Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. janúar 2020 16:45 Þegar Stefán Eiríksson var lögreglustjóri stofnaði hann reikninga fyrir embættið á samfélagsmiðlum - sem skilaði lögreglunni nafnbótinni Vefhetja Vísir/LRH Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig á samfélagsmiðlum var eitt af því sem vóg þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans. Þetta segir Kári Jónasson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins. Hann segir nýráðinn útvarpsstjóra svo sannarlega hæfastan úr hópi umsækjenda og óttast því ekki stjórnin hafi bakað sér bótaskyldu, eins og aðrar stofnanir hafa gert með ráðningum sínum að undanförnu. Greint var frá því í dag að Stefán hafi verið hlutskarpastur 41 umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Ráðningarferlið hefur ekki verið óumdeilt, því stjórn Ríkisútvarpsins ákvað að gefa ekki upp hver sóttu um starfið. Það sögðu þau vera að ráðleggingu Capacent, sem aðstoðaði við ráðninguna, og myndi skila þeim hæfari umsækjendum. Að endingu var Stefán talinn þeirra hæfastur. Kári Jónasson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins Að sögn Kára liggur mikil vinna að baki ákvörðuninni og fjölmargir stjórnarfundir. Nítján umsækjendur voru kallaðir í viðtöl, sem fulltrúar Capacent og stjórnar RÚV sátu „og svo fækkaði og fækkaði í hópnum þangað til að þrír voru eftir á lokasprettinum“ segir Kári. Samkvæmt heimildum Vísis voru það fyrrnefndur Stefán, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem þóttu hlutskörpust. Aðspurður um hversu stór hluti þessa nítján manna hóps var boðaður í fleiri en eitt viðtal sagðist Kári ekki vera með fjöldann á takteinum. Óttast ekki bætur Ráðningar opinberra stofnanna hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu.Seðlabankinn er talinn hafa brotið jafnréttislög þegar bankinn réð upplýsingafulltrúa á síðasta ári og þá greiðir ríkið tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Aðspurður hvort stjórn Ríkisútvarpsins hafi, í ljósi þessarar umræðu, baktryggt sig við sambærilegri bótaskyldu, segir Kári að farið hafi verið eftir „öllum lögum og teljum þetta allt vera á beinu brautinni hjá okkur.“ Stjórnin telur sig því hafa raunverulega valið þann hæfasta til verksins - „eftir mikla yfirlegu og marga fundi,“ undirstrikar Kári. Stefán Eiríksson tekur við stjórnartaumunum í Efstaleiti þann 1. mars næstkomandi. Horft til umdeildra Facebook-síðu Í tilkynningu stjórnarinnar sem send var til fjölmiðla í dag segir hún að horft hafi verið til ýmissa þátta í vinnu sinni. Þeirra á meðal að leitað hafi verið eftir „öflugum leiðtoga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar.“ „Við áttum okkur á því að það eru þegar hafnir nýir tímar í miðlun. Þetta hófst með RÚV Núll og vefnum og öllu því. Það er mjög mikilvægt að stýra fyrirtækinu inn í þennan nýjan heim sem er sífellt að þróast,“ segir Kári. Í því samhengi nefnir Kári að nýi útvarpsstjórinn sé „auðvitað gamall blaðamaður, fyrst og fremst,“ og vísar þar til starfa Stefáns fyrir Morgunblaðið og Tímann á árum áður. Framganga Stefáns á samfélagsmiðlum hafi jafnframt lagt sitt lóð á vogarskálarnar. „Hann setti á fót mjög umdeilda Facebook-síðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og var algjör frumkvöðull í því,“ segir Kári. Umrædd Facebook-síða var stofnuð árið 2010, rétt eins og Twitter-aðgangur lögreglunnar. Þar að auki starfrækir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu reikninga á Pinterest, YouTube, Flickr og Livestream en það er ekki síst Instagram-síða lögreglunnar sem vakið hefur athygli - „ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar,“ eins og Kári kemst að orði. Fyrirferð lögreglunnar á samfélagsmiðlum skiluðu stofnuninni meðal annars tilnefningu til erlendra verðlauna og nafnbótinni „Vefhetja ársins“ á Nexpo-verðlaununum 2012. Stefán veitti verðlaununum viðtöku og sagði af því tilefni að það væri „mikilvægt í þessu starfi eins og öðru að vera maður sjálfur og koma til dyranna eins og maður er klæddur.“ Fjölmiðlar Lögreglan Ráðning útvarpsstjóra Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig á samfélagsmiðlum var eitt af því sem vóg þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans. Þetta segir Kári Jónasson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins. Hann segir nýráðinn útvarpsstjóra svo sannarlega hæfastan úr hópi umsækjenda og óttast því ekki stjórnin hafi bakað sér bótaskyldu, eins og aðrar stofnanir hafa gert með ráðningum sínum að undanförnu. Greint var frá því í dag að Stefán hafi verið hlutskarpastur 41 umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Ráðningarferlið hefur ekki verið óumdeilt, því stjórn Ríkisútvarpsins ákvað að gefa ekki upp hver sóttu um starfið. Það sögðu þau vera að ráðleggingu Capacent, sem aðstoðaði við ráðninguna, og myndi skila þeim hæfari umsækjendum. Að endingu var Stefán talinn þeirra hæfastur. Kári Jónasson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins Að sögn Kára liggur mikil vinna að baki ákvörðuninni og fjölmargir stjórnarfundir. Nítján umsækjendur voru kallaðir í viðtöl, sem fulltrúar Capacent og stjórnar RÚV sátu „og svo fækkaði og fækkaði í hópnum þangað til að þrír voru eftir á lokasprettinum“ segir Kári. Samkvæmt heimildum Vísis voru það fyrrnefndur Stefán, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem þóttu hlutskörpust. Aðspurður um hversu stór hluti þessa nítján manna hóps var boðaður í fleiri en eitt viðtal sagðist Kári ekki vera með fjöldann á takteinum. Óttast ekki bætur Ráðningar opinberra stofnanna hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu.Seðlabankinn er talinn hafa brotið jafnréttislög þegar bankinn réð upplýsingafulltrúa á síðasta ári og þá greiðir ríkið tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Aðspurður hvort stjórn Ríkisútvarpsins hafi, í ljósi þessarar umræðu, baktryggt sig við sambærilegri bótaskyldu, segir Kári að farið hafi verið eftir „öllum lögum og teljum þetta allt vera á beinu brautinni hjá okkur.“ Stjórnin telur sig því hafa raunverulega valið þann hæfasta til verksins - „eftir mikla yfirlegu og marga fundi,“ undirstrikar Kári. Stefán Eiríksson tekur við stjórnartaumunum í Efstaleiti þann 1. mars næstkomandi. Horft til umdeildra Facebook-síðu Í tilkynningu stjórnarinnar sem send var til fjölmiðla í dag segir hún að horft hafi verið til ýmissa þátta í vinnu sinni. Þeirra á meðal að leitað hafi verið eftir „öflugum leiðtoga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar.“ „Við áttum okkur á því að það eru þegar hafnir nýir tímar í miðlun. Þetta hófst með RÚV Núll og vefnum og öllu því. Það er mjög mikilvægt að stýra fyrirtækinu inn í þennan nýjan heim sem er sífellt að þróast,“ segir Kári. Í því samhengi nefnir Kári að nýi útvarpsstjórinn sé „auðvitað gamall blaðamaður, fyrst og fremst,“ og vísar þar til starfa Stefáns fyrir Morgunblaðið og Tímann á árum áður. Framganga Stefáns á samfélagsmiðlum hafi jafnframt lagt sitt lóð á vogarskálarnar. „Hann setti á fót mjög umdeilda Facebook-síðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og var algjör frumkvöðull í því,“ segir Kári. Umrædd Facebook-síða var stofnuð árið 2010, rétt eins og Twitter-aðgangur lögreglunnar. Þar að auki starfrækir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu reikninga á Pinterest, YouTube, Flickr og Livestream en það er ekki síst Instagram-síða lögreglunnar sem vakið hefur athygli - „ekki bara hér á landi heldur víða annars staðar,“ eins og Kári kemst að orði. Fyrirferð lögreglunnar á samfélagsmiðlum skiluðu stofnuninni meðal annars tilnefningu til erlendra verðlauna og nafnbótinni „Vefhetja ársins“ á Nexpo-verðlaununum 2012. Stefán veitti verðlaununum viðtöku og sagði af því tilefni að það væri „mikilvægt í þessu starfi eins og öðru að vera maður sjálfur og koma til dyranna eins og maður er klæddur.“
Fjölmiðlar Lögreglan Ráðning útvarpsstjóra Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30
Skiptar skoðanir á ráðningu nýs útvarpsstjóra Stefán Eiríksson, borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri. Tilkynnt var um ráðningu hans á fjórða tímanum í dag. 28. janúar 2020 16:18