Fótbolti

Endur­komu­sigur At­letico Madrid á Barcelona í VAR-leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Atletico fagna í kvöld.
Leikmenn Atletico fagna í kvöld. vísir/epa

Það verður Madrídarslagur í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir að Atletico Madrid vann 3-2 sigur á Barcelona í síðari undanúrslitaleiknum í dag.

Leikið var í Sádi-Arabíu en í gær vann Real Madrid sigur á Valencia, 3-1.

Staðan var markalaus í hálfeik í kvöld. Koke kom Atletico hins vegar yfir á átjándu sekúndu síðari hálfleiks og þá hófst veislan.

Lionel Messi jafnaði metin á 51. mínútu og hann virtist vera koma Börsungum yfir átta mínútum síðar en markið var dæmt af eftir VARsjá.

Antoine Griezmann kom Börsungum loks yfir á 62. mínútu og Gerard Pique kom boltanum í netið á 74. mínútu en það mark var einnig dæmt af vegna VAR.

Atletico fékk vítaspyrnu á 81. mínútu eftir að markvörður Barcelona, Neto, gerðist brotlegur. Á punktinn steig Alvaro Morata sem skoraði af miklu öryggi.

Sigurmarkið skoraði svo Angel Correa á 86. mínútu eftir að hann slapp einn í gegnum vörn gloppótta Barcelona-vörn. Lokatölur 3-2.







Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag sem og leikurinn um 3. sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×