Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Stjórn Sorpu hefur ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan framúrkeyrsla í framkvæmdakostnaði við nýjar jarðgerðar- og móttökustöðvar er könnuð. Fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og rætt í beinni útsendingu við stjórnarformann Sorpu.

Í fréttatímanum sýnum við líka frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, þar sem frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, var til umræðu í dag.

Þá fjöllum við um útbreiðslu Wuhan-veirunnar, stöðuna hjá Icelandair eftir nýjustu fréttir af Max-þotunum og lítum inn á Listasafn Reykjavíkur, þar sem sýning Hrafnhildar Arnardóttur, eða listakonunnar Shoplifter, verður opnuð á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×