Veðrið, veiran og viðbrögð Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2020 14:00 Flest í þessum heimi er breytilegt, og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar aðstæður og skilyrði, og eru flest verk manna stillt inn á, að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef um vandamál er að ræða, þurfa lausnir að vera sveigjanlegar og fylgja, eftir því sem verða má, eðli og breytingum vandans, sem um ræðir. Einn sá vandi, sem steðjar að fólki víða um heim, eru hamfarir veðurs og eyðileggingarhættan, sem þeim fylgja. Fyrir veðurhamfarir er til kvarði, sem segir til um hættustig, og reyna þeir, sem verjast eiga slíkum hamförum, að miða varnaraðgerðir að stærð hættunnar skv. þessum kvarða. Kaldi, 5 vindstig, er hættulaus og varnir óþarfar, stormur, 9 vindstig, er líka - alla vega hér á Íslandi - hættulítill eða hættulaus. En, þegar komið er í ofsaveður eða fárviðri, 11-12 vindstig, verður að fara að gá að ýmsu, bátum í höfn, svo að ekki sé talað um á sjó, öllu lauslegu og óvönduðu eða fúnu, mannvirkjum á byggingarstigi o.s.frv. Fara verndar- og björgunaraðilar þá í bezta mögulega undirbúningsvinnu. Svipað má segja um veðurviðvörunar- og varnarkerfið hér á Íslandi. Gul viðvörun er hættulítil, sú appelsínugula gæti boðað áföll og menn verða að sýna aðgát, og rauð viðvörun er hrein hættuviðvörun, þar sem stjórnvöld grípa gjarnan inn í, loka vegum eða leiðum og vara almenning sterklega við; hafa vit fyrir mönnum og setja reglur og ramma um gjörðir þeirra. Kórónu-veiran hefur nú grasserað hér í hálft ár. Upphaflega var styrkur veirunnar mikill og hættan, sem af henni stafaði, mikil; margir veiktust illa, urðu að vera vikum saman í öndunarvélum og gjörgæzlu og til allrar óhamingju létust 10. Þetta var alvarlegt ástand, hátt hættustig; ofsaveður eða fárviðri, rauð viðvörun. Þökk sé markvissu starfi stjórnvalda - þríeykinu sérstaklega - tókst að hemja veiruna, koma á hana böndum, og leyfði það síðan tilslakanir og nýja byrjun nokkuð eðilegs lífs og starfs. Gott mál. En nýlega, vegna aukinna samgangna og samskipta, skaut veiran sér upp aftur, og nú í nýju og breyttu formi; greinilega miklu veikara formi; fárviðrið virðist orðið að stormi; rautt ástand að appelsínugulu. Upp á síðkastið, þrátt fyrir um hundrað manns með virkt smit og nær þúsund manns í sóttkví, var lengi vel enginn á sjúkrahúsi, hvað þá í gjörgæzlu eða öndunarvél, svo að ekki sé talað um, að einhver hafi látizt. Nú síðustu daga fóru reyndar 2 sjúklingar (af um 100) á spítala og annar í gjörgæzlu. Þrátt fyrir þetta, er þessi önnur alda, að því er virðist, allt annars og veikara eðlis en sú fyrsta, og lítil skynsemi í því, að taka á henni með sama hætti og þá var gert. Þó að sama veira, sami fellibylurinn kunni að vera á ferð, þá hefur hún greinilega veikzt verulega, og þarf því að aðlaga viðbrögð, úrræði og reglur því. Annað væri óskynsamlegt og yfirkeyrt. Ekki skilur undirritaður skimunarpáfann okkar vel - reyndar ekki í fyrsta sinn -, en hann talaði nýlega um „ógnvekjandi þróun“. Slíkt virðist ekki viðeigandi og til þess eins fallið að hræða menn og skelfa umfram það, sem efni standa til. Allt sem ég hef heyrt til þríeykisins hefur virzt yfirvegað og málefnalegt. Vil ég með þessum pistli skora á það ágæta fólk, að íhuga, hvort að ekki mega fara úr rauðri viðvörun, aðgerðum og reglum í appelsínugula eða gula viðvörun í COVID-19 málum. Auðvitað gæti veiran sótt í sig veðrið að nýju, en, ef til þess kæmi, yrði að taka á því í samræmi við þá nýju stöðu. Á gamalli og góðri Íslenzku heitir slíkt auðvitað: Að haga seglum eftir vindi. Vil ljúka þessum pistli með þessari athugasemd, sem þó er kannske ekki stóra málið: Ég fylgdist með sýnatöku tuga manna í þýzkum fréttum í morgun, og voru þau sýni öll eingöngu tekin úr munni, ekki í gegnum nef. Hér er - oft all harkalega - verið að þrælast í gegnum nefgöng manna, þeim til mikilla óþægina, að því er virðist þá án nauðsynar. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Flest í þessum heimi er breytilegt, og fátt stendur í stað. Þetta á við um alls konar aðstæður og skilyrði, og eru flest verk manna stillt inn á, að fylgja og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Ef um vandamál er að ræða, þurfa lausnir að vera sveigjanlegar og fylgja, eftir því sem verða má, eðli og breytingum vandans, sem um ræðir. Einn sá vandi, sem steðjar að fólki víða um heim, eru hamfarir veðurs og eyðileggingarhættan, sem þeim fylgja. Fyrir veðurhamfarir er til kvarði, sem segir til um hættustig, og reyna þeir, sem verjast eiga slíkum hamförum, að miða varnaraðgerðir að stærð hættunnar skv. þessum kvarða. Kaldi, 5 vindstig, er hættulaus og varnir óþarfar, stormur, 9 vindstig, er líka - alla vega hér á Íslandi - hættulítill eða hættulaus. En, þegar komið er í ofsaveður eða fárviðri, 11-12 vindstig, verður að fara að gá að ýmsu, bátum í höfn, svo að ekki sé talað um á sjó, öllu lauslegu og óvönduðu eða fúnu, mannvirkjum á byggingarstigi o.s.frv. Fara verndar- og björgunaraðilar þá í bezta mögulega undirbúningsvinnu. Svipað má segja um veðurviðvörunar- og varnarkerfið hér á Íslandi. Gul viðvörun er hættulítil, sú appelsínugula gæti boðað áföll og menn verða að sýna aðgát, og rauð viðvörun er hrein hættuviðvörun, þar sem stjórnvöld grípa gjarnan inn í, loka vegum eða leiðum og vara almenning sterklega við; hafa vit fyrir mönnum og setja reglur og ramma um gjörðir þeirra. Kórónu-veiran hefur nú grasserað hér í hálft ár. Upphaflega var styrkur veirunnar mikill og hættan, sem af henni stafaði, mikil; margir veiktust illa, urðu að vera vikum saman í öndunarvélum og gjörgæzlu og til allrar óhamingju létust 10. Þetta var alvarlegt ástand, hátt hættustig; ofsaveður eða fárviðri, rauð viðvörun. Þökk sé markvissu starfi stjórnvalda - þríeykinu sérstaklega - tókst að hemja veiruna, koma á hana böndum, og leyfði það síðan tilslakanir og nýja byrjun nokkuð eðilegs lífs og starfs. Gott mál. En nýlega, vegna aukinna samgangna og samskipta, skaut veiran sér upp aftur, og nú í nýju og breyttu formi; greinilega miklu veikara formi; fárviðrið virðist orðið að stormi; rautt ástand að appelsínugulu. Upp á síðkastið, þrátt fyrir um hundrað manns með virkt smit og nær þúsund manns í sóttkví, var lengi vel enginn á sjúkrahúsi, hvað þá í gjörgæzlu eða öndunarvél, svo að ekki sé talað um, að einhver hafi látizt. Nú síðustu daga fóru reyndar 2 sjúklingar (af um 100) á spítala og annar í gjörgæzlu. Þrátt fyrir þetta, er þessi önnur alda, að því er virðist, allt annars og veikara eðlis en sú fyrsta, og lítil skynsemi í því, að taka á henni með sama hætti og þá var gert. Þó að sama veira, sami fellibylurinn kunni að vera á ferð, þá hefur hún greinilega veikzt verulega, og þarf því að aðlaga viðbrögð, úrræði og reglur því. Annað væri óskynsamlegt og yfirkeyrt. Ekki skilur undirritaður skimunarpáfann okkar vel - reyndar ekki í fyrsta sinn -, en hann talaði nýlega um „ógnvekjandi þróun“. Slíkt virðist ekki viðeigandi og til þess eins fallið að hræða menn og skelfa umfram það, sem efni standa til. Allt sem ég hef heyrt til þríeykisins hefur virzt yfirvegað og málefnalegt. Vil ég með þessum pistli skora á það ágæta fólk, að íhuga, hvort að ekki mega fara úr rauðri viðvörun, aðgerðum og reglum í appelsínugula eða gula viðvörun í COVID-19 málum. Auðvitað gæti veiran sótt í sig veðrið að nýju, en, ef til þess kæmi, yrði að taka á því í samræmi við þá nýju stöðu. Á gamalli og góðri Íslenzku heitir slíkt auðvitað: Að haga seglum eftir vindi. Vil ljúka þessum pistli með þessari athugasemd, sem þó er kannske ekki stóra málið: Ég fylgdist með sýnatöku tuga manna í þýzkum fréttum í morgun, og voru þau sýni öll eingöngu tekin úr munni, ekki í gegnum nef. Hér er - oft all harkalega - verið að þrælast í gegnum nefgöng manna, þeim til mikilla óþægina, að því er virðist þá án nauðsynar. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun