Skúli og aðrir stjórnendur WOW krafðir um milljarðaskaðabætur Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 09:21 WOW air varð gjaldþrota þann 28. mars 2018. Vísir/Vilhelm Hópur skuldabréfaeiganda krefst þess að stjórn og forstjóri hins fallna WOW air bæti þeim það tjón sem hópurinn varð fyrir við gjaldþrot félagsins í mars á síðasta ári.Morgunblaðið greinir frá þessu og kemur þar fram að í kröfubréfinu sé þess krafist að stjórnendur gangi til samninga um greiðslu bóta en hópurinn áskilur sér annars þann rétt að fara með málið fyrir dómstóla. Kröfurnar eru sagðar nema milljörðum króna.Sjá einnig: Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélagannaKröfubréfið var sent í lok síðasta árs en við gjaldþrot WOW air urðu umrædd skuldabréf með öllu verðlaus. Grundvöllur kröfunnar er sagður vera sá að skuldabréfaeigendurnir telji að upplýsingagjöf stjórnenda í tengslum við skuldabréfaútboð árið 2018 hafi verið villandi og gefið ranga mynd af raunverulegri stöðu félagsins. Stuttu eftir gjaldþrot WOW var haft eftir lögmanni skuldabréfaeiganda að spurningar hafi vaknað hjá kröfuhöfum um það hvernig félagið gat farið í þrot innan við sex mánaðum eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk.Sjá einnig: Telur eðlilegt að skuldabréfaútboðið verði skoðaðHeimildir Morgunblaðsins herma að kröfu skuldabréfaeigendanna sé beint að Skúla Mogensen, forstjóra, stjórnarmanni og eiganda félagsins, Liv Bergþórsdóttur, stjórnarformanni við fall þess, Helgu Hlín Hákonardóttur lögmanni og Davíð Mássyni, flugrekanda og fjárfesti. Stjórnendum WOW gekk erfiðlega að safna fjármagni í skuldabréfaútboði sem félagið réðst í um mitt ár 2018 en tilkynnt var um það í september sama ár að tekist hefði að loka því. Í því söfnuðust alls rétt rúmar fimmtíu milljónir evra en þar af voru 25,8 milljónir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem tengdust félaginu nánum böndum. Stjórn WOW var með stjórnendatryggingu sem er ætlað að mæta mögulegum kröfum vegna tjóns sem hún kynni að valda með störfum sínum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er umrædd tryggingafjárhæð mun lægri en fjárhæð skuldabréfaútboðsins. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðar flugtak hins nýja WOW air á næstu vikum Ef marka má stöðuuppfærslu Michelle Ballarin á LinkedIn er von á því að WOW air hefji flug á nýjan leik á næstu vikum. 8. janúar 2020 11:24 Tilkynna hugsanleg brot í rekstri WOW air Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjóra þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. 7. janúar 2020 15:00 Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Fall Wow air og Primera air árin 2018 og 2019 leiddi til verulegs samdráttar í losun íslenskra flugfélaga. 24. janúar 2020 20:49 Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. 3. janúar 2020 15:30 Árangurslaus kyrrsetning á eignum Títans hjá slitabúi WOW Eignirnar sem fundust eru allar veðsettar í Arion banka. 22. janúar 2020 07:16 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
Hópur skuldabréfaeiganda krefst þess að stjórn og forstjóri hins fallna WOW air bæti þeim það tjón sem hópurinn varð fyrir við gjaldþrot félagsins í mars á síðasta ári.Morgunblaðið greinir frá þessu og kemur þar fram að í kröfubréfinu sé þess krafist að stjórnendur gangi til samninga um greiðslu bóta en hópurinn áskilur sér annars þann rétt að fara með málið fyrir dómstóla. Kröfurnar eru sagðar nema milljörðum króna.Sjá einnig: Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélagannaKröfubréfið var sent í lok síðasta árs en við gjaldþrot WOW air urðu umrædd skuldabréf með öllu verðlaus. Grundvöllur kröfunnar er sagður vera sá að skuldabréfaeigendurnir telji að upplýsingagjöf stjórnenda í tengslum við skuldabréfaútboð árið 2018 hafi verið villandi og gefið ranga mynd af raunverulegri stöðu félagsins. Stuttu eftir gjaldþrot WOW var haft eftir lögmanni skuldabréfaeiganda að spurningar hafi vaknað hjá kröfuhöfum um það hvernig félagið gat farið í þrot innan við sex mánaðum eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk.Sjá einnig: Telur eðlilegt að skuldabréfaútboðið verði skoðaðHeimildir Morgunblaðsins herma að kröfu skuldabréfaeigendanna sé beint að Skúla Mogensen, forstjóra, stjórnarmanni og eiganda félagsins, Liv Bergþórsdóttur, stjórnarformanni við fall þess, Helgu Hlín Hákonardóttur lögmanni og Davíð Mássyni, flugrekanda og fjárfesti. Stjórnendum WOW gekk erfiðlega að safna fjármagni í skuldabréfaútboði sem félagið réðst í um mitt ár 2018 en tilkynnt var um það í september sama ár að tekist hefði að loka því. Í því söfnuðust alls rétt rúmar fimmtíu milljónir evra en þar af voru 25,8 milljónir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem tengdust félaginu nánum böndum. Stjórn WOW var með stjórnendatryggingu sem er ætlað að mæta mögulegum kröfum vegna tjóns sem hún kynni að valda með störfum sínum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er umrædd tryggingafjárhæð mun lægri en fjárhæð skuldabréfaútboðsins.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Boðar flugtak hins nýja WOW air á næstu vikum Ef marka má stöðuuppfærslu Michelle Ballarin á LinkedIn er von á því að WOW air hefji flug á nýjan leik á næstu vikum. 8. janúar 2020 11:24 Tilkynna hugsanleg brot í rekstri WOW air Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjóra þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. 7. janúar 2020 15:00 Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Fall Wow air og Primera air árin 2018 og 2019 leiddi til verulegs samdráttar í losun íslenskra flugfélaga. 24. janúar 2020 20:49 Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. 3. janúar 2020 15:30 Árangurslaus kyrrsetning á eignum Títans hjá slitabúi WOW Eignirnar sem fundust eru allar veðsettar í Arion banka. 22. janúar 2020 07:16 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
Boðar flugtak hins nýja WOW air á næstu vikum Ef marka má stöðuuppfærslu Michelle Ballarin á LinkedIn er von á því að WOW air hefji flug á nýjan leik á næstu vikum. 8. janúar 2020 11:24
Tilkynna hugsanleg brot í rekstri WOW air Embætti héraðssaksóknara hefur borist tilkynning frá skiptastjóra þrotabús WOW air vegna hugsanlegs brots í rekstri flugélagsins. 7. janúar 2020 15:00
Losun frá flugi stórminnkaði eftir fall flugfélaganna Fall Wow air og Primera air árin 2018 og 2019 leiddi til verulegs samdráttar í losun íslenskra flugfélaga. 24. janúar 2020 20:49
Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. 3. janúar 2020 15:30
Árangurslaus kyrrsetning á eignum Títans hjá slitabúi WOW Eignirnar sem fundust eru allar veðsettar í Arion banka. 22. janúar 2020 07:16