Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 11:59 Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. AP/Aleksey Nikolskyi Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. Umræðan um stjórnarskrárbreytingarnar tók tvær klukkustundir. Allir 432 þingmenn Dúmunnar greiddu atkvæði með breytingunum, sem sérfræðingar segja ætlað að tryggja að Pútín haldi völdum sínum eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lent úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Breytingarnar sem Pútín hefur lagt til fela meðal annars í sér að völd ríkisráðs Rússlands verði aukin til muna. Þar sitja ríkisstjórnar og aðrir embættismenn og samkvæmt tillögunum á ráðið að ákveða stefnumál Rússlands varðandi bæði utanríkismál og innanríkismál. Hlutverk ráðsins verður þó ítrekað frekar í öðrum lögum. Einnig eigi þingið að geta skipað forsætisráðherra og aðra ráðherra og breytingar fela þar að auki í sér að lög Rússlands séu æðri alþjóðalögum. Þar sem forseti má ekki sitja í embætti lengur en tvö kjörtímabil telja sérfræðingar að Pútín ætli sér mögulega að taka við stjórn ríkisráðsins og stjórna Rússlandi þannig áfram. Stjórnarskrárbreytingarnar fela einnig í sér að forsetum verði alfarið meinað að sitja lengur í embætti en í tvö kjörtímabil, samfleytt eða ekki. Áætlað er að seinni umræðan fari fram þann 11. febrúar. Þingmenn og sérstök nefnd sem Pútín skipaði, hafa þegar stungið upp á ýmsum viðbótum við frumvarpsdrögin sem samþykkt voru í morgun. Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. Umræðan um stjórnarskrárbreytingarnar tók tvær klukkustundir. Allir 432 þingmenn Dúmunnar greiddu atkvæði með breytingunum, sem sérfræðingar segja ætlað að tryggja að Pútín haldi völdum sínum eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lent úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Breytingarnar sem Pútín hefur lagt til fela meðal annars í sér að völd ríkisráðs Rússlands verði aukin til muna. Þar sitja ríkisstjórnar og aðrir embættismenn og samkvæmt tillögunum á ráðið að ákveða stefnumál Rússlands varðandi bæði utanríkismál og innanríkismál. Hlutverk ráðsins verður þó ítrekað frekar í öðrum lögum. Einnig eigi þingið að geta skipað forsætisráðherra og aðra ráðherra og breytingar fela þar að auki í sér að lög Rússlands séu æðri alþjóðalögum. Þar sem forseti má ekki sitja í embætti lengur en tvö kjörtímabil telja sérfræðingar að Pútín ætli sér mögulega að taka við stjórn ríkisráðsins og stjórna Rússlandi þannig áfram. Stjórnarskrárbreytingarnar fela einnig í sér að forsetum verði alfarið meinað að sitja lengur í embætti en í tvö kjörtímabil, samfleytt eða ekki. Áætlað er að seinni umræðan fari fram þann 11. febrúar. Þingmenn og sérstök nefnd sem Pútín skipaði, hafa þegar stungið upp á ýmsum viðbótum við frumvarpsdrögin sem samþykkt voru í morgun.
Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45
Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59
Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00