Aftökudagur ákveðinn í víðfrægu nauðgunarmáli í Indlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 13:46 Asha Devi, móðir konunnar sem mennirnir nauðguðu og myrtu. AP/Press Trust of India Dómstólar í Indlandi hafa ákveðið hvenær taka á fjóra menn, sem dæmdir voru fyrir hópnauðgun og morð ungrar konu í Indlandi árið 2012, af lífi. Dauði konunnar vakti gífurlega athygli og leiddi til umfangsmikilla mótmæla gegn ofbeldi gegn konum í landinu. Mennirnir fjórir heita Akshay Thakur, Vinay Sharma, Pawan Gupta og Mukesh Singh og voru þeir dæmdir til dauða árið 2013 eftir hröð réttarhöld. Fórnarlamb þeirra var 23 ára kona sem var á ferð með vini sínum eftir bíóferð. Þau héldu að þau væru að fara um borð í strætó og á leið heim en mennirnir höfðu leigt strætisvagn og réðust á þau. Sex menn voru um borð í strætisvagninum og nauðguðu þeirra konunni í margar klukkustundir og gengu í skrokk á vini hennar. Að endingu var þeim hent úr vagninum á ferð. Konan, sem hefur síðan fengið viðurnefnið Nirbhaya, eða „hin óttalausa“, lést af sárum sínum þrettán dögum síðar. Einn mannanna dó í fangelsi og annar var dæmdur í þriggja ára fangelsi, þar sem hann var einungis sautján ára. Honum var sleppt úr fangelsi árið 2015. Eftir að þeir fjórir sem um ræðir voru dæmdir til dauða árið 2013 leituðu þeir til Hæstaréttar Indlands sem stöðvaði aftöku þeirra. Nú stendur til að hengja þá þann 22. janúar. Lögmenn mannanna segjast þó ætla að beita lokaúrræði til að reyna að koma í veg fyrir aftökurnar, samkvæmt BBC. Móðir Nirbhaya ræddi við BBC og segist mjög ánægð. Hún segir síðustu sjö ár hafa tekið verulega á og hún sé loksins að fá réttlæti fyrir dóttir sína. Indland Tengdar fréttir Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Dómstólar í Indlandi hafa ákveðið hvenær taka á fjóra menn, sem dæmdir voru fyrir hópnauðgun og morð ungrar konu í Indlandi árið 2012, af lífi. Dauði konunnar vakti gífurlega athygli og leiddi til umfangsmikilla mótmæla gegn ofbeldi gegn konum í landinu. Mennirnir fjórir heita Akshay Thakur, Vinay Sharma, Pawan Gupta og Mukesh Singh og voru þeir dæmdir til dauða árið 2013 eftir hröð réttarhöld. Fórnarlamb þeirra var 23 ára kona sem var á ferð með vini sínum eftir bíóferð. Þau héldu að þau væru að fara um borð í strætó og á leið heim en mennirnir höfðu leigt strætisvagn og réðust á þau. Sex menn voru um borð í strætisvagninum og nauðguðu þeirra konunni í margar klukkustundir og gengu í skrokk á vini hennar. Að endingu var þeim hent úr vagninum á ferð. Konan, sem hefur síðan fengið viðurnefnið Nirbhaya, eða „hin óttalausa“, lést af sárum sínum þrettán dögum síðar. Einn mannanna dó í fangelsi og annar var dæmdur í þriggja ára fangelsi, þar sem hann var einungis sautján ára. Honum var sleppt úr fangelsi árið 2015. Eftir að þeir fjórir sem um ræðir voru dæmdir til dauða árið 2013 leituðu þeir til Hæstaréttar Indlands sem stöðvaði aftöku þeirra. Nú stendur til að hengja þá þann 22. janúar. Lögmenn mannanna segjast þó ætla að beita lokaúrræði til að reyna að koma í veg fyrir aftökurnar, samkvæmt BBC. Móðir Nirbhaya ræddi við BBC og segist mjög ánægð. Hún segir síðustu sjö ár hafa tekið verulega á og hún sé loksins að fá réttlæti fyrir dóttir sína.
Indland Tengdar fréttir Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46