Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður haldið áfram að fjalla um kórónaveiruna sem á upptök sín í Wuhan-borg. Á fimmta tug eru látnir og smit tilfelli á heimsvísu nálgast fjórtán hundruð.
Þá verður fjallað um loðnuleit hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kom til hafnar í gær. Fyrstu mælingar bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. Fimm skip hafa leitað og fundið en í litlu magni.
Þá verður einnig fjallað um niðurstöður rökræðukönnunar vegna viðhorfs almennings til stjórnarskrár Íslands en þátttaka í umræðum, tækifæri til að kynna sér málefni og spyrja sérfræðinga út úr hefur áhrif á viðhorf almennings til stjórnarskrár Íslands og breytinga á henni.
Einnig segjum við frá tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn sem verðir ýtt úr vör á næstu vikum.
Kvöldfréttirnar hefjast á slaginu 18:30.