Áttræð kona axlarbrotin í heilt ár og ekki komist í aðgerð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 11:41 Gunnar segir að brot móður hans hafi bara versnað með tímanum. Gunnar Gunnarsson, Keflvíkingur og torfærukappi, segir farir móður sinnar ekki sléttar eftir að hún axlarbrotnaði í ágúst á síðasta ári. Þegar hún brotnaði hafi það verið mat heilbrigðisstarfsmanna að gera ætti aðgerð á henni sem fyrst. Aðgerð hafi aldrei verið framkvæmd og nú, um ári síðar, sé hún enn að takast á við afleiðingar axlarbrotsins. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Gunnars var stödd á salernisaðstöðu tjaldsvæðis í ágúst á síðasta ári þegar hún brotnaði. Hún hrasaði og rak öxlina í, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. „Það klippir höndina á henni í sundur tæpum tveimur sentimetrum fyrir neðan liðkúluna á öxlinni,“ segir Gunnar. Móðir hans hafi því verið flutt með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun á Selfossi. „Það er strax sagt við hana af bæði beinasérfræðing og læknum sem voru þar „Þetta er bara aðgerð,“ og ætluðu að senda hana beint til Reykjavíkur,“ segir Gunnar. Um klukkustund síðar hafi móður hans hins vegar verið tjáð að senda ætti hana heim til sín, henni og aðstandendum til talsverðrar furðu. Því hafi verið farið með hana heim til Keflavíkur og á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar hafi hún verið lögð inn og myndir teknar af brotinu. Gunnar segir að hart hafi verið gengið á eftir því að móðir hans fengi að fara í aðgerð. „Svo náttúrulega endar konugreyið bara heima,“ segir Gunnar. Hann segir jafnframt að síðasta árið hafi móður hans reynst erfitt að framkvæma ýmsa hluti sem hún fór létt með áður en hún brotnaði. Til að mynda hafi hún prjónað mikið, en geti það ekki nú sökum sársauka. Faraldurinn setti strik í reikninginn Gunnar segir að þau svör hafi fengist að verið væri að láta reyna á klíníska meðferð við brotinu. „Það var sagt við okkur fyrst mánuður og svo þrír mánuðir sem við ættum að bíða til að sjá hvað væri í gangi,“ segir Gunnar. Beinbrotið hafi hins vegar ekki gróið, heldur sigið neðar í handlegg móður hans. Gunnar segir þó að móðir hans hafi í febrúar verið komin á biðlista fyrir aðgerð en um það leyti skall faraldur kórónuveiru á hér á landi. Það hafi flækt málin. „Auðvitað vildum við ekki, og hún sagði sjálf að hún vildi ekki fara inn og taka einhverja sénsa. Auðvitað orðin gömul kona.“ Gunnar segist þó ekki skilja hvað olli biðinni eftir aðgerð áður en faraldurinn skall á. Aðspurður segir hann að flestir læknar og aðrir sérfræðingar sem litið hafi á myndir af brotinu telji að aðgerðar sé þörf. „Við erum búin að spyrja nokkra [lækna] og þessi axlasérfræðingur sem hún fór til sagði bara „Þetta er bara aðgerð,“ og það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Gunnar. „Kúluliðurinn, hann lafir bara hérna og er bara hangandi niður í handlegg. Það hefur ekkert skánað.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Gunnar Gunnarsson, Keflvíkingur og torfærukappi, segir farir móður sinnar ekki sléttar eftir að hún axlarbrotnaði í ágúst á síðasta ári. Þegar hún brotnaði hafi það verið mat heilbrigðisstarfsmanna að gera ætti aðgerð á henni sem fyrst. Aðgerð hafi aldrei verið framkvæmd og nú, um ári síðar, sé hún enn að takast á við afleiðingar axlarbrotsins. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Gunnars var stödd á salernisaðstöðu tjaldsvæðis í ágúst á síðasta ári þegar hún brotnaði. Hún hrasaði og rak öxlina í, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. „Það klippir höndina á henni í sundur tæpum tveimur sentimetrum fyrir neðan liðkúluna á öxlinni,“ segir Gunnar. Móðir hans hafi því verið flutt með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun á Selfossi. „Það er strax sagt við hana af bæði beinasérfræðing og læknum sem voru þar „Þetta er bara aðgerð,“ og ætluðu að senda hana beint til Reykjavíkur,“ segir Gunnar. Um klukkustund síðar hafi móður hans hins vegar verið tjáð að senda ætti hana heim til sín, henni og aðstandendum til talsverðrar furðu. Því hafi verið farið með hana heim til Keflavíkur og á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar hafi hún verið lögð inn og myndir teknar af brotinu. Gunnar segir að hart hafi verið gengið á eftir því að móðir hans fengi að fara í aðgerð. „Svo náttúrulega endar konugreyið bara heima,“ segir Gunnar. Hann segir jafnframt að síðasta árið hafi móður hans reynst erfitt að framkvæma ýmsa hluti sem hún fór létt með áður en hún brotnaði. Til að mynda hafi hún prjónað mikið, en geti það ekki nú sökum sársauka. Faraldurinn setti strik í reikninginn Gunnar segir að þau svör hafi fengist að verið væri að láta reyna á klíníska meðferð við brotinu. „Það var sagt við okkur fyrst mánuður og svo þrír mánuðir sem við ættum að bíða til að sjá hvað væri í gangi,“ segir Gunnar. Beinbrotið hafi hins vegar ekki gróið, heldur sigið neðar í handlegg móður hans. Gunnar segir þó að móðir hans hafi í febrúar verið komin á biðlista fyrir aðgerð en um það leyti skall faraldur kórónuveiru á hér á landi. Það hafi flækt málin. „Auðvitað vildum við ekki, og hún sagði sjálf að hún vildi ekki fara inn og taka einhverja sénsa. Auðvitað orðin gömul kona.“ Gunnar segist þó ekki skilja hvað olli biðinni eftir aðgerð áður en faraldurinn skall á. Aðspurður segir hann að flestir læknar og aðrir sérfræðingar sem litið hafi á myndir af brotinu telji að aðgerðar sé þörf. „Við erum búin að spyrja nokkra [lækna] og þessi axlasérfræðingur sem hún fór til sagði bara „Þetta er bara aðgerð,“ og það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Gunnar. „Kúluliðurinn, hann lafir bara hérna og er bara hangandi niður í handlegg. Það hefur ekkert skánað.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira