Nýr útvarpsstjóri kynntur innan stundar Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2020 12:26 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skipaði Kára Jónasson formann stjórnar en situr nú uppi með það að hann ætlar sér að taka sjálfstæða ákvörðun um hver verður útvarpsstjóri. visir/vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hefur ákveðið hver verður næsti útvarpsstjóri. Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi. Nokkur einhugur var í stjórninni með valið, sem að endingu snerist um fjóra umsækjendur, samkvæmt heimildum Vísis.Einn stjórnarmeðlima greiddi þó ekki atkvæði með þeim sem fyrir valinu varð. Að loknu umsóknarferlinu stóðu fjórir umsækjendur eftir sem uppfylltu skilyrði sem sett voru fram í umsókn og stóðu sig vel í viðtölum. Samkvæmt heimildum Vísis er næsti útvarpsstjóri nú að ganga frá lausum endum í sinni vinnu, tilkynna samstarfsfólki sínu um að hann sé að sigla á önnur mið. Stefán Eiríksson vildi ekki tjá sig Kjarninn hefur tekið málið upp og telur sig hafa heimildir fyrir því að þeir fjórir sem valið stóð um innan stjórnar væru: Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkur og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi. Stefán Eiríksson er borgarritari í Reykjavík en gegndi áður starfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Reykjavík Vísir hefur rætt við bæði Kolbrúnu og Þorstein sem segjast ekki hafa fengið tilkynningu frá stjórn um að þau séu næstu útvarpsstjórar, þannig að ekki er um þau að ræða. Þá standa eftir Stefán Eiríksson og Karl Garðarsson. Ekki hefur náðst í Karl en Stefán vildi ekkert tjá sig að svo stöddu um málið og sagði að það yrði bara að koma í ljós. Upplýstu ekki um umsækjendur Talsvert hefur verið fjallað um þessa ráðningu en staðan varð óvænt laus þegar Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, ákvað að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra og fékk. Hann hafði þá nýverið skrifað undir endurnýjaðan samning við Ríkisútvarpið ohf. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðuna en það hefur reynst afar umdeilt. Blaðamaður kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði að stjórninni væri þetta heimilt, að pukrast með umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis er sú skoðun uppi innan stjórnar RÚV ofh. að þessi ákvörðun, sem Kári Jónasson formaður stjórnar hefur sagt að væri að ráði Capacent, hefði reynst vel að því leyti til að fram hafi komið umsækjendur sem að öðrum kosti hefðu ekki sótt um. Vísir beindi þá erindi til Umboðsmanns Alþingis sem ritaði harðort bréf til úrskurðarnefndarinnar og krafði hana um frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni. Ljóst er að umboðsmaður telur lagatúlkun sem þar er að baki véfengjanlega og er hann nú með það mál til umfjöllunar innan sinna vébanda.Fréttin var síðast uppfærð 13:45 Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hefur ákveðið hver verður næsti útvarpsstjóri. Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi. Nokkur einhugur var í stjórninni með valið, sem að endingu snerist um fjóra umsækjendur, samkvæmt heimildum Vísis.Einn stjórnarmeðlima greiddi þó ekki atkvæði með þeim sem fyrir valinu varð. Að loknu umsóknarferlinu stóðu fjórir umsækjendur eftir sem uppfylltu skilyrði sem sett voru fram í umsókn og stóðu sig vel í viðtölum. Samkvæmt heimildum Vísis er næsti útvarpsstjóri nú að ganga frá lausum endum í sinni vinnu, tilkynna samstarfsfólki sínu um að hann sé að sigla á önnur mið. Stefán Eiríksson vildi ekki tjá sig Kjarninn hefur tekið málið upp og telur sig hafa heimildir fyrir því að þeir fjórir sem valið stóð um innan stjórnar væru: Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkur og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi. Stefán Eiríksson er borgarritari í Reykjavík en gegndi áður starfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Reykjavík Vísir hefur rætt við bæði Kolbrúnu og Þorstein sem segjast ekki hafa fengið tilkynningu frá stjórn um að þau séu næstu útvarpsstjórar, þannig að ekki er um þau að ræða. Þá standa eftir Stefán Eiríksson og Karl Garðarsson. Ekki hefur náðst í Karl en Stefán vildi ekkert tjá sig að svo stöddu um málið og sagði að það yrði bara að koma í ljós. Upplýstu ekki um umsækjendur Talsvert hefur verið fjallað um þessa ráðningu en staðan varð óvænt laus þegar Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, ákvað að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra og fékk. Hann hafði þá nýverið skrifað undir endurnýjaðan samning við Ríkisútvarpið ohf. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðuna en það hefur reynst afar umdeilt. Blaðamaður kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði að stjórninni væri þetta heimilt, að pukrast með umsækjendur. Samkvæmt heimildum Vísis er sú skoðun uppi innan stjórnar RÚV ofh. að þessi ákvörðun, sem Kári Jónasson formaður stjórnar hefur sagt að væri að ráði Capacent, hefði reynst vel að því leyti til að fram hafi komið umsækjendur sem að öðrum kosti hefðu ekki sótt um. Vísir beindi þá erindi til Umboðsmanns Alþingis sem ritaði harðort bréf til úrskurðarnefndarinnar og krafði hana um frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni. Ljóst er að umboðsmaður telur lagatúlkun sem þar er að baki véfengjanlega og er hann nú með það mál til umfjöllunar innan sinna vébanda.Fréttin var síðast uppfærð 13:45
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42
Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels