Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2020 10:02 Frá miningarathöfn í Kanada. AP/Jonathan Hayward Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum. Þetta sýnir myndband úr öryggismyndavél og útskýrir það af hverju samband við flugvélina slitnaði áður en hún hrapaði. Flugvélin þoldi þá báðar sprengingarnar. Flugmennirnir voru að reyna að snúa við til flugvallarins og hafði eldur kviknað í flugvélinni. Skömmu seinna sprakk hún og hrapaði til jarðar. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Blaðamenn New York Times hafa notað myndbönd, opinber gögn og viðtöl til að teikna ítarlega heildarmynd af þessari stuttu flugferð, þar sem 176 dóu. Yfirvöld Íran segja að mannleg mistök hafi leitt til þess að flugvélin hafi verið skotin niður. Ein af nokkrum ástæðum sem gefnar hafa verið er að hermenn hafi talið að um eldflaug frá Bandaríkjunum væri að ræða. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu von á hefndaraðgerðum. Það að flugvélin hafi verið talin eldflaug hefur þó vakið upp spurningar þar sem ferill hennar var á skjön við eldflaugar. Flugvélin var í flugtaki þegar fyrri eldflauginni var skotið. Þar að auki var hún ein af 19 flugvélum sem höfðu tekið á loft frá flugvellinum í kjölfar árásanna á Írak. Fyrst héldu Íranar því fram að stefnu flugvélarinnar hafi verið breytt skyndilega og henni flogið í átt að viðkvæmri herstöð. Það var svo dregið til baka þegar bent var á að það væri ekki í samræmi við gögn frá flugvélinni. BBC hefur eftir fjölmiðlum í Íran að aðilinn sem tók fyrsta myndbandið sem sýndi að eldflaug hefði grandað flugvélinni, hafi verið handtekinn. Til standi að ákæra hann í tengslum við þjóðaröryggi. Íranskur blaðamaður í London, sem birti myndbandið upprunalega, segir heimildarmann sinn þó ekki hafa verið handtekinn. Hann segir rangan aðila hafa verið handtekinn og sakar her Íran um lygar. I'm getting lots of calls. They have arrested the WRONG person regarding the #Flight752 In Iran. The person who is a source of the video is SAFE and I can assure you IRGC is orchestrating another lie. They killed 176 passengers on commercial plane. Thats the real story here. https://t.co/X2k0ycwMBD— Nariman (@NarimanGharib) January 14, 2020 Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, hrósaði her landsins og sagði forsvarsmenn hans hafa sýnt hugrekki með því að játa að hafa skotið flugvélina niður fyrir mistök. Hann sagði þar að auki að hann og Hassan Rouhani, forseti Íran, hefðu ekki komist að því að flugvélin hafi verið skotin niður fyrr en á föstudaginn í síðustu viku, þegar herinn viðurkenndi það. Það vekur spurningar varðandi það hve mikið völd stjórnvöld Íran hafa. Það tók herinn þrjá daga að viðurkenna að hafa skotið flugvélina niður, þó þeir hafi án efa vitað hvað kom fyrir nánast samstundis. Embættismenn í Úkraínu hafa sagt að Íranar hefðu ef til vill aldrei viðurkennt það ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengjubrota á braki úr flugvélinni. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Here's a picture shared by Ukraine's presidential office showing PS752's cockpit that is said to have indicated shrapnel damage. We've carefully mapped out the debris at the crash site, but never came across the cockpit. Which suggests it may have been removed rather quickly. pic.twitter.com/D3H2VMy227— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 11, 2020 Bandaríkin Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum. Þetta sýnir myndband úr öryggismyndavél og útskýrir það af hverju samband við flugvélina slitnaði áður en hún hrapaði. Flugvélin þoldi þá báðar sprengingarnar. Flugmennirnir voru að reyna að snúa við til flugvallarins og hafði eldur kviknað í flugvélinni. Skömmu seinna sprakk hún og hrapaði til jarðar. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Blaðamenn New York Times hafa notað myndbönd, opinber gögn og viðtöl til að teikna ítarlega heildarmynd af þessari stuttu flugferð, þar sem 176 dóu. Yfirvöld Íran segja að mannleg mistök hafi leitt til þess að flugvélin hafi verið skotin niður. Ein af nokkrum ástæðum sem gefnar hafa verið er að hermenn hafi talið að um eldflaug frá Bandaríkjunum væri að ræða. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu von á hefndaraðgerðum. Það að flugvélin hafi verið talin eldflaug hefur þó vakið upp spurningar þar sem ferill hennar var á skjön við eldflaugar. Flugvélin var í flugtaki þegar fyrri eldflauginni var skotið. Þar að auki var hún ein af 19 flugvélum sem höfðu tekið á loft frá flugvellinum í kjölfar árásanna á Írak. Fyrst héldu Íranar því fram að stefnu flugvélarinnar hafi verið breytt skyndilega og henni flogið í átt að viðkvæmri herstöð. Það var svo dregið til baka þegar bent var á að það væri ekki í samræmi við gögn frá flugvélinni. BBC hefur eftir fjölmiðlum í Íran að aðilinn sem tók fyrsta myndbandið sem sýndi að eldflaug hefði grandað flugvélinni, hafi verið handtekinn. Til standi að ákæra hann í tengslum við þjóðaröryggi. Íranskur blaðamaður í London, sem birti myndbandið upprunalega, segir heimildarmann sinn þó ekki hafa verið handtekinn. Hann segir rangan aðila hafa verið handtekinn og sakar her Íran um lygar. I'm getting lots of calls. They have arrested the WRONG person regarding the #Flight752 In Iran. The person who is a source of the video is SAFE and I can assure you IRGC is orchestrating another lie. They killed 176 passengers on commercial plane. Thats the real story here. https://t.co/X2k0ycwMBD— Nariman (@NarimanGharib) January 14, 2020 Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, hrósaði her landsins og sagði forsvarsmenn hans hafa sýnt hugrekki með því að játa að hafa skotið flugvélina niður fyrir mistök. Hann sagði þar að auki að hann og Hassan Rouhani, forseti Íran, hefðu ekki komist að því að flugvélin hafi verið skotin niður fyrr en á föstudaginn í síðustu viku, þegar herinn viðurkenndi það. Það vekur spurningar varðandi það hve mikið völd stjórnvöld Íran hafa. Það tók herinn þrjá daga að viðurkenna að hafa skotið flugvélina niður, þó þeir hafi án efa vitað hvað kom fyrir nánast samstundis. Embættismenn í Úkraínu hafa sagt að Íranar hefðu ef til vill aldrei viðurkennt það ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengjubrota á braki úr flugvélinni. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Here's a picture shared by Ukraine's presidential office showing PS752's cockpit that is said to have indicated shrapnel damage. We've carefully mapped out the debris at the crash site, but never came across the cockpit. Which suggests it may have been removed rather quickly. pic.twitter.com/D3H2VMy227— Christiaan Triebert (@trbrtc) January 11, 2020
Bandaríkin Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03 Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 14. janúar 2020 10:03
Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Embættismenn í Úkraínu segja að Íranar hefðu mögulega aldrei viðurkennt sök ef úkraínskir rannsakendur hefðu ekki fundið ummerki sprengibrota á braki úr flugvélinni. 11. janúar 2020 22:15
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54
Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44