Eitt fallegasta lag Elvis Presley sungið þegar goðsögnin Vilhjálmur var borinn til grafar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 16:30 Fjöldi manns minntist Vilhjálms í Hallgrímskirkju auk þess sem fylgst var með útsendingunni víða um land. Vísir/vilhelm Útför Vilhjálms Einarssonar, skólastjóra og frjálsíþróttamanns, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Vilhjálmur lést á Landspítalanum þann 28. desember síðastliðinn, 85 ára að aldri. Óhætt er að segja að goðsögn hafi kvatt þennan heim en Vilhjálmur var fyrsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum. Mikill fjöldi sótti útförina í Hallgrímskirkju auk þess sem þúsundir fylgdust með henni í beinni útsendingu víða um land. Félagar í Karlakór Reykjavíkur sungu lagið I can't help falling in love sem Elvis Presley gerði frægt á sínum tíma. Elvis og Vilhjálmur voru af sömu kynslóð en aðeins eitt ár skildi þá að. Vilhjálmur var handhafi Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála, en hann starfaði lengst af sem kennari og skólameistari. Þá telst Vilhjálmur einnig meðal fræknustu íþróttamanna Íslandssögunnar eftir að hafa hlotið silfurverðlaun, fyrstur Íslendinga, á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Þar að auki var hann fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Vilhjálmur var 85 ára þegar hann lést. Vinir, samstarfsmenn og ættingjar Vilhjálms minntust hans í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Þar er Vilhjálmi lýst sem góðum uppalanda sem aldrei fór í manngreinigarálit, laus við allt yfirlæti og dramb. „Pabbi var hetja í augum margra. Fyrir mér var hann annað og meira en íþróttahetja. Hann var leikfélagi, kennari og hugmyndasmiður sem bauð upp á ýmislegt skemmtilegt og fjölbreytileikinn mikill sem okkur bræðrum var boðið upp á að kynnast,“ skrifar sonur hans Einar sem var sjálfur um árabil í fremstu röð í heiminum í spjótkasti. Þá er Vilhjálmur jafnframt sagður hafa verið góður sönglagasmiður og afkastamikill frístundamálari. Myndir hans prýða fjölmörg íslensk heimili, auk þess sem þeim er gert hátt undir höfði í útfararskrá Vilhjálms. Lítið ferðaveður er á landinu í dag og var því ákveðið að sýna jafnframt frá athöfninni á breiðtjaldi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin var í höndum séra Sigurðs Jónssonar. Jónas Þórir lék á orgel og Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir auk félaga úr Karlakór Reykjavíkur sáu um söng. Vilhjálmur verður jarðsettur síðar í Reykholtskirkjugarði. Upptöku frá útförinni má sjá hér að neðan. Andlát Reykjavík Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Útför Vilhjálms Einarssonar, skólastjóra og frjálsíþróttamanns, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Vilhjálmur lést á Landspítalanum þann 28. desember síðastliðinn, 85 ára að aldri. Óhætt er að segja að goðsögn hafi kvatt þennan heim en Vilhjálmur var fyrsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum. Mikill fjöldi sótti útförina í Hallgrímskirkju auk þess sem þúsundir fylgdust með henni í beinni útsendingu víða um land. Félagar í Karlakór Reykjavíkur sungu lagið I can't help falling in love sem Elvis Presley gerði frægt á sínum tíma. Elvis og Vilhjálmur voru af sömu kynslóð en aðeins eitt ár skildi þá að. Vilhjálmur var handhafi Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála, en hann starfaði lengst af sem kennari og skólameistari. Þá telst Vilhjálmur einnig meðal fræknustu íþróttamanna Íslandssögunnar eftir að hafa hlotið silfurverðlaun, fyrstur Íslendinga, á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Þar að auki var hann fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Vilhjálmur var 85 ára þegar hann lést. Vinir, samstarfsmenn og ættingjar Vilhjálms minntust hans í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Þar er Vilhjálmi lýst sem góðum uppalanda sem aldrei fór í manngreinigarálit, laus við allt yfirlæti og dramb. „Pabbi var hetja í augum margra. Fyrir mér var hann annað og meira en íþróttahetja. Hann var leikfélagi, kennari og hugmyndasmiður sem bauð upp á ýmislegt skemmtilegt og fjölbreytileikinn mikill sem okkur bræðrum var boðið upp á að kynnast,“ skrifar sonur hans Einar sem var sjálfur um árabil í fremstu röð í heiminum í spjótkasti. Þá er Vilhjálmur jafnframt sagður hafa verið góður sönglagasmiður og afkastamikill frístundamálari. Myndir hans prýða fjölmörg íslensk heimili, auk þess sem þeim er gert hátt undir höfði í útfararskrá Vilhjálms. Lítið ferðaveður er á landinu í dag og var því ákveðið að sýna jafnframt frá athöfninni á breiðtjaldi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin var í höndum séra Sigurðs Jónssonar. Jónas Þórir lék á orgel og Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir auk félaga úr Karlakór Reykjavíkur sáu um söng. Vilhjálmur verður jarðsettur síðar í Reykholtskirkjugarði. Upptöku frá útförinni má sjá hér að neðan.
Andlát Reykjavík Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira