Lögreglan í Metz í Frakklandi skaut í dag mann, sem vopnaður var hnífi. Fyrir aðeins tveimur dögum stakk annar maður einn til bana og særði tvö önnur í grennd við höfuðborgina París.
Christian Mercuri, saksóknari í borginni, segir manninn vera góðkunningja lögreglunnar í Metz. Vitað sé til þess að maðurinn sé „öfgasinnaður og glími við geðræn vandamál.“ Þetta kemur fram í frétt Guardian um málið.
Lögreglan í Metz segir manninn, sem var fæddur árið 1989, hafa hótað lögreglumönnum þegar þeir reyndu að nálgast hann. Maðurinn er þá sagður hafa hrópað „Guð er góður,“ á arabísku, áður en hann var skotinn.
Maðurinn er særður og er nú í haldi lögreglu. Hann er ekki talinn í lífshættu.
Á föstudag skaut lögreglan í París mann til bana, en sá hafði stungið einn til bana og sært tvö önnur. Sá er einnig talinn hafa verið öfgatrúaður íslamisti og er málið rannsakað sem hryðjuverk. Sá glímdi einnig við geðræn veikindi.
