Send í leyfi eftir að hafa sett þeldökk börn í hlutverk þræla í skólaleikriti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 16:05 Frá Hamden í Connecticut. Google Maps Grunnskólakennari í Hamden, í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa sett tvo þeldökka nemendur sína í hlutverk þræla í skólaleikriti sem bekkur hennar setti upp. Börnin sem um ræðir eru 10 og 11 ára gamlir nemendur í fimmta bekk. Til stóð að önnur börn sem tækju þátt í uppsetningu leikritsins kæmu til með að hýða þau með svipum í leikritinu. Carmen og Joshua Parker, foreldrar annars barnsins, 10 ára stúlku sem á þeldökka móður og hvítan föður, kvörtuðu til skólans og annarra yfirvalda þegar þau komust á snoðir um málið. Þau hafa einnig kallað eftir því að kennarar í Hamden fái fjölbreytnifræðslu (e. diversity training).Á vef BBC er haft eftir móður stúlkunnar að hún telji leikritið ekki rétta leið til þess að fræða ung börn um sögu þrælahalds, auk þess sem hún hefði áhyggjur af þeirri mynd sem dregin væri upp af svörtu fólki í umræddu leikriti. Nafn kennarans, sem er hvít kona, kemur ekki fram í fréttinni. „Senan hefst á því að ónafngreindum þrælum [númer] eitt og tvö er ýtt í átt að skipi þrælahaldarans, sem er leikinn af barni.“ Í viðtali við sjónvarpsstöð í Connecticut sagðist móðirin hafa reynt að átta sig á þeirri hugmynd að láta börn í leikritinu hýða önnur börn. Kennarinn sem sá um leikritið hefur nú verið sendur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Stjórnendur skólans hafa sagt að leikritið sé ekki hluti af námskrá skólans og hafi ekki verið samþykkt af skólayfirvöldum. Móðirin telur hins vegar að lausnin felist ekki í því að skella skuldinni á kennarann. „Kennarar eru ekki blórabögglar fyrir kerfi sem er bersýnilega gallað og hefur þaggað niður í röddum minnihlutahópa og fatlaðra,“ sagði hún á fundi skólamálanefndar í Hamden. Bandaríkin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sjá meira
Grunnskólakennari í Hamden, í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum, hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa sett tvo þeldökka nemendur sína í hlutverk þræla í skólaleikriti sem bekkur hennar setti upp. Börnin sem um ræðir eru 10 og 11 ára gamlir nemendur í fimmta bekk. Til stóð að önnur börn sem tækju þátt í uppsetningu leikritsins kæmu til með að hýða þau með svipum í leikritinu. Carmen og Joshua Parker, foreldrar annars barnsins, 10 ára stúlku sem á þeldökka móður og hvítan föður, kvörtuðu til skólans og annarra yfirvalda þegar þau komust á snoðir um málið. Þau hafa einnig kallað eftir því að kennarar í Hamden fái fjölbreytnifræðslu (e. diversity training).Á vef BBC er haft eftir móður stúlkunnar að hún telji leikritið ekki rétta leið til þess að fræða ung börn um sögu þrælahalds, auk þess sem hún hefði áhyggjur af þeirri mynd sem dregin væri upp af svörtu fólki í umræddu leikriti. Nafn kennarans, sem er hvít kona, kemur ekki fram í fréttinni. „Senan hefst á því að ónafngreindum þrælum [númer] eitt og tvö er ýtt í átt að skipi þrælahaldarans, sem er leikinn af barni.“ Í viðtali við sjónvarpsstöð í Connecticut sagðist móðirin hafa reynt að átta sig á þeirri hugmynd að láta börn í leikritinu hýða önnur börn. Kennarinn sem sá um leikritið hefur nú verið sendur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur yfir. Stjórnendur skólans hafa sagt að leikritið sé ekki hluti af námskrá skólans og hafi ekki verið samþykkt af skólayfirvöldum. Móðirin telur hins vegar að lausnin felist ekki í því að skella skuldinni á kennarann. „Kennarar eru ekki blórabögglar fyrir kerfi sem er bersýnilega gallað og hefur þaggað niður í röddum minnihlutahópa og fatlaðra,“ sagði hún á fundi skólamálanefndar í Hamden.
Bandaríkin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sjá meira