Innleiðir styðjandi samfélag og verður heilavinabær Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2020 20:00 Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsti heilavinabærinn hér á landi en verkefni þess efnis var nýverið hleypt af stokkunum. Allir geta nú gerst heilavinir og lært að koma heilabiluðum til aðstoðar. Öldrunarheimili Akureyrar og Alzheimer-samtökin hafa að undanförnu unnið að verkefni sem miðar að því að Akureyri verði svokallað styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Á fundi þar sem verkefnið var kynnt á föstudaginn var orðið heilavinabær notað um verkefnið. En hvað felst í því að vera svokallað styðjandi samfélag? „Það felst í rauninni bara það að veita þeim athygli sem kannski sýna einhver merki um að þau séu í vandræðum. Það getur verið að fólk hafi villst, það átti sig ekki alveg á því hvað þar er, finni ekki vörur í verslunum, viti ekki alveg hvernig þau eiga að nota peningana og borga fyrir,“ segir Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Þannig muni stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akureyri fá fræðslu um hvernig best sé að koma heilabiluðum til aðstoðar lendi þeir í vanda. Viðtökurnar hafa þegar verið góðar. „Við höfðum samband verslanirnar hér á Akureyri, meðal annars Bónus, sem tóku vel í þetta og eru búin að negla niður eitt kvöld með þeim 70 manns,“ segir Hulda. Verkefnið Heilavinur hefur einnig verið sett af stað og er Eliza Reid, forsetafrú, fyrsti heilavinurinn. Allir geta gerst heilavinir með því að sækja sér fræðslu inn á heilavinur.is. Heilavinir skuldbinda sig til að veita aðstoð þegar hennar er þörf. „Til dæmis ef þú sérð einhvern ráðvilltan í verslun, út á götu, þá bara hreinlega stíga skrefið og bjóða fram aðstoð þína,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna. Markmiðið með verkefninu er meðal annars að útrýma fordómum. „Þetta var svolítil skömm en núna er fólk í auknum mæli að stíga fram þegar það fær greiningu, að tilkynna og segja frá. Þau nota orðin að koma út úr skápnum vegna þess að það fylgir þessu svo mikil léttir en um leið verður samfélagið líka að vera tilbúið taka á móti þessu fólki.“ Heilavinur from AK film on Vimeo. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05 Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsti heilavinabærinn hér á landi en verkefni þess efnis var nýverið hleypt af stokkunum. Allir geta nú gerst heilavinir og lært að koma heilabiluðum til aðstoðar. Öldrunarheimili Akureyrar og Alzheimer-samtökin hafa að undanförnu unnið að verkefni sem miðar að því að Akureyri verði svokallað styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun. Á fundi þar sem verkefnið var kynnt á föstudaginn var orðið heilavinabær notað um verkefnið. En hvað felst í því að vera svokallað styðjandi samfélag? „Það felst í rauninni bara það að veita þeim athygli sem kannski sýna einhver merki um að þau séu í vandræðum. Það getur verið að fólk hafi villst, það átti sig ekki alveg á því hvað þar er, finni ekki vörur í verslunum, viti ekki alveg hvernig þau eiga að nota peningana og borga fyrir,“ segir Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Þannig muni stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar á Akureyri fá fræðslu um hvernig best sé að koma heilabiluðum til aðstoðar lendi þeir í vanda. Viðtökurnar hafa þegar verið góðar. „Við höfðum samband verslanirnar hér á Akureyri, meðal annars Bónus, sem tóku vel í þetta og eru búin að negla niður eitt kvöld með þeim 70 manns,“ segir Hulda. Verkefnið Heilavinur hefur einnig verið sett af stað og er Eliza Reid, forsetafrú, fyrsti heilavinurinn. Allir geta gerst heilavinir með því að sækja sér fræðslu inn á heilavinur.is. Heilavinir skuldbinda sig til að veita aðstoð þegar hennar er þörf. „Til dæmis ef þú sérð einhvern ráðvilltan í verslun, út á götu, þá bara hreinlega stíga skrefið og bjóða fram aðstoð þína,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer-samtakanna. Markmiðið með verkefninu er meðal annars að útrýma fordómum. „Þetta var svolítil skömm en núna er fólk í auknum mæli að stíga fram þegar það fær greiningu, að tilkynna og segja frá. Þau nota orðin að koma út úr skápnum vegna þess að það fylgir þessu svo mikil léttir en um leið verður samfélagið líka að vera tilbúið taka á móti þessu fólki.“ Heilavinur from AK film on Vimeo.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05 Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00 „Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Segja farið með aldraða móður eins og gamla bíldruslu Systkinin Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Ragnheiður K. Guðmundsdóttir tala um „þá afskrifuðu“ þegar þau velta fyrir sér hvernig farið sé með eldra fólkið á Íslandi. 14. ágúst 2019 11:05
Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun Hundruð Íslendinga greinast með heilabilun á hverju ári og sjúkdómurinn veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks. 4. júlí 2019 09:00
„Þetta er sjúkdómur sem við getum í raun og veru öll fengið“ Endalausir biðlistar og úrræðaleysi er það sem oft mætir alzheimersjúklingum eftir að þeir veikjast. Þetta segir aðstandandi manns sem beið í eitt og hálft ár eftir að komast á hjúkrunarheimili. 22. september 2019 20:00