Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir bílslys á Skeiðarársandi um miðjan dag. Þeirra á meðal eru þrjú börn. Samhæfingarmiðstöðin var virkjuð vegna slysins og rætt verður við deildarstjóra hjá almannavörnum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við ræðum einnig við íbúa á Flateyri; sjómenn sem misstu báta sína og eiganda hússins sem lenti í einu snjóflóðinu. Áfram verður fjallað um fyrirhugaða styttingu á opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Fyrirkomulagið hefur þegar verið reynt í Kópavogi og við ræðum við leikskólastjóra sem segir það hafa gefist vel. Hún telur það vera lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum.

Einnig tökum við stöðuna á loðnuleit í kringum landið, kíkjum á íbúafund um miðhálendisþjóðgarð og skoðum ungan kóp sem var fluttur í Húsdýragarðinn í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×