Booker dregur framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 16:19 Booker náði ekki inn í sjónvarpskappræður demókrata og hefur ákveðið að draga sig í hlé. Vísir/EPA Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersey, hefur dregið framboð sitt í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til baka. Hann þótti líklegur til afreka í upphafi en framboð hans komst aldrei á flug. Fylgi Booker hefur aðeins mælst nokkur prósent í skoðanakönnunum og honum tókst því ekki að vinna sér sæti í tvennum síðustu sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvalinu. New York Times segir að Booker hafi lagt áherslu á frið og sátt en þau skilaboð hafi ekki höfðað til kjósenda sem vilja ganga harðar fram gegn Donald Trump forseta. „Ég tók þátt í þessari keppni til að vinna og ég hef alltaf sagt að ég myndi ekki halda áfram ef ég ætti ekki lengur möguleika á sigri. Framboðið okkar hefur náð þeim stað þar sem við þurfum meira fé til að færa út kvíarnar og byggja upp framboð sem getur unnið, fé sem við eigum ekki og fé sem er erfiðara að afla vegna þess að ég verð ekki með í kappræðunum næst og vegna þess að mikilvæg störf við kæru fyrir embættisbrot munu réttilega halda mér í Washington,“ sagði Booker í yfirlýsingu til stuðningsmanna sinna og vísaði til yfirvofandi réttarhalda yfir Trump forseta fyrir embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þegar mest lét var á þriðja tug frambjóðenda í forvali demókrata og var hópurinn talinn sá fjölbreyttasti frá upphafi. Eftir brotthvarf Booker er hins vegar aðeins einn blökkumaður eftir í framboði, Deval Patrck, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts. Eftir standa tólf frambjóðendur í forvalinu. Sex þeirra etja kappi í síðustu sjónvarpskappræðunum áður en forvalið hefst á morgun. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa mánudaginn 3. febrúar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersey, hefur dregið framboð sitt í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til baka. Hann þótti líklegur til afreka í upphafi en framboð hans komst aldrei á flug. Fylgi Booker hefur aðeins mælst nokkur prósent í skoðanakönnunum og honum tókst því ekki að vinna sér sæti í tvennum síðustu sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvalinu. New York Times segir að Booker hafi lagt áherslu á frið og sátt en þau skilaboð hafi ekki höfðað til kjósenda sem vilja ganga harðar fram gegn Donald Trump forseta. „Ég tók þátt í þessari keppni til að vinna og ég hef alltaf sagt að ég myndi ekki halda áfram ef ég ætti ekki lengur möguleika á sigri. Framboðið okkar hefur náð þeim stað þar sem við þurfum meira fé til að færa út kvíarnar og byggja upp framboð sem getur unnið, fé sem við eigum ekki og fé sem er erfiðara að afla vegna þess að ég verð ekki með í kappræðunum næst og vegna þess að mikilvæg störf við kæru fyrir embættisbrot munu réttilega halda mér í Washington,“ sagði Booker í yfirlýsingu til stuðningsmanna sinna og vísaði til yfirvofandi réttarhalda yfir Trump forseta fyrir embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þegar mest lét var á þriðja tug frambjóðenda í forvali demókrata og var hópurinn talinn sá fjölbreyttasti frá upphafi. Eftir brotthvarf Booker er hins vegar aðeins einn blökkumaður eftir í framboði, Deval Patrck, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts. Eftir standa tólf frambjóðendur í forvalinu. Sex þeirra etja kappi í síðustu sjónvarpskappræðunum áður en forvalið hefst á morgun. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa mánudaginn 3. febrúar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21