Icelandair hefur aflýst fimmtíu brottförum í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 15:56 Icelandair hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Vísir/Vilhelm Raskanir á flugi Icelandair í gær og í dag hafa haft áhrif á um það bil 3.000 farþega. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Um er að ræða þrjú prósent af heildarbrottförum félagsins á tímabilinu að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair. Eftir hádegi í dag hefur Icelandair aflýst sex flugum til og frá Evrópu vegna veðurs. Þá hefur öllu flugi frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag verið aflýst. Brottfarir í kvöld frá Bandaríkjunum og Kanada til Keflavíkur eru hins vegar á áætlun. Allt flug Icelandair til og frá landinu í fyrramálið er þar af leiðandi á áætlun og er ekki gert ráð fyrir frekari röskunum á flugi um helgina. „Til að greiða úr töfum sem orðið hafa á flugi til og frá landinu vegna veðurs, þá höfum við sett upp ný flug á morgun, föstudaginn 24. janúar, til og frá London Gatwick, Kaupmannahöfn, Amsterdam og París. Raskanir á flugi í gær höfðu áhrif á í kringum 3.000 farþega en vel hefur gengið að greiða úr því. Við höfum komið öllum upplýsingum um breytingar á flugi til meirihluta farþega nú þegar. Í dag er hins vegar unnið samkvæmt nýjum verkferlum og því erum við að takast á við raskanir með skilvirkari hætti en áður og með minni áhrif á starfsemi félagsins. Frá því í október hefur Icelandair aflýst 200 brottförum, þar af eru 130 í janúar og 50 í dag, um er að ræða 3% af heildar brottförum félagsins á tímabilinu. Það eru ávallt árssveiflur í veðrinu en við erum alltaf undirbúin að takast á við raskanir á flugi vegna veðurs. Markmið okkar er að koma farþegum okkar sem fyrst á áfangastað á sem öruggastan máta og að truflun farþega verði sem minnst,“ er haft eftir Ingibjörgu Ásdísi Ragnarsdóttur, forstöðumanni þjónustu og upplifunar hjá Icelandair, í tilkynningu. „Það er ekki nauðsynlegt að hafa samband við okkur nema ef ný ferðaáætlun hentar viðkomandi ekki. Það er ávallt hægt fara inn á heimasíðu félagsins og fylgjast með á svæðinu „umsjón með bókun“. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir einnig er hægt að uppfæra þar upplýsingar um símanúmer og netfang farþega svo réttar upplýsingar berist hratt og örugglega,“ segir Ingibjörg Ásdís enn fremur.Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Icelandair. Fréttir af flugi Icelandair Veður Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Raskanir á flugi Icelandair í gær og í dag hafa haft áhrif á um það bil 3.000 farþega. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Um er að ræða þrjú prósent af heildarbrottförum félagsins á tímabilinu að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair. Eftir hádegi í dag hefur Icelandair aflýst sex flugum til og frá Evrópu vegna veðurs. Þá hefur öllu flugi frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag verið aflýst. Brottfarir í kvöld frá Bandaríkjunum og Kanada til Keflavíkur eru hins vegar á áætlun. Allt flug Icelandair til og frá landinu í fyrramálið er þar af leiðandi á áætlun og er ekki gert ráð fyrir frekari röskunum á flugi um helgina. „Til að greiða úr töfum sem orðið hafa á flugi til og frá landinu vegna veðurs, þá höfum við sett upp ný flug á morgun, föstudaginn 24. janúar, til og frá London Gatwick, Kaupmannahöfn, Amsterdam og París. Raskanir á flugi í gær höfðu áhrif á í kringum 3.000 farþega en vel hefur gengið að greiða úr því. Við höfum komið öllum upplýsingum um breytingar á flugi til meirihluta farþega nú þegar. Í dag er hins vegar unnið samkvæmt nýjum verkferlum og því erum við að takast á við raskanir með skilvirkari hætti en áður og með minni áhrif á starfsemi félagsins. Frá því í október hefur Icelandair aflýst 200 brottförum, þar af eru 130 í janúar og 50 í dag, um er að ræða 3% af heildar brottförum félagsins á tímabilinu. Það eru ávallt árssveiflur í veðrinu en við erum alltaf undirbúin að takast á við raskanir á flugi vegna veðurs. Markmið okkar er að koma farþegum okkar sem fyrst á áfangastað á sem öruggastan máta og að truflun farþega verði sem minnst,“ er haft eftir Ingibjörgu Ásdísi Ragnarsdóttur, forstöðumanni þjónustu og upplifunar hjá Icelandair, í tilkynningu. „Það er ekki nauðsynlegt að hafa samband við okkur nema ef ný ferðaáætlun hentar viðkomandi ekki. Það er ávallt hægt fara inn á heimasíðu félagsins og fylgjast með á svæðinu „umsjón með bókun“. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir einnig er hægt að uppfæra þar upplýsingar um símanúmer og netfang farþega svo réttar upplýsingar berist hratt og örugglega,“ segir Ingibjörg Ásdís enn fremur.Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Icelandair.
Fréttir af flugi Icelandair Veður Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira