Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2020 14:12 Verkföll Eflingarfólks mun hafa talsverð áhrif á starfsemi leikskóla í Reykjavík. vísir/vilhelm Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni í næstu viku. Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar. Munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í dag. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gera ráð fyrir að þetta yrði síðasti fundur samninganefndanna fyrir verkfall Eflingarfólks í borginni, sem hefst á þriðjudag, en áður hafði Sólveig sagst ekki ætla að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar oftar en lög kveða á um. Verkfallshrina strax eftir helgi Verði deila Eflingar og borgarinnar ekki til lykta leidd í dag hefst verkfallshrina strax eftir helgi. Eflingarfólk á leikskólum, hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu leggur þannig niður störf í hádeginu á þriðjudag og allan fimmtudaginn 6. febrúar. Hópur leikskólastjórnenda fundaði í morgun með fulltrúum Reykjavíkurborgar þar sem væntanleg áhrif af verkfallinu á starfsemi leikskóla borgarinnar voru útlistuð. Að óbreyttu munu þúsund leikskólastarfsmenn leggja niður störf á þriðjudag sem mun hafa mismikil áhrif á milli leikskóla og ræst það af hlutfalli Eflingarfólks á hverjum stað. Eitthvert rask verði þó á öllum leikskólum og sumum þurfi jafnvel að loka. Skertur vistunartími Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri sat fundinn í morgun. „Kjarninn í þessu er þessi: Hversu mörg börn geta komið á leikskólann? Og líka þau börn sem koma á leikskólann… Það getur verið skertur vistunartími hjá þeim af því að það getur verið að við eigum í vandræðum með að opna leikskólann og loka leikskólanum því að það eru margir Eflingarstarfsmenn sem sjá um að opna skólana og loka þeim líka. Þannig að það getur verið erfitt að vera með þjónustu í báða enda. Eflingarstarfsmenn sem vinna í eldhúsinu… Ef eldhúsið lokar, þá þurfa börnin að fara heim í hádeginu að borða,“ segir Guðrún Jóna Búið að semja um viðlíka hækkanir Nýjasta útspil Eflingar í kjaradeilunni er yfirlýsing sem félagið sendi frá sér í morgun þar sem það sagði hið opinbera þegar hafa samið um viðlíka hækkanir og Eflingar fer fram á deilu sinni við borgina. Það hafi ríkið gert með samningum sínum við félög innan BHM, sem hafi falið í sér hækkanir umfram hina flötu krónutöluhækkun í svokölluðum Lífskjarasamningi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vildi ekki tjá sig um yfirlýsinguna og vísaði á Braga Skúlason, formann Fræðagarðs, félags sem átti aðild að umræddum samningi. Hann gat ekki orðið við viðtalsbeiðni fyrir hádegisfréttir. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni í næstu viku. Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar. Munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í dag. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gera ráð fyrir að þetta yrði síðasti fundur samninganefndanna fyrir verkfall Eflingarfólks í borginni, sem hefst á þriðjudag, en áður hafði Sólveig sagst ekki ætla að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar oftar en lög kveða á um. Verkfallshrina strax eftir helgi Verði deila Eflingar og borgarinnar ekki til lykta leidd í dag hefst verkfallshrina strax eftir helgi. Eflingarfólk á leikskólum, hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu leggur þannig niður störf í hádeginu á þriðjudag og allan fimmtudaginn 6. febrúar. Hópur leikskólastjórnenda fundaði í morgun með fulltrúum Reykjavíkurborgar þar sem væntanleg áhrif af verkfallinu á starfsemi leikskóla borgarinnar voru útlistuð. Að óbreyttu munu þúsund leikskólastarfsmenn leggja niður störf á þriðjudag sem mun hafa mismikil áhrif á milli leikskóla og ræst það af hlutfalli Eflingarfólks á hverjum stað. Eitthvert rask verði þó á öllum leikskólum og sumum þurfi jafnvel að loka. Skertur vistunartími Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri sat fundinn í morgun. „Kjarninn í þessu er þessi: Hversu mörg börn geta komið á leikskólann? Og líka þau börn sem koma á leikskólann… Það getur verið skertur vistunartími hjá þeim af því að það getur verið að við eigum í vandræðum með að opna leikskólann og loka leikskólanum því að það eru margir Eflingarstarfsmenn sem sjá um að opna skólana og loka þeim líka. Þannig að það getur verið erfitt að vera með þjónustu í báða enda. Eflingarstarfsmenn sem vinna í eldhúsinu… Ef eldhúsið lokar, þá þurfa börnin að fara heim í hádeginu að borða,“ segir Guðrún Jóna Búið að semja um viðlíka hækkanir Nýjasta útspil Eflingar í kjaradeilunni er yfirlýsing sem félagið sendi frá sér í morgun þar sem það sagði hið opinbera þegar hafa samið um viðlíka hækkanir og Eflingar fer fram á deilu sinni við borgina. Það hafi ríkið gert með samningum sínum við félög innan BHM, sem hafi falið í sér hækkanir umfram hina flötu krónutöluhækkun í svokölluðum Lífskjarasamningi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vildi ekki tjá sig um yfirlýsinguna og vísaði á Braga Skúlason, formann Fræðagarðs, félags sem átti aðild að umræddum samningi. Hann gat ekki orðið við viðtalsbeiðni fyrir hádegisfréttir.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00
Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45
Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent