Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 14:30 Simone Biles er ein af fórnarlömbum Larry Nassar en það eru alls um tvö hundruð fimleikakonur. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Bandaríska fimleikasambandið er skaðabótaskylt í málunum en það lýsti sig gjaldþrota í desember 2018. 215 milljónir dala eru 26,6 milljarðar íslenskra króna. Upphæðin sem um ræðir kemur til vegna þess að það heildarupphæðin sem bandaríska fimleikasambandið getur fengið út úr tryggingum sínum. Meðal fórnarlamba Nassar eru Ólympíumeistararnir Simone Biles og Aly Raisman. Með þessum greiðslum vonast forráðamenn bandaríska fimleikasambandsins til að enda margra ára baráttu fyrir dómstólum vegna brota læknisins. Larry Nassar hefur verið dæmdur fyrir brot sín sem stóðu í mjög langan tíma í skjóli bandaríska fimleikasambandsins. Nassar verður í fangelsi næstu áratugina en fórnarlömb hans voru yfir tvö hundruð talsins. Li Li Leung, forseti bandaríska fimleikasambandsins, segist þó vonast til þess að viðræðurnar haldi áfram og að meiri peningur standi til boða. Hún settist í forsetastólinn sjö mánuðum eftir að sambandið lýsti sig gjaldþrota. Brotaþolar munu kjósa um það hvort þeir vilji taka þessum bótum og það þarf yfir helmingur að samþykkja þessa upphæð svo af þeim verði. Það er líka talið að bandaríska Ólympíunefndin sé einnig skaðabótaskyld en fyrrnefnd upphæð hefur ekkert með það að gera. Fimleikar Ólympíuleikar Mál Larry Nassar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Bandaríska fimleikasambandið er skaðabótaskylt í málunum en það lýsti sig gjaldþrota í desember 2018. 215 milljónir dala eru 26,6 milljarðar íslenskra króna. Upphæðin sem um ræðir kemur til vegna þess að það heildarupphæðin sem bandaríska fimleikasambandið getur fengið út úr tryggingum sínum. Meðal fórnarlamba Nassar eru Ólympíumeistararnir Simone Biles og Aly Raisman. Með þessum greiðslum vonast forráðamenn bandaríska fimleikasambandsins til að enda margra ára baráttu fyrir dómstólum vegna brota læknisins. Larry Nassar hefur verið dæmdur fyrir brot sín sem stóðu í mjög langan tíma í skjóli bandaríska fimleikasambandsins. Nassar verður í fangelsi næstu áratugina en fórnarlömb hans voru yfir tvö hundruð talsins. Li Li Leung, forseti bandaríska fimleikasambandsins, segist þó vonast til þess að viðræðurnar haldi áfram og að meiri peningur standi til boða. Hún settist í forsetastólinn sjö mánuðum eftir að sambandið lýsti sig gjaldþrota. Brotaþolar munu kjósa um það hvort þeir vilji taka þessum bótum og það þarf yfir helmingur að samþykkja þessa upphæð svo af þeim verði. Það er líka talið að bandaríska Ólympíunefndin sé einnig skaðabótaskyld en fyrrnefnd upphæð hefur ekkert með það að gera.
Fimleikar Ólympíuleikar Mál Larry Nassar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira