennandi kafli fyrir deildina. Dwayne, Dany og Gerry eru draumalið eiganda og XFL-deildin gæti ekki verið í betri höndum,“ sagði forsetinn og framkvæmdastjórinn Jeffrey Pollack. „The Rock“ hjálpaði þar með fyrrum eiginkonu sinni að skrifa söguna. Dany Garcia er er nefnilega fyrsta konan til að eignast atvinnumannadeild í Bandaríkjunum án þess að eiga einhvern hlut í deild sem eigandi félags. „Ákvörðun mín að fjárfesta í XFL-deildinni með viðskiptafélögum mínum, Dany Garcia og Gerry Cardinale, á rót sína í tveimur hlutum, ástríðu minni fyrir amerískum fótbolta og löngun minni til að hugsa vel um stuðningsmennina,“ var haft eftir Dwayne „The Rock“ Johnson. View this post on Instagram Boss moves @danygarciaco A post shared by espnW (@espnw) on Aug 3, 2020 at 6:57pm PDT 2020 tímabilið var það fyrsta í sögu XFL-deildarinnar en átta félög voru í deildinni eða Dallas Renegades, Houston Roughnecks, Los Angeles Wildcats, Seattle Dragons, DC Defenders, New York Guardians, St. Louis BattleHawks og Tampa Bay Vipers. Áhuginn var talsverður í fyrstu vikunni en áhorfið hafði síðan dregist saman þegar kórónuveirufaraldurinn helltist yfir heiminn og allt íþróttalíf heimsins sigldi í strand. NFL Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Fleiri fréttir Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Sjá meira
XFL-deildin var sett á laggirnar af Vince McMahon, stjórnarformanni WWE, en menn þar á bæ urðu að hætta leik í vor og lýsa yfir gjaldþroti vegna kórónuveirufaraldursins Dwayne „The Rock“ Johnson hefur nú keypt deildina af Vince McMahon ásamt viðskiptafélaga sínum og fyrrum eiginkonu sinni Dany Garcia en með þeim er einnig fjárfestingafélagið RedBird sem er í eigu Gerry Cardinale. Þessir þrír aðilar borguðu samtals fimmtán milljónir Bandaríkjadala fyrir XFL-deildina eða meira en tvo milljarða íslenskra króna. Samningar náðust skömmu áður en bjóða átti deildina upp. „Það er Hollywood endir á söluferlinu okkar og við tekur nýr spennandi kafli fyrir deildina. Dwayne, Dany og Gerry eru draumalið eiganda og XFL-deildin gæti ekki verið í betri höndum,“ sagði forsetinn og framkvæmdastjórinn Jeffrey Pollack. „The Rock“ hjálpaði þar með fyrrum eiginkonu sinni að skrifa söguna. Dany Garcia er er nefnilega fyrsta konan til að eignast atvinnumannadeild í Bandaríkjunum án þess að eiga einhvern hlut í deild sem eigandi félags. „Ákvörðun mín að fjárfesta í XFL-deildinni með viðskiptafélögum mínum, Dany Garcia og Gerry Cardinale, á rót sína í tveimur hlutum, ástríðu minni fyrir amerískum fótbolta og löngun minni til að hugsa vel um stuðningsmennina,“ var haft eftir Dwayne „The Rock“ Johnson. View this post on Instagram Boss moves @danygarciaco A post shared by espnW (@espnw) on Aug 3, 2020 at 6:57pm PDT 2020 tímabilið var það fyrsta í sögu XFL-deildarinnar en átta félög voru í deildinni eða Dallas Renegades, Houston Roughnecks, Los Angeles Wildcats, Seattle Dragons, DC Defenders, New York Guardians, St. Louis BattleHawks og Tampa Bay Vipers. Áhuginn var talsverður í fyrstu vikunni en áhorfið hafði síðan dregist saman þegar kórónuveirufaraldurinn helltist yfir heiminn og allt íþróttalíf heimsins sigldi í strand.
NFL Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Fleiri fréttir Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Í beinni: Breiðablik - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn