Á eftir einum höfrungi kemur annar Konráð S. Guðjónsson skrifar 30. janúar 2020 09:30 Höfrungar eru einstaklega fallegar og tignarlegar skepnur sem mikið sjónarspil er að fylgjast með úti í náttúrunni. Aftur á móti eru tilraunir mannskepnunnar til að líkjast höfrungum og taka höfrungahlaup klaufalegar og langt frá því að vera tignarlegar. Enn verra er þegar fólk fer óafvitandi af stað í höfrungahlaup. Því miður virðist uppskrift að klassísku íslensku höfrungahlaupi í bígerð á vettvangi kjaraviðræðna Eflingar og Reykjavíkurborgar. Á kynningarfundi Eflingar um viðræðurnar sagði framkvæmdastjórinn „... það algjörlega innbyggt í þessa nálgun að hún felur ekki í sér neitt sem að heitið getur höfrungahlaup, launaskrið eða neitt slíkt“. Þessi nálgun sem þarna er vísað til felur í sér launahækkanir skv. lífskjarasamningnum en í ofanálag allt að 52.057 króna hækkun á mánuði auk hækkunar orlofs- og desemberuppbótar um samtals 425.491 krónur. Mun stöðugleiki á vinnumarkaði því standa af sér slíkar hækkanir eða eru höfrungar að birtast upp úr undirdjúpunum? Í fyrsta lagi er augljósara en að Ísland er eldfjallaeyja að þessar kröfur eru ekki í anda lífskjarasamningsins, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Með öllu er um að ræða heildarlaunahækkanir á mánuði allt að fjárhæð 177.514 til ársins 2019. Til samanburðar kveður lífskjarasamningurinn á um 91.167 króna launahækkanir á sama mælikvarða. Með öðrum orðum eru kröfur Eflingar um tvöfalt hærri en það sem lífskjarasamningurinn kveður á um – samningur sem með krónutöluhækkunum leggur sérstaka áherslu á lægstu laun. Í öðru lagi þýða kröfurnar, þegar allt er tekið til, að laun ósérhæfðs starfsfólks á leikskólum, sem hefur hvað mest verið rætt um, verða mjög nálægt launum leikskólakennara að óbreyttu. Í flokknum „störf við barnagæslu“ hjá Hagstofunni, þar sem ósérhæft starfsfólk á leikskólum fellur undir, voru neðri fjórðungsmörk heildarlauna (eða hjá þeim sem voru lægri en hjá 75% af hópnum) 319.000 krónur á mánuði árið 2018. Miðað við ofangreindar kröfur má ætla að þau laun verði um 497.000 krónur á mánuði eftir tvö ár, eða 56% hækkun á innan við fjórum árum. Til að setja það í samhengi voru heildarlaun leikskólakennara við neðri fjórðungsmörk 481.000 krónur – 16.000 krónum lægri laun en ósérhæfðir að óbreyttu. Það þarf ekki að kunna að leggja saman tvo og tvo heldur einn og einn til að sjá að leikskólakennarar, sem hafa mikla sérfræðiþekkingu eftir fimm ára háskólanám, munu sækjast eftir allverulegum launahækkunum. Hvað með stéttir sem bera sig saman við leikskólakennara? Miðgildi heildarlauna grunnskólakennara var um 50.000 krónum hærra en leikskólakennara árið 2018. Það má því ætla að grunnskólakennarar sætti sig ekki við að sitja eftir. Yrði það raunin myndu aðrar opinberar stéttir eins og háskólakennarar eða þær sem hafa svipuð laun horfa í kringum sig. Vertu óvelkomið höfrungahlaup. Jafnvel þó að tölurnar hér að framan séu ekki nákvæmar upp á krónu, sem er líklegt þar sem sá sem hér skrifar hefur enga aðkomu að samningunum, blasir stóra myndin við. Hafa skal líka í huga að langflestir landsmenn eru í grennd við meðallaun og árið 2018 var 80% fullvinnandi með heildarlaun á bilinu 411 til 1.083 þúsund krónur. Þannig myndu kröfur Eflingar að óbreyttu skjóta stórum hópi langt inn á þetta bil, en samt er fullyrt að það komi ekki af stað höfrungahlaupi. Deiluefnið er ekki hvort það sé vilji til að bæta kjör leikskólastarfsfólks eða þeirra lægstlaunuðu almennt – það vilja allir. Það er heldur enginn ágreiningur um hvort Efling eða önnur félög hafi tæknilega rétt á að setja fram sínar kröfur. Deiluefnið er hversu raunhæft það er án þess að sú góða viðleitni grafi undan sér með ósjálfbæru launaskriði sem bitnar á verðmætasköpuninni, sem aftur er uppspretta bættra kjara, þannig að allir tapi. Saga íslenska höfrungahlaupsins og dreifing launa landsmanna, að ógleymdu því að íslensk laun eru fremur jöfn og í hæstu hæðum í alþjóðlegu samhengi, sýna svart á hvítu að það er algjörlega innbyggt í nálgun Eflingar að hún grefur undan sjálfri sér og okkur öllum. Látum höfrunga um það að vera höfrungar, það fer okkur mannfólkinu illa. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Konráð S. Guðjónsson Verkföll 2020 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Höfrungar eru einstaklega fallegar og tignarlegar skepnur sem mikið sjónarspil er að fylgjast með úti í náttúrunni. Aftur á móti eru tilraunir mannskepnunnar til að líkjast höfrungum og taka höfrungahlaup klaufalegar og langt frá því að vera tignarlegar. Enn verra er þegar fólk fer óafvitandi af stað í höfrungahlaup. Því miður virðist uppskrift að klassísku íslensku höfrungahlaupi í bígerð á vettvangi kjaraviðræðna Eflingar og Reykjavíkurborgar. Á kynningarfundi Eflingar um viðræðurnar sagði framkvæmdastjórinn „... það algjörlega innbyggt í þessa nálgun að hún felur ekki í sér neitt sem að heitið getur höfrungahlaup, launaskrið eða neitt slíkt“. Þessi nálgun sem þarna er vísað til felur í sér launahækkanir skv. lífskjarasamningnum en í ofanálag allt að 52.057 króna hækkun á mánuði auk hækkunar orlofs- og desemberuppbótar um samtals 425.491 krónur. Mun stöðugleiki á vinnumarkaði því standa af sér slíkar hækkanir eða eru höfrungar að birtast upp úr undirdjúpunum? Í fyrsta lagi er augljósara en að Ísland er eldfjallaeyja að þessar kröfur eru ekki í anda lífskjarasamningsins, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Með öllu er um að ræða heildarlaunahækkanir á mánuði allt að fjárhæð 177.514 til ársins 2019. Til samanburðar kveður lífskjarasamningurinn á um 91.167 króna launahækkanir á sama mælikvarða. Með öðrum orðum eru kröfur Eflingar um tvöfalt hærri en það sem lífskjarasamningurinn kveður á um – samningur sem með krónutöluhækkunum leggur sérstaka áherslu á lægstu laun. Í öðru lagi þýða kröfurnar, þegar allt er tekið til, að laun ósérhæfðs starfsfólks á leikskólum, sem hefur hvað mest verið rætt um, verða mjög nálægt launum leikskólakennara að óbreyttu. Í flokknum „störf við barnagæslu“ hjá Hagstofunni, þar sem ósérhæft starfsfólk á leikskólum fellur undir, voru neðri fjórðungsmörk heildarlauna (eða hjá þeim sem voru lægri en hjá 75% af hópnum) 319.000 krónur á mánuði árið 2018. Miðað við ofangreindar kröfur má ætla að þau laun verði um 497.000 krónur á mánuði eftir tvö ár, eða 56% hækkun á innan við fjórum árum. Til að setja það í samhengi voru heildarlaun leikskólakennara við neðri fjórðungsmörk 481.000 krónur – 16.000 krónum lægri laun en ósérhæfðir að óbreyttu. Það þarf ekki að kunna að leggja saman tvo og tvo heldur einn og einn til að sjá að leikskólakennarar, sem hafa mikla sérfræðiþekkingu eftir fimm ára háskólanám, munu sækjast eftir allverulegum launahækkunum. Hvað með stéttir sem bera sig saman við leikskólakennara? Miðgildi heildarlauna grunnskólakennara var um 50.000 krónum hærra en leikskólakennara árið 2018. Það má því ætla að grunnskólakennarar sætti sig ekki við að sitja eftir. Yrði það raunin myndu aðrar opinberar stéttir eins og háskólakennarar eða þær sem hafa svipuð laun horfa í kringum sig. Vertu óvelkomið höfrungahlaup. Jafnvel þó að tölurnar hér að framan séu ekki nákvæmar upp á krónu, sem er líklegt þar sem sá sem hér skrifar hefur enga aðkomu að samningunum, blasir stóra myndin við. Hafa skal líka í huga að langflestir landsmenn eru í grennd við meðallaun og árið 2018 var 80% fullvinnandi með heildarlaun á bilinu 411 til 1.083 þúsund krónur. Þannig myndu kröfur Eflingar að óbreyttu skjóta stórum hópi langt inn á þetta bil, en samt er fullyrt að það komi ekki af stað höfrungahlaupi. Deiluefnið er ekki hvort það sé vilji til að bæta kjör leikskólastarfsfólks eða þeirra lægstlaunuðu almennt – það vilja allir. Það er heldur enginn ágreiningur um hvort Efling eða önnur félög hafi tæknilega rétt á að setja fram sínar kröfur. Deiluefnið er hversu raunhæft það er án þess að sú góða viðleitni grafi undan sér með ósjálfbæru launaskriði sem bitnar á verðmætasköpuninni, sem aftur er uppspretta bættra kjara, þannig að allir tapi. Saga íslenska höfrungahlaupsins og dreifing launa landsmanna, að ógleymdu því að íslensk laun eru fremur jöfn og í hæstu hæðum í alþjóðlegu samhengi, sýna svart á hvítu að það er algjörlega innbyggt í nálgun Eflingar að hún grefur undan sjálfri sér og okkur öllum. Látum höfrunga um það að vera höfrungar, það fer okkur mannfólkinu illa. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun