Eru foreldrar fífl? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 21. janúar 2020 14:30 Hafið þið heyrt um stællega nútímaforeldrið sem er alltaf í ræktinni og á djamminu? Brunandi milli staða á sportbílnum að dúlla sér í vinnunni á meðan börnin eru í geymslu? Með óraunhæfar væntingar til leikskólakennara sem eiga ekki að fara í sumarfrí? Foreldrið sem setur sífellt eigin þarfir ofar þörfum barnsins? Meira ófétið sem þetta foreldri er! Vonandi iðrast það á efri árum. Ófögur mynd Sú mynd sem dregin er upp sums staðar af foreldrum þessa dagana er ófögur. Eins fjölbreyttur og sá hópur nú er. Meðal annars má lesa á vef Fréttablaðsins hugrenningar leikskólastjóra sem talar, ekki mikið undir rós, um vanhæfa foreldra sem skilja ekki starf leikskóla og bera ekki virðingu fyrir þörfum barna sinna. Lýsingin hér í formálanum felur í sér tilvísanir í þá umfjöllun. Hún áréttar m.a. að „skóli sé ekki geymslusvæði fyrir börn meðan við foreldrar vinnum.” Enda fremur ósmekklegt að tala um að setja börn í geymslu. Einnig ræðir hún að það sé ekki skólans að ala upp barnið en áréttar þó „að starf þessara stofnanna snúist um að kenna börnum, sinna þjálfunum, auka orðaforða, efla sjálfsmynd, félagstengsl og margt fleira.“ Er það ekki uppeldi? Auðvitað bera foreldrar ábyrgð á uppeldi barna sinna en miðað við þessa lýsingu tekur skólinn nú þátt í að koma þeim til manns. Þorpið elur upp barnið. Eins er leikskóli ekki bara skóli heldur líka þjónustustofnun, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Ekki er skólaskylda á leikskólastigi þrátt fyrir að þar sé unnið mikilvægt og faglegt starf og flestir foreldrar kjósa að setja börn sín í leikskóla. Einnig vilja foreldrar að börnin fái tækifæri til að hitta önnur börn og eiga góð og gefandi samskipti í öruggu umhverfi en staðreyndin er líka sú að foreldrar þurfa að vinna fyrir sér og fjölskyldunni til að geta skapað sér og sínum gott heimili og þá þurfa börnin að vera einhvers staðar á meðan. Foreldrar greiða líka skólagjöld í leikskóla. Umræða um þarfir barna og jafnvægi í lífi fjölskyldna ætti að fara fram með góðu samtali frekar en að talað sé yfir foreldrum úr fílabeinsturni. Slíkar aðferðir eru ekki líklegar til árangurs. Sköpum barnvænna samfélag Á Íslandi er almennt 8 tíma vinnudagur og 40 stunda vinnuvika og sveigjanleiki starfa mismikill. Af hverju mega leikskólar ekki ráða sínum opnunartíma sjálfir á hverjum stað? Getur hann ekki verið sveigjanlegur? Vissulega eiga þarfir vinnumarkaðarins ekki að bitna á börnum, 40 stunda vinnuvika er ekki lögmál en það er engu að síður sá veruleiki sem flestir búa við í dag og síðan fer tími í að koma sér á milli staða. Áhersla á atvinnulíf ofar fjölskyldulífi er röng og samfélagið á að setja börn og barnafjölskyldur í forgang. Þar liggur framtíðin og í þessu samhengi má nefna að fæðingartíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki. En það er umhugsunarvert þegar svona ákvarðanir eru teknar að því er virðist án samráðs við þá sem nýta sér þjónustu leikskólanna og eru oftar en ekki háðir henni. Margir foreldrar eru í þeirri stöðu og hafa lítið svigrúm til að bregðast við skyndilegum breytingum. Í raun eru líklega flestir sammála um að skapa barnvænna samfélag en greinir á um leiðirnar að því markmiði. Leiðin að markmiðinu En af hverju er þessum breytingum hrundið í framkvæmd áður en almennar breytingar verða á vinnutíma? Breytingar sem eru í bígerð. Af hverju er ekki unnið út frá gögnum líkt og vaninn er við góða stefnumótun? Steinunn Gestsdóttir, prófessor í þroskasálfræði, hefur m.a. bent á þetta atriði og nefnir að þótt innsýn fagfólks gefi vissulega vísbendingar um stöðu mála sé sú sýn takmörkuð og því ætti að safna gögnum um hvaða hópa skerðing á opnunartíma leikskóla myndi snerta illa. Hún nefnir auk þess „að henni sé ekki kunnugt um neinar rannsóknir sem sýni að 8,5 tímar séu skaðlegri fyrir leikskólabörn en 8,0 tímar en hins vegar sýni rannsóknir að hávaði, lítið pláss og mannekla hafi neikvæð áhrif á börn og starfsfólk,” og svo bætir hún við að góðir leikskólar hafi jákvæð áhrif á þroska barna. Hanna Katrin Friðriksson, alþingismaður og formaður þingflokks Viðreisnar, bendir á að: „allar ákvarðanir sem lúta að sambandi fjölskyldulífs og vinnu séu jafnréttismál,“ og veltir fyrir sér með þróun þess sambands í huga hvort hér sé verið að taka rétt skref á röngum tíma? Hefði ekki verið nær að gera þetta í samfloti við styttingu vinnuvikunnar? Hafa ákvarðanir um styttingu opnunartíma verið undirbúnar í einhverju samráði við t.a.m. aðila vinnumarkaðarins? Ljóst er að þetta hangir allt saman og hér þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að ná jafnvægi á skynsamlegan hátt, án þess að skapa óþarfa streitu og álag á fjölskyldur sem er víst nógu mikið fyrir. Einkabílnum verður í það minnsta ekki lagt víða á næstunni. Svo má halda því til haga að þrátt fyrir að hér sé meginskýringin sú að verið sé að hugsa um börnin er ekki síður verið að hugsa um sparnað og hagræðingu. Mýtan um sjálfhverfuna Að lokum auglýsi ég eftir þessum foreldrum sem eru alltaf í ræktinni en sú mýta er sterk í samfélaginu. Enn hef ég ekki hitt marga foreldra með börn á leik- og grunnskólaaldri sem hafa svona mikinn tíma fyrir sjálfa sig og hefði áhuga á að heyra hvernig þeir fara að því að samræma vinnutíma, fjölskyldulíf og sjálfsrækt, sem er víst mikilvæg fyrir sálartetrið. Sannleikurinn er nefnilega sá að foreldrar eru margir hverjir undirlagðir af stressi sem smitast yfir til barnanna. Við þurfum að endurhugsa svo margt í okkar samfélagi sem einkennist af endalausu skipulagi, hraða og streitu. Fólk er meira og minna í spreng að komast á milli staða í eilífu kappi við klukkuna, úr tengslum við náttúruna og sig sjálft. Þessu þarf að breyta í sameiningu, með góðu samstarfi og þá þurfa allir að líta í eigin barm. Ég held við getum öll verið sammála um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Hafið þið heyrt um stællega nútímaforeldrið sem er alltaf í ræktinni og á djamminu? Brunandi milli staða á sportbílnum að dúlla sér í vinnunni á meðan börnin eru í geymslu? Með óraunhæfar væntingar til leikskólakennara sem eiga ekki að fara í sumarfrí? Foreldrið sem setur sífellt eigin þarfir ofar þörfum barnsins? Meira ófétið sem þetta foreldri er! Vonandi iðrast það á efri árum. Ófögur mynd Sú mynd sem dregin er upp sums staðar af foreldrum þessa dagana er ófögur. Eins fjölbreyttur og sá hópur nú er. Meðal annars má lesa á vef Fréttablaðsins hugrenningar leikskólastjóra sem talar, ekki mikið undir rós, um vanhæfa foreldra sem skilja ekki starf leikskóla og bera ekki virðingu fyrir þörfum barna sinna. Lýsingin hér í formálanum felur í sér tilvísanir í þá umfjöllun. Hún áréttar m.a. að „skóli sé ekki geymslusvæði fyrir börn meðan við foreldrar vinnum.” Enda fremur ósmekklegt að tala um að setja börn í geymslu. Einnig ræðir hún að það sé ekki skólans að ala upp barnið en áréttar þó „að starf þessara stofnanna snúist um að kenna börnum, sinna þjálfunum, auka orðaforða, efla sjálfsmynd, félagstengsl og margt fleira.“ Er það ekki uppeldi? Auðvitað bera foreldrar ábyrgð á uppeldi barna sinna en miðað við þessa lýsingu tekur skólinn nú þátt í að koma þeim til manns. Þorpið elur upp barnið. Eins er leikskóli ekki bara skóli heldur líka þjónustustofnun, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Ekki er skólaskylda á leikskólastigi þrátt fyrir að þar sé unnið mikilvægt og faglegt starf og flestir foreldrar kjósa að setja börn sín í leikskóla. Einnig vilja foreldrar að börnin fái tækifæri til að hitta önnur börn og eiga góð og gefandi samskipti í öruggu umhverfi en staðreyndin er líka sú að foreldrar þurfa að vinna fyrir sér og fjölskyldunni til að geta skapað sér og sínum gott heimili og þá þurfa börnin að vera einhvers staðar á meðan. Foreldrar greiða líka skólagjöld í leikskóla. Umræða um þarfir barna og jafnvægi í lífi fjölskyldna ætti að fara fram með góðu samtali frekar en að talað sé yfir foreldrum úr fílabeinsturni. Slíkar aðferðir eru ekki líklegar til árangurs. Sköpum barnvænna samfélag Á Íslandi er almennt 8 tíma vinnudagur og 40 stunda vinnuvika og sveigjanleiki starfa mismikill. Af hverju mega leikskólar ekki ráða sínum opnunartíma sjálfir á hverjum stað? Getur hann ekki verið sveigjanlegur? Vissulega eiga þarfir vinnumarkaðarins ekki að bitna á börnum, 40 stunda vinnuvika er ekki lögmál en það er engu að síður sá veruleiki sem flestir búa við í dag og síðan fer tími í að koma sér á milli staða. Áhersla á atvinnulíf ofar fjölskyldulífi er röng og samfélagið á að setja börn og barnafjölskyldur í forgang. Þar liggur framtíðin og í þessu samhengi má nefna að fæðingartíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki. En það er umhugsunarvert þegar svona ákvarðanir eru teknar að því er virðist án samráðs við þá sem nýta sér þjónustu leikskólanna og eru oftar en ekki háðir henni. Margir foreldrar eru í þeirri stöðu og hafa lítið svigrúm til að bregðast við skyndilegum breytingum. Í raun eru líklega flestir sammála um að skapa barnvænna samfélag en greinir á um leiðirnar að því markmiði. Leiðin að markmiðinu En af hverju er þessum breytingum hrundið í framkvæmd áður en almennar breytingar verða á vinnutíma? Breytingar sem eru í bígerð. Af hverju er ekki unnið út frá gögnum líkt og vaninn er við góða stefnumótun? Steinunn Gestsdóttir, prófessor í þroskasálfræði, hefur m.a. bent á þetta atriði og nefnir að þótt innsýn fagfólks gefi vissulega vísbendingar um stöðu mála sé sú sýn takmörkuð og því ætti að safna gögnum um hvaða hópa skerðing á opnunartíma leikskóla myndi snerta illa. Hún nefnir auk þess „að henni sé ekki kunnugt um neinar rannsóknir sem sýni að 8,5 tímar séu skaðlegri fyrir leikskólabörn en 8,0 tímar en hins vegar sýni rannsóknir að hávaði, lítið pláss og mannekla hafi neikvæð áhrif á börn og starfsfólk,” og svo bætir hún við að góðir leikskólar hafi jákvæð áhrif á þroska barna. Hanna Katrin Friðriksson, alþingismaður og formaður þingflokks Viðreisnar, bendir á að: „allar ákvarðanir sem lúta að sambandi fjölskyldulífs og vinnu séu jafnréttismál,“ og veltir fyrir sér með þróun þess sambands í huga hvort hér sé verið að taka rétt skref á röngum tíma? Hefði ekki verið nær að gera þetta í samfloti við styttingu vinnuvikunnar? Hafa ákvarðanir um styttingu opnunartíma verið undirbúnar í einhverju samráði við t.a.m. aðila vinnumarkaðarins? Ljóst er að þetta hangir allt saman og hér þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að ná jafnvægi á skynsamlegan hátt, án þess að skapa óþarfa streitu og álag á fjölskyldur sem er víst nógu mikið fyrir. Einkabílnum verður í það minnsta ekki lagt víða á næstunni. Svo má halda því til haga að þrátt fyrir að hér sé meginskýringin sú að verið sé að hugsa um börnin er ekki síður verið að hugsa um sparnað og hagræðingu. Mýtan um sjálfhverfuna Að lokum auglýsi ég eftir þessum foreldrum sem eru alltaf í ræktinni en sú mýta er sterk í samfélaginu. Enn hef ég ekki hitt marga foreldra með börn á leik- og grunnskólaaldri sem hafa svona mikinn tíma fyrir sjálfa sig og hefði áhuga á að heyra hvernig þeir fara að því að samræma vinnutíma, fjölskyldulíf og sjálfsrækt, sem er víst mikilvæg fyrir sálartetrið. Sannleikurinn er nefnilega sá að foreldrar eru margir hverjir undirlagðir af stressi sem smitast yfir til barnanna. Við þurfum að endurhugsa svo margt í okkar samfélagi sem einkennist af endalausu skipulagi, hraða og streitu. Fólk er meira og minna í spreng að komast á milli staða í eilífu kappi við klukkuna, úr tengslum við náttúruna og sig sjálft. Þessu þarf að breyta í sameiningu, með góðu samstarfi og þá þurfa allir að líta í eigin barm. Ég held við getum öll verið sammála um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar