Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 15:17 Höfuðkúpan fannst í umdæmi lögreglu á Suðurlandi, nánar tiltekið á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Vísir/vilhelm Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. Um er að ræða höfuðkúpu manns sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Höfuðkúpan fannst á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri góm. Farið var með hana til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og gerðar skoðanir og mælingar eins og fremst var unnt með tækni þess tíma. Ekki tókst þó að bera kennsl á höfuðkúpuna og hún sett í geymslu. DV fjallar um leitina yfir jólin 1987.Skjáskot/Tímarit.is Ákveðið var að reyna aftur í lok mars á síðasta ári og tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. DNA-sýni úr kúpunni var því næst sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Umfangsmikil leit hófst á jóladag 1987 Í tilkynningu lögreglu segir að börnum Jóns hafi verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þau munu fá þessar jarðnesku leifar föður síns á allra næstu dögum. Í fréttum um leitina að Jóni á sínum tíma kemur fram að hún hafi hafist á jóladag árið 1987 og verið umfangsmikil. Hann var úr Þorlákshöfn og hafði sagst ætla til Reykjavíkur á aðfangadag en skilaði sér ekki þangað. Bíll hans fannst síðar við brúna yfir Sogið. Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA-sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Þeirri vinnu verður haldið áfram á þessu ári en lögreglumönnum sem sinnt hafa umræddum störfum hefur verið afar vel tekið af aðstandendum, að því er segir í tilkynningu. Sýnin sem tekin hafa verið eru varðveitt í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við erfðaefni þeirra sem finnast. Árborg Lögreglumál Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. Um er að ræða höfuðkúpu manns sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Höfuðkúpan fannst á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri góm. Farið var með hana til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og gerðar skoðanir og mælingar eins og fremst var unnt með tækni þess tíma. Ekki tókst þó að bera kennsl á höfuðkúpuna og hún sett í geymslu. DV fjallar um leitina yfir jólin 1987.Skjáskot/Tímarit.is Ákveðið var að reyna aftur í lok mars á síðasta ári og tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. DNA-sýni úr kúpunni var því næst sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Umfangsmikil leit hófst á jóladag 1987 Í tilkynningu lögreglu segir að börnum Jóns hafi verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þau munu fá þessar jarðnesku leifar föður síns á allra næstu dögum. Í fréttum um leitina að Jóni á sínum tíma kemur fram að hún hafi hafist á jóladag árið 1987 og verið umfangsmikil. Hann var úr Þorlákshöfn og hafði sagst ætla til Reykjavíkur á aðfangadag en skilaði sér ekki þangað. Bíll hans fannst síðar við brúna yfir Sogið. Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA-sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Þeirri vinnu verður haldið áfram á þessu ári en lögreglumönnum sem sinnt hafa umræddum störfum hefur verið afar vel tekið af aðstandendum, að því er segir í tilkynningu. Sýnin sem tekin hafa verið eru varðveitt í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við erfðaefni þeirra sem finnast.
Árborg Lögreglumál Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira