Hraðatakmarkanir ekki virtar á götum með nýlögðu malbiki Andri Eysteinsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. ágúst 2020 14:05 Slíka vegarkafla má meðal annars finna á Miklubraut. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að þangað hafi borist fjöldi ábendinga þess efnis að ökumenn virði ekki hraðalækkanir þar sem nýlega hefur verið malbikað. Fólki er í fersku minni þegar tvöfalt banaslys varð á nýlögðu malbiki á Kjalarnesi í lok júní. Eftir slysið gripu Vegagerðin og aðrir framkvæmdaaðilar til þess að lækka leyfðan hámarkshraða tímabundið á nýlögðu slitlagi. Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu segir ljóst að margir virði ekki þær takmarkanir. Það hefur verið haft samband við okkur og ég veit að það hefur verið haft samband við lögreglu hvað þetta varðar. Þetta er mjög áberandi og maður hefur sjálfur tekið eftir þessu. Það er undarlegt þegar ábyrgðin er sett í hendurnar á okkur ökumönnum sjálfum og að við skulum þá ekki virða það eftir allar þær réttmætu og háværu kröfur sem komu í kjölfar slyssins á Kjalarnesi um úrbætur þannig að þessi hætta væri ekki til staðar,“ segir Einar. „Það skal undirstrika þegar ég segi þetta að það er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið ógætilega ekið þegar þetta slys átti sér stað á Kjalarnesinu í sumar. Það er svolítið merkilegt að fólk skuli ekki líta sér nær og sýna ábyrgð þegar að vegahaldari og framkvæmdaaðilar fara fram á, og setja sem skilyrði að ekki skuli ekið hraðar en 50 km/klst.“ Hafið þið heyrt af óhöppum af þessum völdum? „Okkur hefur ekki borist enn þá að það hafi orðið eitthvað slys af þessum völdum. Það er kannski ekki að marka það því að í slysaskráningu Samgöngustofu fáum við skýrslur frá lögreglu og þær eru grandskoðaðar og það getur verið að eitthvað á undanförnum vikum hafi átt sér stað sem ekki er komið í gegnum þessa rannsókn eða athugun hjá okkur,“ segir Einar. Þið hvetjið fólk til þess að virða þessar takmarkanir? „Algjörlega. Líka að fólk hafi það í huga að lögregla er víða með eftirlit með hraða á ómerktum bílum. Ef ekið er á 80 km/klst hraða á svæði þar sem tímabundinn hámarkshraði er 50 km/klst telst það sem ofsahraði. Það eru mjög háar sektir og viðurlög við slíku,“ sagði Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis og fræðsludeild hjá Samgöngustofu Samgöngur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að þangað hafi borist fjöldi ábendinga þess efnis að ökumenn virði ekki hraðalækkanir þar sem nýlega hefur verið malbikað. Fólki er í fersku minni þegar tvöfalt banaslys varð á nýlögðu malbiki á Kjalarnesi í lok júní. Eftir slysið gripu Vegagerðin og aðrir framkvæmdaaðilar til þess að lækka leyfðan hámarkshraða tímabundið á nýlögðu slitlagi. Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu segir ljóst að margir virði ekki þær takmarkanir. Það hefur verið haft samband við okkur og ég veit að það hefur verið haft samband við lögreglu hvað þetta varðar. Þetta er mjög áberandi og maður hefur sjálfur tekið eftir þessu. Það er undarlegt þegar ábyrgðin er sett í hendurnar á okkur ökumönnum sjálfum og að við skulum þá ekki virða það eftir allar þær réttmætu og háværu kröfur sem komu í kjölfar slyssins á Kjalarnesi um úrbætur þannig að þessi hætta væri ekki til staðar,“ segir Einar. „Það skal undirstrika þegar ég segi þetta að það er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið ógætilega ekið þegar þetta slys átti sér stað á Kjalarnesinu í sumar. Það er svolítið merkilegt að fólk skuli ekki líta sér nær og sýna ábyrgð þegar að vegahaldari og framkvæmdaaðilar fara fram á, og setja sem skilyrði að ekki skuli ekið hraðar en 50 km/klst.“ Hafið þið heyrt af óhöppum af þessum völdum? „Okkur hefur ekki borist enn þá að það hafi orðið eitthvað slys af þessum völdum. Það er kannski ekki að marka það því að í slysaskráningu Samgöngustofu fáum við skýrslur frá lögreglu og þær eru grandskoðaðar og það getur verið að eitthvað á undanförnum vikum hafi átt sér stað sem ekki er komið í gegnum þessa rannsókn eða athugun hjá okkur,“ segir Einar. Þið hvetjið fólk til þess að virða þessar takmarkanir? „Algjörlega. Líka að fólk hafi það í huga að lögregla er víða með eftirlit með hraða á ómerktum bílum. Ef ekið er á 80 km/klst hraða á svæði þar sem tímabundinn hámarkshraði er 50 km/klst telst það sem ofsahraði. Það eru mjög háar sektir og viðurlög við slíku,“ sagði Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis og fræðsludeild hjá Samgöngustofu
Samgöngur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent