Varð að hætta keppni á opna ástralska vegna hóstakasts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 10:15 Dalila Jakupovic var ekki sátt með að þurfa að keppa í þessum slæmu loftgæðum enda komu áhrifin af því í ljós. Getty/Julian Finney Gróðureldarnir í Ástralíu eru farnir að hafa bein áhrif á opna ástralska tennismótið en tenniskona varð að hætta keppni í undankeppni þessa virta risamóts. Slóvenska tenniskonan Dalila Jakupovic þurfti hjálp af velli eftir að hún hætti keppni í miðjum leik sínum á móti Stefanie Vogele frá Sviss. Gera þurfti eins klukkutíma hlé á keppninni vegna slæmra loftgæða. Leikur Dalilu fór fram eftir það hlé. Australian Open practice was suspended because of poor air quality in Melbourne caused by the bushfires. More here https://t.co/kMwQQzuRPipic.twitter.com/RvFMj54rh2— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Dalila Jakupovic fékk þá mikið hóstakast undir lok annars setts. „Þetta var mjög slæmt og ég hef aldrei upplifað annað eins áður. Ég varð mjög hrædd um að það myndi líða yfir mig af því ég gat ekki gengið lengur,“ sagði Dalila Jakupovic eftir leikinn. Dalila var ekki sátt með þá ákvörðun mótshaldara að halda keppni áfram eftir hlé því augljóst var að hennar mati að loftgæðin voru ekki nógu góð. „Þetta var ekki sanngjarnt því þetta var ekki heilsusamlegt fyrir okkur. Það kom mér því á óvart. Ég hélt að við myndum ekki keppa í dag en við ráðum víst engu um það,“ sagði Dalila Jakupovic. Fólki í Melbourne var ráðlagt að halda sér inni í dag og að hleypa gæludýrum ekki út. Að minnsta kosti 28 manns hafa látist í gróðureldunum í Ástralíu og yfir hundrað þúsund ferkílómetrar lands hafa brunnið síðan þeir hófust 1. júlí. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu eru farnir að hafa bein áhrif á opna ástralska tennismótið en tenniskona varð að hætta keppni í undankeppni þessa virta risamóts. Slóvenska tenniskonan Dalila Jakupovic þurfti hjálp af velli eftir að hún hætti keppni í miðjum leik sínum á móti Stefanie Vogele frá Sviss. Gera þurfti eins klukkutíma hlé á keppninni vegna slæmra loftgæða. Leikur Dalilu fór fram eftir það hlé. Australian Open practice was suspended because of poor air quality in Melbourne caused by the bushfires. More here https://t.co/kMwQQzuRPipic.twitter.com/RvFMj54rh2— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Dalila Jakupovic fékk þá mikið hóstakast undir lok annars setts. „Þetta var mjög slæmt og ég hef aldrei upplifað annað eins áður. Ég varð mjög hrædd um að það myndi líða yfir mig af því ég gat ekki gengið lengur,“ sagði Dalila Jakupovic eftir leikinn. Dalila var ekki sátt með þá ákvörðun mótshaldara að halda keppni áfram eftir hlé því augljóst var að hennar mati að loftgæðin voru ekki nógu góð. „Þetta var ekki sanngjarnt því þetta var ekki heilsusamlegt fyrir okkur. Það kom mér því á óvart. Ég hélt að við myndum ekki keppa í dag en við ráðum víst engu um það,“ sagði Dalila Jakupovic. Fólki í Melbourne var ráðlagt að halda sér inni í dag og að hleypa gæludýrum ekki út. Að minnsta kosti 28 manns hafa látist í gróðureldunum í Ástralíu og yfir hundrað þúsund ferkílómetrar lands hafa brunnið síðan þeir hófust 1. júlí.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tennis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira