Foreldri borgar 150 þúsund krónum minna fyrir frístund í Fjarðabyggð en á Seltjarnarnesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. janúar 2020 13:26 Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Vísir/Vilhelm Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Ný verðlagskönnun á skóladagvistun og skólamat Alþýðusambands Íslands sýnir að heildargjöldin hækkuðu hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Umrædd hækkun sveitarfélaga reyndist þó í öllum tilfellum vera undir 2,5% að undanskildu Seltjarnarnesi sem sker sig út úr með rúmlega tíu prósenta hækkun á skóladagvist og skólamat á einu ári. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að hækkun hjá stærstu sveitarfélögunum sé ekki í samræmi við það sem um var samið í lífskjarasamningnum í vor. „Það er sérstaklega eitt sveitarfélag sem stendur út og er með alveg gríðarlegar hækkanir og það er Seltjarnarnes. Þar hækka gjöldin um 10,1 prósent á einu bretti á milli ára sem er mjög mikil hækkun á meðan öll hin sveitarfélögin eru þarna um eða undir 2,5%. Minnsta hækkunin er í Mosfellsbæ 0,7%.“ Seltjarnarnesbær var með hæstu gjöldin fyrir umrædda þjónustu áður en til hækkunarinnar kom. Hér hefur verðlagseftirlit ASÍ kortlagt kostnað fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat.ASÍ „Við erum líka þarna að bera saman hvar hæstu og lægstu gjöldin eru og erum að sjá rosalegan mun á milli sveitarfélaga og ef tekinn er saman munurinn á gjöldum á milli sveitarfélaga á ársgrundvelli þá sjáum við um 150 þúsund króna mun á því hvað fólk borgar fyrir þessa þjónustu eftir því hvar það býr,“ segir Auður en lægstu gjöldin eru í Fjarðabyggð og hæstu hjá Seltjarnarnesbæ. Auður bendir á að fleiri þættir skipti máli í þessu samhengi, systkinaafsláttur sé einn þeirra. „Ef þú ert fleiri börn en eitt í skóladagvistun færðu yfirleitt afslátt fyrir annað og þriðja barn og það er mjög mikill munur á því hversu háir þessir afslættir eru og það getur skipt gríðarlegu máli ef fólk er með fleiri börn en eitt og þarna erum við að sjá að Reykjavíkurborg er með langmesta afsláttinn eða 100% afslátt fyrir hvert barn eftir það fyrsta en lægsti afslátturinn er hjá Reykjanesbæ sem býður 20% afslátt fyrir hvert barn eftir fyrsta,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Börn og uppeldi Fjarðabyggð Neytendur Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Ný verðlagskönnun á skóladagvistun og skólamat Alþýðusambands Íslands sýnir að heildargjöldin hækkuðu hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Umrædd hækkun sveitarfélaga reyndist þó í öllum tilfellum vera undir 2,5% að undanskildu Seltjarnarnesi sem sker sig út úr með rúmlega tíu prósenta hækkun á skóladagvist og skólamat á einu ári. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að hækkun hjá stærstu sveitarfélögunum sé ekki í samræmi við það sem um var samið í lífskjarasamningnum í vor. „Það er sérstaklega eitt sveitarfélag sem stendur út og er með alveg gríðarlegar hækkanir og það er Seltjarnarnes. Þar hækka gjöldin um 10,1 prósent á einu bretti á milli ára sem er mjög mikil hækkun á meðan öll hin sveitarfélögin eru þarna um eða undir 2,5%. Minnsta hækkunin er í Mosfellsbæ 0,7%.“ Seltjarnarnesbær var með hæstu gjöldin fyrir umrædda þjónustu áður en til hækkunarinnar kom. Hér hefur verðlagseftirlit ASÍ kortlagt kostnað fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat.ASÍ „Við erum líka þarna að bera saman hvar hæstu og lægstu gjöldin eru og erum að sjá rosalegan mun á milli sveitarfélaga og ef tekinn er saman munurinn á gjöldum á milli sveitarfélaga á ársgrundvelli þá sjáum við um 150 þúsund króna mun á því hvað fólk borgar fyrir þessa þjónustu eftir því hvar það býr,“ segir Auður en lægstu gjöldin eru í Fjarðabyggð og hæstu hjá Seltjarnarnesbæ. Auður bendir á að fleiri þættir skipti máli í þessu samhengi, systkinaafsláttur sé einn þeirra. „Ef þú ert fleiri börn en eitt í skóladagvistun færðu yfirleitt afslátt fyrir annað og þriðja barn og það er mjög mikill munur á því hversu háir þessir afslættir eru og það getur skipt gríðarlegu máli ef fólk er með fleiri börn en eitt og þarna erum við að sjá að Reykjavíkurborg er með langmesta afsláttinn eða 100% afslátt fyrir hvert barn eftir það fyrsta en lægsti afslátturinn er hjá Reykjanesbæ sem býður 20% afslátt fyrir hvert barn eftir fyrsta,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.
Börn og uppeldi Fjarðabyggð Neytendur Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54