Handtökur vegna flugvélarinnar sem skotin var niður Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2020 10:03 Hassan Rouhani, forseti Íran. Vísir/AP Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 176 létu lífið en Íranar þvertóku í fyrstu fyrir að hafa skotið flugvélina niður í síðustu viku. Þegar vísbendingarnar fóru að hrannast upp viðurkenndu þeir það á laugardaginn og síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli farið fram í Íran. Mótmælendur eru reiðir því sem þeir lýsa sem tilraunum yfirvalda til að hylma yfir ástæðu þess að flugvélin fórst. Ríkisfjölmiðill Íran hafði í morgun eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að „umfangsmiklar rannsóknir hefðu farið fram og einstaklingar hafi verið handteknir“. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar kallaði Hassan Rouhani, forseti Íran, eftir því í morgun að sérstakur dómstóll yrði settur á laggirnar vegna málsins. Hann sagði að heimurinn myndi fylgjast með málinu og lofaði því að yfirvöld Íran myndu fylgja því eftir. Fyrsta góða skrefið hafi verið að viðurkenna að „Ábyrgðin fellur á herðar fleiri en einnar persónu,“ sagði Rouhani og bætti við að refsa ætti öllum sem verði fundnir hafa komið að því. Flugvélin var skotin niður nokkrum klukkustundum eftir að Íranar skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Mikill viðbúnaður var í Íran og töldu yfirvöld þar von á hefndarárásum Bandaríkjanna. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Forsvarsmenn bæði Kanada og Úkraínu hafa kallað eftir opinni og umfangsmikilli rannsókn. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Mótmælin í Íran hafa verið leidd af háskólanemum, samkvæmt frétt Reuters, og hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi tekið mótmælendur föstum tökum og jafnvel skotið mótmælendur til bana. Fyrir um tveimur mánuðum skutu öryggissveitir Íran hundruð mótmælenda til bana er mótmæli, sem talin eru þau umfangsmestu í áratugi, fóru fram víða um landið. Sömu sögu er í raun einnig að segja frá Írak og Líbanon þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir og sveitir hliðhollar Íran hafa farið hart fram gegn mótmælendum. Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Yfirvöld Íran hafa handtekið ótilgreindan fjölda aðila vegna úkraínsku flugvélarinnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran. 176 létu lífið en Íranar þvertóku í fyrstu fyrir að hafa skotið flugvélina niður í síðustu viku. Þegar vísbendingarnar fóru að hrannast upp viðurkenndu þeir það á laugardaginn og síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli farið fram í Íran. Mótmælendur eru reiðir því sem þeir lýsa sem tilraunum yfirvalda til að hylma yfir ástæðu þess að flugvélin fórst. Ríkisfjölmiðill Íran hafði í morgun eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að „umfangsmiklar rannsóknir hefðu farið fram og einstaklingar hafi verið handteknir“. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar kallaði Hassan Rouhani, forseti Íran, eftir því í morgun að sérstakur dómstóll yrði settur á laggirnar vegna málsins. Hann sagði að heimurinn myndi fylgjast með málinu og lofaði því að yfirvöld Íran myndu fylgja því eftir. Fyrsta góða skrefið hafi verið að viðurkenna að „Ábyrgðin fellur á herðar fleiri en einnar persónu,“ sagði Rouhani og bætti við að refsa ætti öllum sem verði fundnir hafa komið að því. Flugvélin var skotin niður nokkrum klukkustundum eftir að Íranar skutu eldflaugum á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til. Mikill viðbúnaður var í Íran og töldu yfirvöld þar von á hefndarárásum Bandaríkjanna. Um borð í flugvélinni voru farþegar frá mörgum löndum. Flestir þó frá Íran, eða 82. 57 voru frá Kanada en margir þeirra voru með tvöfalt ríkisfang, og ellefu frá Úkraínu. Forsvarsmenn bæði Kanada og Úkraínu hafa kallað eftir opinni og umfangsmikilli rannsókn. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað vegna flugvélarinnar Mótmælin í Íran hafa verið leidd af háskólanemum, samkvæmt frétt Reuters, og hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi tekið mótmælendur föstum tökum og jafnvel skotið mótmælendur til bana. Fyrir um tveimur mánuðum skutu öryggissveitir Íran hundruð mótmælenda til bana er mótmæli, sem talin eru þau umfangsmestu í áratugi, fóru fram víða um landið. Sömu sögu er í raun einnig að segja frá Írak og Líbanon þar sem umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir og sveitir hliðhollar Íran hafa farið hart fram gegn mótmælendum.
Írak Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54 Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52
Úkraína vill skaðabætur og ítarlega rannsókn Forseti Úkraínu kallaði í yfirlýsingu sinni í dag að Íran hefji ítarlega rannsókn á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður af íranska hernum skömmu eftir brottför frá Tehran. 11. janúar 2020 09:54
Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Írönsk yfirvöld handtóku breska sendiherrann í Teheran á laugardag og sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim. 13. janúar 2020 12:44