Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 14:42 Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Jóhann Björn Skúlason á fundi dagsins. lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. Veiran sé á víð og dreif og sami árangur sé ekki að nást með sóttkví og einangrun eins og í vor. Sóttvarnalæknir segir því styttast í að hertar aðgerðir gegn veirunni verði kynntar, helgin muni skera úr um það. Á upplýsingafundi almannavarna var Þórólfur spurður hvort þjóðin ætti að búa sig undir svipaða stöðu og skapaðist hér á landi í vor, þegar lokanir og heimavinna voru allsráðandi. Þórólfur segir stöðuna núna vera um margt svipaða og skapaðist þá. Þannig sé svipaður veldisvöxtur á veirunni en aftur á móti sé flæði veirunnar inn í landið minna en það var í vor. Það beri með sér að aðgerðir á landamærunum séu að skila árangri. Þess í stað séu almannavarnir að eiga við eina gerð veirunnar sem farið hefur víða og stingur upp kollinum um allt land. Það megi gera ráð fyrir að það muni taka lengri tíma að stöðva hana, samanborið við baráttuna í vor. Færri séu þannig að greinast með veiruna sem þegar eru komnir í sóttkví að sögn Þórólfs, en bætti þó við að engu síður sé almannavörnum að takast að hafa uppi á mörgum einstaklingum snemma í ferlinu. Þó svo að baráttan verði ef til vill lengri standi til að beita sömu aðferðum og gerðu gæfumuninn í vor. Nú bíði það verkefni að sannfæra þjóðina um að taka virkari þátt í sóttvarnaaðgerðum. „Reyna að vekja fólk“ og fá það með. Takist það ekki og vöxtur faraldursins heldur áfram segir Þórólfur að herða þurfi aðgerðir. Það muni skýrast á allra næstu dögum, helgin muni skera úr um það hvort þær aðgerðir verði formlega kynntar fljótlega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. Veiran sé á víð og dreif og sami árangur sé ekki að nást með sóttkví og einangrun eins og í vor. Sóttvarnalæknir segir því styttast í að hertar aðgerðir gegn veirunni verði kynntar, helgin muni skera úr um það. Á upplýsingafundi almannavarna var Þórólfur spurður hvort þjóðin ætti að búa sig undir svipaða stöðu og skapaðist hér á landi í vor, þegar lokanir og heimavinna voru allsráðandi. Þórólfur segir stöðuna núna vera um margt svipaða og skapaðist þá. Þannig sé svipaður veldisvöxtur á veirunni en aftur á móti sé flæði veirunnar inn í landið minna en það var í vor. Það beri með sér að aðgerðir á landamærunum séu að skila árangri. Þess í stað séu almannavarnir að eiga við eina gerð veirunnar sem farið hefur víða og stingur upp kollinum um allt land. Það megi gera ráð fyrir að það muni taka lengri tíma að stöðva hana, samanborið við baráttuna í vor. Færri séu þannig að greinast með veiruna sem þegar eru komnir í sóttkví að sögn Þórólfs, en bætti þó við að engu síður sé almannavörnum að takast að hafa uppi á mörgum einstaklingum snemma í ferlinu. Þó svo að baráttan verði ef til vill lengri standi til að beita sömu aðferðum og gerðu gæfumuninn í vor. Nú bíði það verkefni að sannfæra þjóðina um að taka virkari þátt í sóttvarnaaðgerðum. „Reyna að vekja fólk“ og fá það með. Takist það ekki og vöxtur faraldursins heldur áfram segir Þórólfur að herða þurfi aðgerðir. Það muni skýrast á allra næstu dögum, helgin muni skera úr um það hvort þær aðgerðir verði formlega kynntar fljótlega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48