Ánægð með framlag Íslands í þróunarsamvinnu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. janúar 2020 19:00 Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Vísir/Baldur Framlag Íslands til þróunaraðstoðar er hnitmiðað og starfið skilvirkt. Þetta segir Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Moorehead segir framlag Íslands skipta sérstaklega miklu máli í ákveðnum málaflokkum. „Ég myndi helst benda á vinnu ykkar í umhverfis- og loftslagsmálum. Þið eruð leiðandi á sviði jarðvarmavirkjunar og notið þá þekkingu til þess að hjálpa þróunarríkjum. Þið eruð sömuleiðis í efsta sæti þegar kemur að kynjajafnrétti og það spilar hlutverk í stefnumótuninni.“ Hún segir það afar gott að starf Íslands á þessum vettvangi sé hnitmiðað. „Ísland hefur beint sínu takmarkaða fjármagni til ákveðinna ríkja. Ég veit að löndin sem þið vinnið nú með eru Malaví og Úganda. Þið gefið einnig vel til alþjóðakerfisins,“ segir Moorehead. Íslendingar hafi gert vel með að einbeita sér að ákveðnu svæði í Malaví og að vinna náið með yfirvöldum á svæðinu. Þannig sé bæði tryggt að aðstoð á sviði mennta- og vatnsveitumála skili sér og að árangurinn haldist í höndum heimamanna. Fjárframlög Íslands til þróunaraðstoðar séu þó undir viðmiði. Alþingi samþykkti að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun og setja undir utanríkisráðuneytið í desember 2015. Moorehead segir þetta vera þróunina víðar og hafi almennt gefist vel. „Hættan sem felst í þessu er sú að þróunarsamvinnan gæti orðið fyrir of miklum áhrifum af utanríkisstefnunni. Ég tel þó að þeim fari fjölgandi sem átta sig á því að þróunarsamvinna eigi að vera mikilvægur hluti af allri utanríkisstefnu.“ Utanríkismál Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Framlag Íslands til þróunaraðstoðar er hnitmiðað og starfið skilvirkt. Þetta segir Susanna Moorehead, formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Moorehead segir framlag Íslands skipta sérstaklega miklu máli í ákveðnum málaflokkum. „Ég myndi helst benda á vinnu ykkar í umhverfis- og loftslagsmálum. Þið eruð leiðandi á sviði jarðvarmavirkjunar og notið þá þekkingu til þess að hjálpa þróunarríkjum. Þið eruð sömuleiðis í efsta sæti þegar kemur að kynjajafnrétti og það spilar hlutverk í stefnumótuninni.“ Hún segir það afar gott að starf Íslands á þessum vettvangi sé hnitmiðað. „Ísland hefur beint sínu takmarkaða fjármagni til ákveðinna ríkja. Ég veit að löndin sem þið vinnið nú með eru Malaví og Úganda. Þið gefið einnig vel til alþjóðakerfisins,“ segir Moorehead. Íslendingar hafi gert vel með að einbeita sér að ákveðnu svæði í Malaví og að vinna náið með yfirvöldum á svæðinu. Þannig sé bæði tryggt að aðstoð á sviði mennta- og vatnsveitumála skili sér og að árangurinn haldist í höndum heimamanna. Fjárframlög Íslands til þróunaraðstoðar séu þó undir viðmiði. Alþingi samþykkti að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun og setja undir utanríkisráðuneytið í desember 2015. Moorehead segir þetta vera þróunina víðar og hafi almennt gefist vel. „Hættan sem felst í þessu er sú að þróunarsamvinnan gæti orðið fyrir of miklum áhrifum af utanríkisstefnunni. Ég tel þó að þeim fari fjölgandi sem átta sig á því að þróunarsamvinna eigi að vera mikilvægur hluti af allri utanríkisstefnu.“
Utanríkismál Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira