Heiðarlegra að tala um lokun landsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 16:30 Starfsmenn ferðaþjónustunnar óttast að það fækki aftur í Leifsstöð frá og með næsta miðvikudegi þegar nýju reglurnar taka gildi. vísir/vilhelm Þungt hljóð er í íslenskri ferðaþjónustu þessa stundina eftir að ný útfærsla á landamæraskimun var kynnt til sögunnar í dag. Frá og með næsta miðvikudegi skulu öll sem koma til Íslands fara í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví. Ferðaþjónustan telur kvaðirnar samsvara því að landinu hafi verið lokað aftur fyrir ferðamönnum. Fáum hugnist að koma hingað til lands til þess eins að loka sig af í fjóra til fimm daga. Þau sem láta sig málið varða í Baklandi ferðaþjónustunnar, þar sem málefni greinarinnar eru rædd á Facebook, eru þannig á einu máli um að ákvörðunin sé áfall. Eftir að komum ferðamanna hafði farið að fjölga aftur frá 15. júní, þegar farið var að skima á landamærunum, sé viðbúið að straumurinn stoppi í næstu viku þegar nýju kvaðirnar taka gildi. „Þetta er svakalegt högg,“ segir einn og annar talar um „hrikalegt ástand.“ Pétur Óskarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtæksins Katla-DMI, getur ekki leynt vonbrigðum sínum með stjórnvöld. „Það var búið að segja að framhaldið myndi byggja á reynslu og þekkingu síðustu vikna. Nú virðist óttinn hafa náð yfirhöndinni,“ segir Pétur. Óðinn Kári Karlsson segir ljóst að enginn ferðamaður muni sækjast eftir ferðum hingað úr þessu. „Það væri miklu einfaldara fyrir alla ef stjórnvöld segðu bara að landinu væri lokað,“ segir Óðinn og Sverrir Herbertsson hjá gistiheimilinu á Flúðum er sama sinnis: „Það er verið að loka ferðaþjónustunni. Skimun og svo 4-5 daga sóttkví og aftur skimun? Það verða 100% afbókanir.“ Uppsagnir framundan Þeir eru ekki einir um þessa skoðun. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ljóst að ferðamenn komin ekki til landsins til að sitja í sóttkví. „Það er búið að loka íslenskri ferðaþjónustu, það er bara þannig,“ segir Jóhannes í samtali við mbl. Hann gerir ekki ráð fyrir öðru en afbókanir fari að hrúgast inn á næstu mínútum. Að sama skapi telur Jóhannes ljóst að sóttvarnasjónarmið hafi ein ráðið för og ekki hafi verið tekið mið af hinum hagrænu. Viðbúið sé að vandi fyrirtækja muni aukast og fleirum verði sagt upp. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, telur landinu hafa verið lokað.VÍSIR/ARNAR Eitt lokaðasta land í Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þó á fundi dagsins að hagfræðileg greining sem gerð hefur verið beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana. Þá leggur stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann orð í belg og teflir fram alþjóðlegum samanburði. „Landinu lokað. Kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á milli er jú eiginleg lokun. Ísland verður því líkast til á meðal allra lokuðustu landa í vestur Evrópu,“ skrifar Eiríkur. Mannréttindi eru honum jafnframt hugfólgin. „Sjálfum þykir mér áhugaverðast hversu umræðulítið er hægt að víkja frá almennum mannréttindum á borð við ferðafrelsi. Vísað er til álitaefna hvað varðar heilbrigði og hagmál en einstaklingsbundin mannréttindi, svo sem frelsi fólks, er varla nefnt. Umhugsunarvert allavega.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Þungt hljóð er í íslenskri ferðaþjónustu þessa stundina eftir að ný útfærsla á landamæraskimun var kynnt til sögunnar í dag. Frá og með næsta miðvikudegi skulu öll sem koma til Íslands fara í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví. Ferðaþjónustan telur kvaðirnar samsvara því að landinu hafi verið lokað aftur fyrir ferðamönnum. Fáum hugnist að koma hingað til lands til þess eins að loka sig af í fjóra til fimm daga. Þau sem láta sig málið varða í Baklandi ferðaþjónustunnar, þar sem málefni greinarinnar eru rædd á Facebook, eru þannig á einu máli um að ákvörðunin sé áfall. Eftir að komum ferðamanna hafði farið að fjölga aftur frá 15. júní, þegar farið var að skima á landamærunum, sé viðbúið að straumurinn stoppi í næstu viku þegar nýju kvaðirnar taka gildi. „Þetta er svakalegt högg,“ segir einn og annar talar um „hrikalegt ástand.“ Pétur Óskarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtæksins Katla-DMI, getur ekki leynt vonbrigðum sínum með stjórnvöld. „Það var búið að segja að framhaldið myndi byggja á reynslu og þekkingu síðustu vikna. Nú virðist óttinn hafa náð yfirhöndinni,“ segir Pétur. Óðinn Kári Karlsson segir ljóst að enginn ferðamaður muni sækjast eftir ferðum hingað úr þessu. „Það væri miklu einfaldara fyrir alla ef stjórnvöld segðu bara að landinu væri lokað,“ segir Óðinn og Sverrir Herbertsson hjá gistiheimilinu á Flúðum er sama sinnis: „Það er verið að loka ferðaþjónustunni. Skimun og svo 4-5 daga sóttkví og aftur skimun? Það verða 100% afbókanir.“ Uppsagnir framundan Þeir eru ekki einir um þessa skoðun. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ljóst að ferðamenn komin ekki til landsins til að sitja í sóttkví. „Það er búið að loka íslenskri ferðaþjónustu, það er bara þannig,“ segir Jóhannes í samtali við mbl. Hann gerir ekki ráð fyrir öðru en afbókanir fari að hrúgast inn á næstu mínútum. Að sama skapi telur Jóhannes ljóst að sóttvarnasjónarmið hafi ein ráðið för og ekki hafi verið tekið mið af hinum hagrænu. Viðbúið sé að vandi fyrirtækja muni aukast og fleirum verði sagt upp. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, telur landinu hafa verið lokað.VÍSIR/ARNAR Eitt lokaðasta land í Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þó á fundi dagsins að hagfræðileg greining sem gerð hefur verið beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana. Þá leggur stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann orð í belg og teflir fram alþjóðlegum samanburði. „Landinu lokað. Kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á milli er jú eiginleg lokun. Ísland verður því líkast til á meðal allra lokuðustu landa í vestur Evrópu,“ skrifar Eiríkur. Mannréttindi eru honum jafnframt hugfólgin. „Sjálfum þykir mér áhugaverðast hversu umræðulítið er hægt að víkja frá almennum mannréttindum á borð við ferðafrelsi. Vísað er til álitaefna hvað varðar heilbrigði og hagmál en einstaklingsbundin mannréttindi, svo sem frelsi fólks, er varla nefnt. Umhugsunarvert allavega.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira