Heimurinn og heima Drífa Snædal skrifar 7. febrúar 2020 15:00 Í upphafi vikunnar sat ég fund Global Deal í París. Nafn þessa fyrirbæris hljómar eins og fjármálafyrirtæki en þetta er hins vegar samstarf á heimsvísu til að koma á sanngjörnum vinnumarkaði, siðferðilegum viðskiptum og auka lífsgæði. Það er áþreifanleg breyting hjá alþjóðastofnunum síðustu árin, hvort sem litið er til OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Alþjóðabankans að orðið jöfnuður kemur sífellt oftar fyrir. Reyndar var til þess tekið á fundinum að ræðan sem framkvæmdastjóri OECD flutti hefði sómt sér í munni margra fulltrúa verkalýðsfélaga. Ástæða þess að þessi alþjóðasamtök eru farin að tala um aukinn jöfnuð er ekki endilega af því þau hafa séð ljósið heldur er misrétti í heiminum komið að þolmörkum og orðin uppspretta átaka innan samfélaga og víða um heim. Við erum komin að endastöð og eina leiðin áfram er að byggja brautir varðaðar auknum jöfnuði og auknu jafnrétti. Harðsvíruðustu kúgunarstofnanir skilja hvað klukkan slær; það er beinlínis ógn við frið að auka misrétti enn frekar. Í okkar smættuðu mynd hér á Íslandi er þetta alveg jafn satt eins og úti í heimi. Að auka jöfnuð og jafnrétti er eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi óánægju og átök. Undiraldan er sterk og styrkist með hverri hrokafullu yfirlýsingunni um að ekki sé hægt að gera meira fyrir láglaunafólk eða að ekki megi íþyngja útgerðarmönnum með auknum veiðileyfagjöldum, hvað þá að setja á hátekjuskatt til að dreifa byrðunum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi átök á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild er að feta leið jöfnuðar, það er hægt með mörgum leiðum bæði í gegnum ákvarðanir stjórnenda ríkisins og sveitarfélaga. Að leita frjórra leiða til að vinna gegn misrétti getur jafnvel orðið til að leysa kjaradeilur sem virðast í hnút. Að lokum vil ég fagna því samstarfi sem ASÍ og Neytendasamtökin voru að bindast í baráttunni gegn smálánastarfsemi. Vandi þeirra sem festast í neti þessara fyrirtækja er falinn en mjög raunverulegur og það er brýnt samfélagslegt verkefni að uppræta smálán á okurkjörum. Góða helgi, Drífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi vikunnar sat ég fund Global Deal í París. Nafn þessa fyrirbæris hljómar eins og fjármálafyrirtæki en þetta er hins vegar samstarf á heimsvísu til að koma á sanngjörnum vinnumarkaði, siðferðilegum viðskiptum og auka lífsgæði. Það er áþreifanleg breyting hjá alþjóðastofnunum síðustu árin, hvort sem litið er til OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Alþjóðabankans að orðið jöfnuður kemur sífellt oftar fyrir. Reyndar var til þess tekið á fundinum að ræðan sem framkvæmdastjóri OECD flutti hefði sómt sér í munni margra fulltrúa verkalýðsfélaga. Ástæða þess að þessi alþjóðasamtök eru farin að tala um aukinn jöfnuð er ekki endilega af því þau hafa séð ljósið heldur er misrétti í heiminum komið að þolmörkum og orðin uppspretta átaka innan samfélaga og víða um heim. Við erum komin að endastöð og eina leiðin áfram er að byggja brautir varðaðar auknum jöfnuði og auknu jafnrétti. Harðsvíruðustu kúgunarstofnanir skilja hvað klukkan slær; það er beinlínis ógn við frið að auka misrétti enn frekar. Í okkar smættuðu mynd hér á Íslandi er þetta alveg jafn satt eins og úti í heimi. Að auka jöfnuð og jafnrétti er eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi óánægju og átök. Undiraldan er sterk og styrkist með hverri hrokafullu yfirlýsingunni um að ekki sé hægt að gera meira fyrir láglaunafólk eða að ekki megi íþyngja útgerðarmönnum með auknum veiðileyfagjöldum, hvað þá að setja á hátekjuskatt til að dreifa byrðunum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi átök á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild er að feta leið jöfnuðar, það er hægt með mörgum leiðum bæði í gegnum ákvarðanir stjórnenda ríkisins og sveitarfélaga. Að leita frjórra leiða til að vinna gegn misrétti getur jafnvel orðið til að leysa kjaradeilur sem virðast í hnút. Að lokum vil ég fagna því samstarfi sem ASÍ og Neytendasamtökin voru að bindast í baráttunni gegn smálánastarfsemi. Vandi þeirra sem festast í neti þessara fyrirtækja er falinn en mjög raunverulegur og það er brýnt samfélagslegt verkefni að uppræta smálán á okurkjörum. Góða helgi, Drífa.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar