Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2020 12:15 Myndin er tekin fyrr í vikunni á tómum götum Wuhan-borgar. vísir/ap Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. Fólk sem hefur reynt að yfirgefa borgina hefur verið sagt að fara aftur til baka til borgarinnar og þá vinna erlend ríki að því að koma ríkisborgurum sínum sem búsettir eru í Wuhan til heimalandsins. Að minnsta kosti 170 manns hafa látist vegna veirunnar, flestir í Hubei-héraðinu þar sem Wuhan er. Þá eru staðfest smit 7711. Veiran hefur nú breiðst út um allt meginland Kína sem og til sextán landa, svo staðfest sé. Breska blaðið Guardian heyrði í nokkrum íbúum Wuhan fyrr í vikunni þar sem þeir sögðu frá upplifun sinni af því að mega ekki fara frá borginni. „Í dag er sjötti dagurinn þar sem borgin er lokuð. Ég fór út í fyrsta skipti í dag í búðina því það var orðið of kæfandi að vera heima. Það er enginn úti við. Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður, í þessari neikvæðni sem hefur verið síðustu daga. Mér líður betur í dag eftir að hafa farið út,“ segir Xiao Li í samtali við Guardian. Kvíðinn eykst dag frá degi Yvonne Griffiths, prófessor, kom til Wuhan fyrir um þremur vikum til að vinna. Hún segir kvíðann aukast dag frá degi. „Það sem við sjáum er að allir vegirnir eru auðir og það er mjög lítil umferð á því svæði þar sem við erum. Allir eru með andlitsgrímur. Við fengum okkur litlar, einfaldar grímur en svo höfum við heyrt að þær séu kannski ekki jafnöruggar og aðrar grímur,“ segir Griffiths. Þá rifjar Ms. Tian upp daginn þegar borginni var lokað í síðustu viku. „Á þeim tímapunkti var eldra fólki ráðlagt frá því að fara út. Ég á barn svo maðurinn minn fór út að versla. Við eigum núna nóg af birgðum fyrir þrjá til fimm daga en við erum ekki viss um hvernig aðstæðurnar eru úti. Á hverjum morgni, um leið og ég vakna, fer ég á netið til að athuga með að fá grænmeti sent heim. Svo virðist sem sú starfsemi sé í gangi eins og vanalega en það selst hratt upp. Klukkan tíu er allt uppselt.“ Mjög hrædd en reyna að vera hugrökk Joe Armitt, kennari frá Bretlandi sem starfar í Wuhan, vill komast aftur til heimalandsins. „Ég held að ég tali fyrir meirihluta þeirra Breta sem búa hér í Wuhan þegar ég segi að þetta eru ógnvekjandi aðstæður, mörg okkar eru mjög hrædd, en við reynum að vera hugrökk. Flest okkar eru samt hrædd og vilja komast aftur til Bretlands. Ég vil svo sannarlega komast aftur þangað,“ segir Joe. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian í heild sinni þar sem rætt var um ástandið í Wuhan við íbúa borgarinnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. Fólk sem hefur reynt að yfirgefa borgina hefur verið sagt að fara aftur til baka til borgarinnar og þá vinna erlend ríki að því að koma ríkisborgurum sínum sem búsettir eru í Wuhan til heimalandsins. Að minnsta kosti 170 manns hafa látist vegna veirunnar, flestir í Hubei-héraðinu þar sem Wuhan er. Þá eru staðfest smit 7711. Veiran hefur nú breiðst út um allt meginland Kína sem og til sextán landa, svo staðfest sé. Breska blaðið Guardian heyrði í nokkrum íbúum Wuhan fyrr í vikunni þar sem þeir sögðu frá upplifun sinni af því að mega ekki fara frá borginni. „Í dag er sjötti dagurinn þar sem borgin er lokuð. Ég fór út í fyrsta skipti í dag í búðina því það var orðið of kæfandi að vera heima. Það er enginn úti við. Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður, í þessari neikvæðni sem hefur verið síðustu daga. Mér líður betur í dag eftir að hafa farið út,“ segir Xiao Li í samtali við Guardian. Kvíðinn eykst dag frá degi Yvonne Griffiths, prófessor, kom til Wuhan fyrir um þremur vikum til að vinna. Hún segir kvíðann aukast dag frá degi. „Það sem við sjáum er að allir vegirnir eru auðir og það er mjög lítil umferð á því svæði þar sem við erum. Allir eru með andlitsgrímur. Við fengum okkur litlar, einfaldar grímur en svo höfum við heyrt að þær séu kannski ekki jafnöruggar og aðrar grímur,“ segir Griffiths. Þá rifjar Ms. Tian upp daginn þegar borginni var lokað í síðustu viku. „Á þeim tímapunkti var eldra fólki ráðlagt frá því að fara út. Ég á barn svo maðurinn minn fór út að versla. Við eigum núna nóg af birgðum fyrir þrjá til fimm daga en við erum ekki viss um hvernig aðstæðurnar eru úti. Á hverjum morgni, um leið og ég vakna, fer ég á netið til að athuga með að fá grænmeti sent heim. Svo virðist sem sú starfsemi sé í gangi eins og vanalega en það selst hratt upp. Klukkan tíu er allt uppselt.“ Mjög hrædd en reyna að vera hugrökk Joe Armitt, kennari frá Bretlandi sem starfar í Wuhan, vill komast aftur til heimalandsins. „Ég held að ég tali fyrir meirihluta þeirra Breta sem búa hér í Wuhan þegar ég segi að þetta eru ógnvekjandi aðstæður, mörg okkar eru mjög hrædd, en við reynum að vera hugrökk. Flest okkar eru samt hrædd og vilja komast aftur til Bretlands. Ég vil svo sannarlega komast aftur þangað,“ segir Joe. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian í heild sinni þar sem rætt var um ástandið í Wuhan við íbúa borgarinnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira