Robert Trump, yngri bróðir Donald Trump Bandaríkjaforseta, er látinn 71 árs að aldri. Hann hafði legið á sjúkrahúsi í einhvern tíma áður en hann lést. Orsök dauða hans er ekki vituð en fjöldi bandarískra miðla hafa greint frá því að hann hafi verið alvarlega veikur.
Forsetinn sagði í yfirlýsingu í gær að Roberts yrði sárt saknað. Hann væri ekki aðeins bróðir hans heldur besti vinur. „Minning hans mun lifa í hjarta mínu að eilífu.“
Sonur forsetans, Eric, lýsti frænda sínum sem mögnuðum manni á Twitter. „Fjölskyldan öll mun sakna hans sárt.“
Robert Trump was an incredible man - strong, kind and loyal to the core. Anyone who encountered him felt his warmth immediately. He will be deeply missed by our entire family.
— Eric Trump (@EricTrump) August 16, 2020
Robert var yngstur barna Fred og Mary Anne Trump. Þau áttu fimm börn og var Robert fæddur tveimur árum á eftir eldri bróður sínum Donald. Elsa systkinið, Fred yngri, lést fyrir aldur fram árið 1981.
Uncle Robert, we love you. You are in our hearts and prayers, always.
— Ivanka Trump (@IvankaTrump) August 16, 2020
Robert Trump vann nærri alla ævi við fasteignafyrirtæki fjölskyldunnar, og varð þar hæstráðandi. Ólíkt bróður sínum var hann feiminn og vildi ekki lifa í sviðsljósinu.