Daginn búið að lengja um sextíu mínútur í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2020 09:36 Álftir eru byrjaðar tilhugalífið en þessi mynd var tekin á Árbæjarstíflu í Reykjavík laust fyrir klukkan fjögur í gær. Sólin var þá komin á bak við Breiðholtshvarf. Mynd/KMU. Þremur vikum frá vetrarsólstöðum gætu landsmenn verið farnir að skynja lengingu birtutímans, - og kannski einhverjir farnir að láta sig dreyma um vorið, nú þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru í sumardaginn fyrsta. Þannig hefur daginn núna lengt um 60 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum 22. desember. Lengingin er meiri síðdegis, eða 40 mínútur, en 20 mínútur að morgni. Sólris í borginni í dag er klukkan 11.02 og sólsetur klukkan 16.09 og telst lengd dagsins því vera 5 stundir og 7 mínútur. Sólarhæð fer í 4,4 gráður yfir sjóndeildarhring á hádegi, sem er klukkan 13.35 í Reykjavík, en upplýsingarnar eru fengnar af tímatalsvefnum timeanddate.com. Horft til norðurs frá Breiðholtshvarfi yfir Árbæjarsafn og Árbæjarlón í gær. Fjær eru Akrafjall og Esja.Mynd/KMU. Talsverðu munar á byggðum landsins eftir hnattstöðu þeirra. Þannig kemur sólin upp á Höfn í Hornafirði klukkan 10.37 en á Ísafirði telst sólris vera klukkan 11.36, um klukkustund síðar. Þar hindra þó fjöll Ísfirðinga í að sjá sólina frá heimilum sínum á þeirri stundu. Lengd dagsins telst vera 5 stundir og 4 mínútur á Höfn en 4 stundir og 8 mínútur á Ísafirði. Lenging dagsins er hins vegar orðin 85 mínútur á Ísafirði en 60 mínútur á Höfn. Á Ísafirði er sú venja að fagna hækkun sólar með sólarkaffi þann 25. janúar þegar sólin sést á ný á Sólgötu við Eyrartún, þar sem Ísafjarðarkirkja er, en þá hefur sólin verið í hvarfi á bak við fjöllin í tvo mánuði.Mynd/Kirkjukort.net Íbúar Vestmannaeyja, syðsta bæjar landsins, njóta lengsta sólargangs allra landsmanna í dag, eða í 5 stundir og 24 mínútur, sem er 54 mínútna lenging frá stysta degi ársins. Þar er sólris klukkan 10.47 en sólsetur klukkan 16.11, tveimur mínútum seinna en í Reykjavík, og þar nær sólarhæð 5 gráðum á hádegi klukkan 13.29. Á sama hátt njóta íbúar nyrstu byggðarinnar, Grímseyjar, stysta sólargangs, eða í 3 stundir og 50 mínútur í dag. Þar er lengingin frá vetrarsólstöðum hins vegar orðin mest eða 98 mínútur. Lengingin er einnig hröðust þar, eða yfir 7 mínútur milli daga næstu vikuna, meðan lenging dagsins í Vestmannaeyjum nemur um 5 mínútum milli daga. Frá Akureyri. Þar hefur daginn lengt um 77 mínútur frá vetrarsólstöðum.Vísir/Tryggvi Á Akureyri, höfuðstað Norðurlands, er sólris í dag klukkan 11.09 en sólsetur klukkan 15.32, lengd dagsins því 4 stundir og 23 mínútur og lengingin 77 mínútur frá því sól var lægst á lofti. Þar nær sólin upp í 2,9 gráður á hádegi í dag, sem er klukkan 13.20 á Akureyri. Þótt ekki virðist langt á milli staða getur munað miklu á sólargangi. Þannig er sólris á Siglufirði klukkan 11.21 í dag, 12 mínútum seinna en á Akureyri, og á Siglufirði er sólsetur klukkan 15.26, 6 mínútum fyrr en á Akureyri. Þannig telst þessi dagur vera 4 stundir og 5 mínútur á Siglufirði, 18 mínútum styttri en á Akureyri. Það kemur eflaust mörgum á óvart hve miklu munar á hádegi eftir því hvort menn eru staddir austast eða vestast á landinu. Þannig er hádegi í Neskaupstað í dag klukkan 13.02 en á Patreksfirði klukkan 13.44. Akureyri Fjallabyggð Fjarðabyggð Grímsey Heilsa Hornafjörður Ísafjarðarbær Reykjavík Vestmannaeyjar Vesturbyggð Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þremur vikum frá vetrarsólstöðum gætu landsmenn verið farnir að skynja lengingu birtutímans, - og kannski einhverjir farnir að láta sig dreyma um vorið, nú þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru í sumardaginn fyrsta. Þannig hefur daginn núna lengt um 60 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum 22. desember. Lengingin er meiri síðdegis, eða 40 mínútur, en 20 mínútur að morgni. Sólris í borginni í dag er klukkan 11.02 og sólsetur klukkan 16.09 og telst lengd dagsins því vera 5 stundir og 7 mínútur. Sólarhæð fer í 4,4 gráður yfir sjóndeildarhring á hádegi, sem er klukkan 13.35 í Reykjavík, en upplýsingarnar eru fengnar af tímatalsvefnum timeanddate.com. Horft til norðurs frá Breiðholtshvarfi yfir Árbæjarsafn og Árbæjarlón í gær. Fjær eru Akrafjall og Esja.Mynd/KMU. Talsverðu munar á byggðum landsins eftir hnattstöðu þeirra. Þannig kemur sólin upp á Höfn í Hornafirði klukkan 10.37 en á Ísafirði telst sólris vera klukkan 11.36, um klukkustund síðar. Þar hindra þó fjöll Ísfirðinga í að sjá sólina frá heimilum sínum á þeirri stundu. Lengd dagsins telst vera 5 stundir og 4 mínútur á Höfn en 4 stundir og 8 mínútur á Ísafirði. Lenging dagsins er hins vegar orðin 85 mínútur á Ísafirði en 60 mínútur á Höfn. Á Ísafirði er sú venja að fagna hækkun sólar með sólarkaffi þann 25. janúar þegar sólin sést á ný á Sólgötu við Eyrartún, þar sem Ísafjarðarkirkja er, en þá hefur sólin verið í hvarfi á bak við fjöllin í tvo mánuði.Mynd/Kirkjukort.net Íbúar Vestmannaeyja, syðsta bæjar landsins, njóta lengsta sólargangs allra landsmanna í dag, eða í 5 stundir og 24 mínútur, sem er 54 mínútna lenging frá stysta degi ársins. Þar er sólris klukkan 10.47 en sólsetur klukkan 16.11, tveimur mínútum seinna en í Reykjavík, og þar nær sólarhæð 5 gráðum á hádegi klukkan 13.29. Á sama hátt njóta íbúar nyrstu byggðarinnar, Grímseyjar, stysta sólargangs, eða í 3 stundir og 50 mínútur í dag. Þar er lengingin frá vetrarsólstöðum hins vegar orðin mest eða 98 mínútur. Lengingin er einnig hröðust þar, eða yfir 7 mínútur milli daga næstu vikuna, meðan lenging dagsins í Vestmannaeyjum nemur um 5 mínútum milli daga. Frá Akureyri. Þar hefur daginn lengt um 77 mínútur frá vetrarsólstöðum.Vísir/Tryggvi Á Akureyri, höfuðstað Norðurlands, er sólris í dag klukkan 11.09 en sólsetur klukkan 15.32, lengd dagsins því 4 stundir og 23 mínútur og lengingin 77 mínútur frá því sól var lægst á lofti. Þar nær sólin upp í 2,9 gráður á hádegi í dag, sem er klukkan 13.20 á Akureyri. Þótt ekki virðist langt á milli staða getur munað miklu á sólargangi. Þannig er sólris á Siglufirði klukkan 11.21 í dag, 12 mínútum seinna en á Akureyri, og á Siglufirði er sólsetur klukkan 15.26, 6 mínútum fyrr en á Akureyri. Þannig telst þessi dagur vera 4 stundir og 5 mínútur á Siglufirði, 18 mínútum styttri en á Akureyri. Það kemur eflaust mörgum á óvart hve miklu munar á hádegi eftir því hvort menn eru staddir austast eða vestast á landinu. Þannig er hádegi í Neskaupstað í dag klukkan 13.02 en á Patreksfirði klukkan 13.44.
Akureyri Fjallabyggð Fjarðabyggð Grímsey Heilsa Hornafjörður Ísafjarðarbær Reykjavík Vestmannaeyjar Vesturbyggð Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira