Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 13:11 Trump forseti brosir út að eyrum í Mar-a-Lago-klúbbi hans á Flórída. Fjöldi fjáröflunarviðburða fyrir framboð hans og Repúblikanaflokkinn er haldinn á hótelum og öðrum fyrirtækum forsetans sem hagnast persónulega á sama tíma og hann safnar fé fyrir framboðið. AP/Andrew Harnik Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kosningaárið 2020 með fjárhirslur framboðs síns fullar. Framboðið safnaði 46 milljónum dollara, jafnvirði um 5,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs og hefur aldrei gert betur á einum ársfjórðungi. Það er umtalsvert hærri upphæð en mögulegir mótframbjóðendur hans úr röðum demókrata hafa safnað. Talsmaður framboðs Trump hélt því fram að fjáröflun forsetans hefði tekið kipp eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar fara með meirihluta, kærði hann fyrir embættisbrot í desember. Alls eigi framboðið nú 102,7 milljónir dollara, jafnvirði um 12,5 milljarða íslenskra króna. Milljónirnar 46 eru aðeins sú upphæð sem framboð Trump sjálfs safnaði á fjórða ársfjórðungi. Þá eru ótalin framlög í kosningasjóði landsnefndar Repúblikanaflokksins. Reuters-fréttastofan segir að þær tölur verði birtar á næstunni. Á þriðja ársfjórðungi söfnuðu framboðið og landsnefndin alls 125 milljónum dollara, jafnvirði um 15,3 milljarða króna. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont sem tekur þátt í forvali Demókrataflokksins, safnaði 34,5 milljónum dollara, jafnvirði um 4,2 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2019. Í heildina safnaði framboð hans 96 milljónum dollara í fyrra, að sögn Washington Post. Sanders, sem náði betri árangri í forvalinu árið 2016 en búist var við gegn Hillary Clinton, hefur reglulega mæst með næstmest fylgi frambjóðenda í forvalinu nú, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Forval Demókrataflokksins hefst eftir rúman mánuð þegar kjósendur í Iowa greiða atkvæði. Síðustu ríkin kjósa ekki fyrr en í byrjun júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana á nýársdag var Biden með naumt forskot á Pete Buttigieg, 19,6% gegn 19,3%. Á eftir þeim kom Sanders með 18,3%. Buttigieg tilkynnti á nýársdag að framboð hans hefði safnað 24,7 milljónum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kosningaárið 2020 með fjárhirslur framboðs síns fullar. Framboðið safnaði 46 milljónum dollara, jafnvirði um 5,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs og hefur aldrei gert betur á einum ársfjórðungi. Það er umtalsvert hærri upphæð en mögulegir mótframbjóðendur hans úr röðum demókrata hafa safnað. Talsmaður framboðs Trump hélt því fram að fjáröflun forsetans hefði tekið kipp eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar fara með meirihluta, kærði hann fyrir embættisbrot í desember. Alls eigi framboðið nú 102,7 milljónir dollara, jafnvirði um 12,5 milljarða íslenskra króna. Milljónirnar 46 eru aðeins sú upphæð sem framboð Trump sjálfs safnaði á fjórða ársfjórðungi. Þá eru ótalin framlög í kosningasjóði landsnefndar Repúblikanaflokksins. Reuters-fréttastofan segir að þær tölur verði birtar á næstunni. Á þriðja ársfjórðungi söfnuðu framboðið og landsnefndin alls 125 milljónum dollara, jafnvirði um 15,3 milljarða króna. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont sem tekur þátt í forvali Demókrataflokksins, safnaði 34,5 milljónum dollara, jafnvirði um 4,2 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2019. Í heildina safnaði framboð hans 96 milljónum dollara í fyrra, að sögn Washington Post. Sanders, sem náði betri árangri í forvalinu árið 2016 en búist var við gegn Hillary Clinton, hefur reglulega mæst með næstmest fylgi frambjóðenda í forvalinu nú, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Forval Demókrataflokksins hefst eftir rúman mánuð þegar kjósendur í Iowa greiða atkvæði. Síðustu ríkin kjósa ekki fyrr en í byrjun júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana á nýársdag var Biden með naumt forskot á Pete Buttigieg, 19,6% gegn 19,3%. Á eftir þeim kom Sanders með 18,3%. Buttigieg tilkynnti á nýársdag að framboð hans hefði safnað 24,7 milljónum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00