Máli Wiktoriu gegn Hatara vísað frá dómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2020 19:09 Wiktoria Joanna taldi sig grátt leikna af Hatara. Samsett Máli skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland gegn hljómsveitinni Hatara var vísað frá í Landsrétti í dag. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Wiktoria Joanna Ginter, aðalskipuleggjandi Iceland to Poland, stefndi Hatara til heimtu skaðabóta vegna meintra vanefnda á samningi um að sveitin kæmi fram á hátíðinni, sem fara átti fram í Póllandi dagana 20.-24. ágúst 2019. Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að í samningnum sem Iceland to Poland gerði við Svikamyllu ehf., fyrirtækið sem heldur utan um rekstur Hatara, sé skýrt kveðið á um að aðilum samningsins beri skylda til að leggja ágreining um hann undir gerðardóm. Wiktoria hafi ekki „með haldbærum rökum sýnt fram á heimild sína til að víkjast undan þeirri samningsbundnu skyldu að sæta lögsögu áðurnefnds gerðardóms.“ Málinu var þannig vísað frá og Wiktoriu gert að greiða Svikamyllu 280 þúsund krónur í kærumálskostnað. Í viðtali við Vísi í ágúst í fyrra sagði Wiktoria farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka Hatara á hátíðina. Þá kvaðst hún hafa fengið taugaáfall vegna málsins og lýsti afar neikvæðum viðbrögðum í garð skipuleggjenda hátíðarinnar frá aðdáendum sveitarinnar. Hatari sagði á sínum tíma í yfirlýsingu vegna málsins að sveitin hefði ekki séð fram á að fá greitt fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Því hefði verið ákveðið að hætta við að koma fram. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Hátíðin fór fram í ágúst síðastliðnum en aflýsa þurfti hátíðahöldum á lokakvöldinu vegna skipulagsvanda, að því er fram kom í tilkynningu frá skipuleggjendum á sínum tíma. Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13 Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30 Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45 Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Máli skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland gegn hljómsveitinni Hatara var vísað frá í Landsrétti í dag. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Wiktoria Joanna Ginter, aðalskipuleggjandi Iceland to Poland, stefndi Hatara til heimtu skaðabóta vegna meintra vanefnda á samningi um að sveitin kæmi fram á hátíðinni, sem fara átti fram í Póllandi dagana 20.-24. ágúst 2019. Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að í samningnum sem Iceland to Poland gerði við Svikamyllu ehf., fyrirtækið sem heldur utan um rekstur Hatara, sé skýrt kveðið á um að aðilum samningsins beri skylda til að leggja ágreining um hann undir gerðardóm. Wiktoria hafi ekki „með haldbærum rökum sýnt fram á heimild sína til að víkjast undan þeirri samningsbundnu skyldu að sæta lögsögu áðurnefnds gerðardóms.“ Málinu var þannig vísað frá og Wiktoriu gert að greiða Svikamyllu 280 þúsund krónur í kærumálskostnað. Í viðtali við Vísi í ágúst í fyrra sagði Wiktoria farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka Hatara á hátíðina. Þá kvaðst hún hafa fengið taugaáfall vegna málsins og lýsti afar neikvæðum viðbrögðum í garð skipuleggjenda hátíðarinnar frá aðdáendum sveitarinnar. Hatari sagði á sínum tíma í yfirlýsingu vegna málsins að sveitin hefði ekki séð fram á að fá greitt fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Því hefði verið ákveðið að hætta við að koma fram. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Hátíðin fór fram í ágúst síðastliðnum en aflýsa þurfti hátíðahöldum á lokakvöldinu vegna skipulagsvanda, að því er fram kom í tilkynningu frá skipuleggjendum á sínum tíma.
Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13 Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30 Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45 Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13
Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30
Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45
Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33