Veðrið, veiran og viðbrögð Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2020 14:00 Flest í þessum heimi er breytilegt, og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar aðstæður og skilyrði, og eru flest verk manna stillt inn á, að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef um vandamál er að ræða, þurfa lausnir að vera sveigjanlegar og fylgja, eftir því sem verða má, eðli og breytingum vandans, sem um ræðir. Einn sá vandi, sem steðjar að fólki víða um heim, eru hamfarir veðurs og eyðileggingarhættan, sem þeim fylgja. Fyrir veðurhamfarir er til kvarði, sem segir til um hættustig, og reyna þeir, sem verjast eiga slíkum hamförum, að miða varnaraðgerðir að stærð hættunnar skv. þessum kvarða. Kaldi, 5 vindstig, er hættulaus og varnir óþarfar, stormur, 9 vindstig, er líka - alla vega hér á Íslandi - hættulítill eða hættulaus. En, þegar komið er í ofsaveður eða fárviðri, 11-12 vindstig, verður að fara að gá að ýmsu, bátum í höfn, svo að ekki sé talað um á sjó, öllu lauslegu og óvönduðu eða fúnu, mannvirkjum á byggingarstigi o.s.frv. Fara verndar- og björgunaraðilar þá í bezta mögulega undirbúningsvinnu. Svipað má segja um veðurviðvörunar- og varnarkerfið hér á Íslandi. Gul viðvörun er hættulítil, sú appelsínugula gæti boðað áföll og menn verða að sýna aðgát, og rauð viðvörun er hrein hættuviðvörun, þar sem stjórnvöld grípa gjarnan inn í, loka vegum eða leiðum og vara almenning sterklega við; hafa vit fyrir mönnum og setja reglur og ramma um gjörðir þeirra. Kórónu-veiran hefur nú grasserað hér í hálft ár. Upphaflega var styrkur veirunnar mikill og hættan, sem af henni stafaði, mikil; margir veiktust illa, urðu að vera vikum saman í öndunarvélum og gjörgæzlu og til allrar óhamingju létust 10. Þetta var alvarlegt ástand, hátt hættustig; ofsaveður eða fárviðri, rauð viðvörun. Þökk sé markvissu starfi stjórnvalda - þríeykinu sérstaklega - tókst að hemja veiruna, koma á hana böndum, og leyfði það síðan tilslakanir og nýja byrjun nokkuð eðilegs lífs og starfs. Gott mál. En nýlega, vegna aukinna samgangna og samskipta, skaut veiran sér upp aftur, og nú í nýju og breyttu formi; greinilega miklu veikara formi; fárviðrið virðist orðið að stormi; rautt ástand að appelsínugulu. Upp á síðkastið, þrátt fyrir um hundrað manns með virkt smit og nær þúsund manns í sóttkví, var lengi vel enginn á sjúkrahúsi, hvað þá í gjörgæzlu eða öndunarvél, svo að ekki sé talað um, að einhver hafi látizt. Nú síðustu daga fóru reyndar 2 sjúklingar (af um 100) á spítala og annar í gjörgæzlu. Þrátt fyrir þetta, er þessi önnur alda, að því er virðist, allt annars og veikara eðlis en sú fyrsta, og lítil skynsemi í því, að taka á henni með sama hætti og þá var gert. Þó að sama veira, sami fellibylurinn kunni að vera á ferð, þá hefur hún greinilega veikzt verulega, og þarf því að aðlaga viðbrögð, úrræði og reglur því. Annað væri óskynsamlegt og yfirkeyrt. Ekki skilur undirritaður skimunarpáfann okkar vel - reyndar ekki í fyrsta sinn -, en hann talaði nýlega um „ógnvekjandi þróun“. Slíkt virðist ekki viðeigandi og til þess eins fallið að hræða menn og skelfa umfram það, sem efni standa til. Allt sem ég hef heyrt til þríeykisins hefur virzt yfirvegað og málefnalegt. Vil ég með þessum pistli skora á það ágæta fólk, að íhuga, hvort að ekki mega fara úr rauðri viðvörun, aðgerðum og reglum í appelsínugula eða gula viðvörun í COVID-19 málum. Auðvitað gæti veiran sótt í sig veðrið að nýju, en, ef til þess kæmi, yrði að taka á því í samræmi við þá nýju stöðu. Á gamalli og góðri Íslenzku heitir slíkt auðvitað: Að haga seglum eftir vindi. Vil ljúka þessum pistli með þessari athugasemd, sem þó er kannske ekki stóra málið: Ég fylgdist með sýnatöku tuga manna í þýzkum fréttum í morgun, og voru þau sýni öll eingöngu tekin úr munni, ekki í gegnum nef. Hér er - oft all harkalega - verið að þrælast í gegnum nefgöng manna, þeim til mikilla óþægina, að því er virðist þá án nauðsynar. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Flest í þessum heimi er breytilegt, og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar aðstæður og skilyrði, og eru flest verk manna stillt inn á, að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef um vandamál er að ræða, þurfa lausnir að vera sveigjanlegar og fylgja, eftir því sem verða má, eðli og breytingum vandans, sem um ræðir. Einn sá vandi, sem steðjar að fólki víða um heim, eru hamfarir veðurs og eyðileggingarhættan, sem þeim fylgja. Fyrir veðurhamfarir er til kvarði, sem segir til um hættustig, og reyna þeir, sem verjast eiga slíkum hamförum, að miða varnaraðgerðir að stærð hættunnar skv. þessum kvarða. Kaldi, 5 vindstig, er hættulaus og varnir óþarfar, stormur, 9 vindstig, er líka - alla vega hér á Íslandi - hættulítill eða hættulaus. En, þegar komið er í ofsaveður eða fárviðri, 11-12 vindstig, verður að fara að gá að ýmsu, bátum í höfn, svo að ekki sé talað um á sjó, öllu lauslegu og óvönduðu eða fúnu, mannvirkjum á byggingarstigi o.s.frv. Fara verndar- og björgunaraðilar þá í bezta mögulega undirbúningsvinnu. Svipað má segja um veðurviðvörunar- og varnarkerfið hér á Íslandi. Gul viðvörun er hættulítil, sú appelsínugula gæti boðað áföll og menn verða að sýna aðgát, og rauð viðvörun er hrein hættuviðvörun, þar sem stjórnvöld grípa gjarnan inn í, loka vegum eða leiðum og vara almenning sterklega við; hafa vit fyrir mönnum og setja reglur og ramma um gjörðir þeirra. Kórónu-veiran hefur nú grasserað hér í hálft ár. Upphaflega var styrkur veirunnar mikill og hættan, sem af henni stafaði, mikil; margir veiktust illa, urðu að vera vikum saman í öndunarvélum og gjörgæzlu og til allrar óhamingju létust 10. Þetta var alvarlegt ástand, hátt hættustig; ofsaveður eða fárviðri, rauð viðvörun. Þökk sé markvissu starfi stjórnvalda - þríeykinu sérstaklega - tókst að hemja veiruna, koma á hana böndum, og leyfði það síðan tilslakanir og nýja byrjun nokkuð eðilegs lífs og starfs. Gott mál. En nýlega, vegna aukinna samgangna og samskipta, skaut veiran sér upp aftur, og nú í nýju og breyttu formi; greinilega miklu veikara formi; fárviðrið virðist orðið að stormi; rautt ástand að appelsínugulu. Upp á síðkastið, þrátt fyrir um hundrað manns með virkt smit og nær þúsund manns í sóttkví, var lengi vel enginn á sjúkrahúsi, hvað þá í gjörgæzlu eða öndunarvél, svo að ekki sé talað um, að einhver hafi látizt. Nú síðustu daga fóru reyndar 2 sjúklingar (af um 100) á spítala og annar í gjörgæzlu. Þrátt fyrir þetta, er þessi önnur alda, að því er virðist, allt annars og veikara eðlis en sú fyrsta, og lítil skynsemi í því, að taka á henni með sama hætti og þá var gert. Þó að sama veira, sami fellibylurinn kunni að vera á ferð, þá hefur hún greinilega veikzt verulega, og þarf því að aðlaga viðbrögð, úrræði og reglur því. Annað væri óskynsamlegt og yfirkeyrt. Ekki skilur undirritaður skimunarpáfann okkar vel - reyndar ekki í fyrsta sinn -, en hann talaði nýlega um „ógnvekjandi þróun“. Slíkt virðist ekki viðeigandi og til þess eins fallið að hræða menn og skelfa umfram það, sem efni standa til. Allt sem ég hef heyrt til þríeykisins hefur virzt yfirvegað og málefnalegt. Vil ég með þessum pistli skora á það ágæta fólk, að íhuga, hvort að ekki mega fara úr rauðri viðvörun, aðgerðum og reglum í appelsínugula eða gula viðvörun í COVID-19 málum. Auðvitað gæti veiran sótt í sig veðrið að nýju, en, ef til þess kæmi, yrði að taka á því í samræmi við þá nýju stöðu. Á gamalli og góðri Íslenzku heitir slíkt auðvitað: Að haga seglum eftir vindi. Vil ljúka þessum pistli með þessari athugasemd, sem þó er kannske ekki stóra málið: Ég fylgdist með sýnatöku tuga manna í þýzkum fréttum í morgun, og voru þau sýni öll eingöngu tekin úr munni, ekki í gegnum nef. Hér er - oft all harkalega - verið að þrælast í gegnum nefgöng manna, þeim til mikilla óþægina, að því er virðist þá án nauðsynar. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun